Fréttablaðið - 28.04.2011, Side 29

Fréttablaðið - 28.04.2011, Side 29
GRUNNNÁM MEISTARANÁM DOKTORSNÁM MEISTARANÁM Alþjóðaviðskipti Ákvarðanaverkfræði Byggingarverkfræði Framkvæmdastjórnun Fjárfestingarstjórnun Fjármálaverkfræði Fjármál fyrirtækja Heilsuþjálfun og kennsla Lögfræði* Heilbrigðisverkfræði Hugbúnaðarverkfræði Íþróttavísindi og þjálfun Lífupplýsingafræði MBA OBTM Orkuverkfræði GRUNNNÁM Byggingafræði Íþróttafræði Lögfræði Sálfræði Tæknifræði Tölvunarfræði Verkfræði Viðskiptafræði Diplómanám í iðnfræði Diplómanám í kerfisfræði UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ * Umsóknarfrestur er til 30. apríl Rafmagnsverkfræði Reikningshald og endurskoðun Rekstrarverkfræði Skipulagsfræði og samgöngur Stjórnunarreikningsskil og viðskiptafærni Tölvunarfræði Vélaverkfræði DOKTORSNÁM Lögfræði Tölvunarfræði Verk- og tæknivísindi Viðskiptafræði FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011 • KYNNING Háskólinn í Reykjavík hefur markað sér sérstöðu á sviðum tækni, viðskipta og laga. Þaðan útskrifast til að mynda tveir af hverjum þremur í tæknigreinum á Íslandi. „Okkar hlutverk er að skapa og miðla þekkingu til að efla sam- keppnishæfni og lífsgæði,“ segir Ari K. Jónsson, rektor Háskól- ans í Reykjavík, en skólinn hefur öðlast sterkan sess í íslensku há- skólasamfélagi á þeim þrettán árum sem hann hefur starfað. „Við höfum afmarkað ákveðin svið og einbeitum okkur að tækni, viðskiptum og lögum,“ upplýsir Ari og tekur fram að HR sé með afar sterka stöðu á þeim sviðum. Nefna megi að skólinn útskrifi tvo af hverjum þremur í tækni- greinum á landinu og helming allra með viðskiptagráður. „Þá skiptir ekki síður máli að útskrif- uðum nemendum okkar gengur vel að fá vinnu og komast í fram- haldsnám, enda höfum við, til við- bótar við áherslu á sterkt bóklegt nám, einsett okkur að nýta raun- veruleg verkefni til að styrkja þekkingu og þjálfun nemenda og undirbúið þá þannig vel fyrir þátttöku í atvinnulífinu,“ segir Ari. Hann segir tengslin við at- vinnulífið mjög mikilvæg. „Við fáum til okkar kennara úr atvinnulífinu og leggjum áherslu á raunhæf verkefni úr atvinnulíf- inu. Þannig skapast sterk tengsl milli skólans og atvinnulífs- ins sem kemur nemendum mjög til góða því þeir fá tækifæri til að skapa sér eigin tengsl við at- vinnulífið,“ segir Ari. Í HR er einnig lögð áhersla á þverfaglega þekkingu, alþjóðlegt umhverfi og ekki síst nýsköpun. „Við viljum að nemendur kynnist öðrum greinum, siðum og þekk- ingu og læri að skapa nýja þekk- ingu og koma henni á framfæri.“ Ari segir stöðu skólans mjög góða í dag. Skólinn sé í jafnvægi með um 3000 nemendur og búi yfir einstakri aðstöðu til kennslu og rannsókna í Nauthólsvíkinni. „Við höfum náð mjög góðum ár- angri í kennslu en ekki síður í rannsóknum,“ segir Ari og telur að það komi fólki stundum á óvart að HR sé fremstur í rannsóknum á sínum sviðum á Íslandi. Ari telur lykilinn að góðum ár- angri skólans felast í nokkrum atriðum. „Við leggjum áherslu á gæði í okkar starfi sem felast ekki aðeins í því að gera kröfur til nemenda heldur einnig í því að allir leggi sig fram bæði kennar- ar og starfsfólk. Þannig sköpum við nemendum þá aðstöðu og veit- um þeim þann stuðning sem þeir þurfa til að þeir geti sinnt sínu námi sem allra best,“ segir Ari og telur framtíðina bjarta. „Við erum að komast í gegnum niður- skurðarskafl og stöndum sterk með góða aðstöðu og skýra stefnu til framtíðar. Við ætlum að halda áfram að byggja upp sterkan há- skóla á sviðum tækni, viðskipta og laga hér í Nauthólsvíkinni..“ Stærsti tækni- og viðskiptaháskóli Íslands „Við leggjum áherslu á gæði sem felast ekki aðeins í því að gera kröfur til nemenda heldur einnig í því að allir leggi sig fram, bæði kennarar og starfs- fólk. Við reynum að skapa nemendum það umhverfi, aðstöðu og hjálp sem þarf til að þeir geti sinnt sínu námi sem allra best,“ segir Ari. MYND/ANTON ● STAÐREYNDIR UM HR ■ Nemendur við Háskólann í Reykjavík eru um 3.000 ■ Kjarnasvið HR eru tækni, við- skipti og lög. ■ Boðið er upp á grunnnám, meistaranám og doktorsnám í öllum deildum skólans. Í boði eru um 60 námsbrautir. ■ Hægt er að stunda nám á frumgreinasviði sem er undanfari háskólanáms. ■ HR útskrifar í dag tvo af hverjum þremur sem ljúka tæknimenntun á háskólastigi og helming allra þeirra sem ljúka viðskiptamenntun á háskólastigi. ■ Háskólinn í Reykjavík býður tæplega 700 námskeið á ári; rúmlega 500 í grunnnámi og u.þ.b. 160 á meistarastigi með þarfir nemenda og atvinnu- lífsins í huga. ■ Háskólinn í Reykjavík er þekkingarsamfélag þar sem lögð er rík áhersla á góða og persónulega þjónustu við nemendur. ■ Við Háskólann í Reykjavík eru starfræktar 16 rannsóknar- stofnanir. ■ Háskólinn í Reykjavík er stað- settur í Nauthólsvík í nýrri og glæsilegri 30.000 fermetra háskólabyggingu. ■ Umsóknarfrestur um nám í HR er til 5. júní.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.