Fréttablaðið - 28.04.2011, Page 27
FIMMTUDAGUR 28. apríl 2011
Hugrún Ívarsdóttir opnaði nýverið
sýningu á værðarvoðum hjá Hand-
verki og hönnun. Voðirnar eru
prýddar munstri sem er unnið upp
úr söðuláklæðum sem voru algeng
á árum áður. Konur notuðu þau til
að sveipa um sig og voru þau þeim
vörn og skjól gegn fjölbreytilegu
íslensku veðurfari.
Hugrún á síður von á því að
nútímakonur nýti værðarvoðirnar
með sama hætti og sér heldur fyrir
sér að fólk noti þær til að kúra með
uppi í sófa eða til að sveipa um sig
heima við.
„Munsturuppbyggingin er þekkt
víða um heim og hefur stundum
verið kölluð blóm lífsins. Hún sést
meðal annars á íslenskum þjóðbún-
ingum. Við munsturgerðina hafði
ég auk þess blómateikningar Sölva
Helgasonar, listamanns og eins
frægasta flakkara Íslandssögunn-
ar, til hliðsjónar,“ segir Hugrún. Að
hennar sögn er voðunum ætlað að
færa eigendum sínum hlýju og skjól
gegn áreiti heimsins. Hugrún hann-
aði voðirnar í tengslum við lands-
mót hestamanna sem halda átti í
fyrra en var frestað þar til í sumar.
Voðirnar fást í gráu, grænu og
bláu og eru væntantlegar í rauðu
fyrir næstu jól. Þá fást dúkar,
viskastykki og annar textíll með
sama munstri í Laufabrauðssetr-
inu sem hún rekur á Strandgötu
43 á Akureyri. Hugrún bendir á að
værðarvoð geti verið sniðug ferm-
ingar- eða útskriftargjöf og þá ekki
síður fyrir stráka en stelpur. Nán-
ari upplýsingar er að finna á www.
merkilegt.is vera@frettabladid.is
Þjóðararfur í nýjum búningi
Værðarvoðir eru nýjasta afurð Hugrúnar Ívarsdóttur. Þær eru unnar upp úr söðuláklæðum sem konur
notuðu á árum áður til að sveipa um sig þegar þær riðu í söðli. Nú eru þær hugsaðar heimavið.
Værðarvoðirnar minna á gamla tíð. Þeim er ætlað að veita eigendum sínum hlýju og skjól. MYND/HEIDA.IS
Hugrún ásamt dóttur sinni Særúnu Hall-
dórsdóttur og hestinum Flugu.
AUSTURSTRÆTI 8 - 10 • SÍMI 534 0005
SUMSRGLEÐI
Í GYLLTA KETTININUM
Skór frá
7.800 - 12.800
Stærðir 36–41
Vorútsala
40-70%
afsláttur