Fréttablaðið - 28.04.2011, Qupperneq 30
28. APRÍL 2011 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● skólar & námskeið
SÍÐASTI SKILADAGUR TILNEFNINGA Síðasti skiladagur til-
nefninga til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla er í dag. Allir sem vilja
vekja athygli á vel unnum verkefnum sem hafa stuðlað að jákvæðu sam-
starfi heimila, skóla og nærsamfélagsins, eru hvattir til að senda inn til-
nefningu. Hægt er að senda inn tilnefningar á rafrænan hátt með því að
fylla út eyðublað hér á heimasíðu samtakanna www.heimiliogskoli.is.
Verðlaunin verða veitt í sextánda sinn í Þjóðmenningarhúsinu 24. maí.
Frá verðlaunaafhendingu á síðasta ári.
Listdansskóli Íslands var stofn-
aður árið 1952. Við skólann hafa
alla tíð starfað úrvalskennarar og
er ákveðið mat lagt til grundvall-
ar inntöku nemenda sem fram fer
að vori og hausti. Rafræn skráning
fyrir veturinn 2011 til 2012 er nú í
fullum gangi og fara inntökuprófin
fram laugardaginn 30. apríl næst-
komandi. Sjá nánari upplýsingar á
www.listdans.is.
Í Listdansskóla Íslands fer
fram öflug og metnaðarfull dans-
kennsla þar sem gæði, skilningur,
þekking og fagmennska eru lykil-
atriði. Námið í Listdansskólan-
um einkennist fyrst og fremst af
mikilli og góðri tæknivinnu. Kröf-
ur eru gerðar um aga og ástund-
un. Jafnframt er lögð áhersla á að
í skólanum ríki gott andrúmsloft
þar sem nemendum geti liðið vel.
Listdansnámi skólans er skipt í tíu
samliggjandi stig: sjö stig á grunn-
skólastigi, 9 til 15 ára, og þrjú stig
á framhaldskólastigi, 16 ára og
upp úr.
Listdansskóli Íslands hefur það
að meginmarkmiði að mennta
framtíðarlistdansara og undirbúa
nemendur fyrir nám á háskóla-
stigi. En það er einnig markmið
skólans að veita þeim nemendum
sem stunda námið sér til ánægju,
framúrskarandi kennslu og þjálf-
un og veita þeim innsýn í aðra
framtíðarmöguleika tengda dans-
inum.
Listdansskóli Íslands hefur
sýnt fram á að hann hefur um ára-
bil byggt upp hæfileikaríka og
sterka atvinnudansara. Nemend-
ur hafa sýnt framúrskarandi ár-
angur hér á landi í undankeppni
í klassískum sólóum fyrir nor-
rænu keppnina Stora Daldansen
sem haldin er árlega í Svíþjóð og
hafa jafnframt aðrir náð einstak-
lega góðum árangri í keppninni
sjálfri. Nemendur úr Listdans-
skólanum hafa fengið inngöngu í
virta skóla eins og Juilliard í New
York, P.A.R.T.S Í Brussel, sænska
ballettskólann og víðar. Enn aðrir
hafa farið beint í atvinnumennsk-
una hjá Íslenska dansflokknum,
IT DANZA, Scapino, Gautaborg-
arballettinum, Hanover-ballett-
flokknum og víðar. Margir hafa
unnið sem sóló- og aðaldansarar
við ýmsa dansflokka bæði í Evr-
ópu, Asíu og í Bandaríkjunum. Þá
gerðu nemendur Listdansskólans
mikla lukku á Keðju í Kuopio sum-
arið 2009 og hlutu þeir styrk frá
Finnlandi til að sækja hátíðina í
Kuopio 2010.
Listdansskóli Íslands setur upp
þrjár nemendasýningar á ári í at-
vinnuleikhúsum, bæði á haustönn
og vorönn. Með því að sýna fyrir
áhorfendur öðlast nemendur mik-
ilvæga reynslu í því að koma fram
og fá að njóta sín á stóru sviði.
Nemendasýningar Listdansskól-
ans hafa verið einstaklega metn-
aðarfullar og glæsilegar og er
það gleðiefni að samvinna við ís-
lensk tónskáld og hljóðfæraleikara
hefur aukist síðustu ár. Þá hefur
samstarf við Sinfóníuhljómsveit
Íslands eflst enn frekar og verða
nemendur Listdansskólans með á
jóla- og vortónleikum sveitarinnar
í Hörpu 2011-2012. Listdansskóli
Íslands mun setja upp veglega af-
mælissýningu árið 2012 í tilefni
þess að 60 ár eru frá stofnun hans.
Listdansskóli Íslands er í
fararbroddi í listdansnámi
Úr Gæsamömmusvítu. Atriði yngstu nemendanna úr vorsýningu Listdansskólans
2011 í Þjóðleikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Löng seta yfir kennslubókum getur tekið sinn
toll. Til að ná sem bestum árangri við
próflesturinn þarf að fara vel með sig og
hugsa um líkamann.
Hollt mataræði er nauðsynlegt
alla daga en þó sérstaklega þegar
líkaminn er undir álagi. Heilinn þarf
omega-3 fitusýrur til að starfa og
fiskur er ríkur af þeim. Borðaðu því
fisk í hádeginu og taktu lýsi með
morgunmatnum.
Drekktu vatn. Oft er talað um að líkaminn
þurfi einn og hálfan lítra af vatni á dag til
að starfa rétt. Einhverjar rannsóknir hafa
þó sýnt að það sé ríflega áætlað, nóg sé að
drekka þegar þú finnur til þorsta. Gleymdu
bara ekki að fá þér vatnsglas öðru hvoru við
lesturinn.
Svefn er mikilvægur svo að
líkaminn virki á fullum styrk. Of lítill
svefn getur haft áhrif á skammtímaminnið,
þannig að langar vökur fara ekki saman við próf-
lestur. Svefnþörf fólks er einstaklingsbundin en meðal
svefnþörf fullorðinna er sjö og hálfur tími. Gættu þess að
fá minnst sex tíma svefn og farðu í háttinn fyrir miðnætti.
Andoxunarefni holl fyrir
heilann. Litríkir ávextir
og grænmeti eru rík af
andoxunarefnum. Hafðu
jarðarber, bláber, mangó
eða gulrætur við höndina
sem nasl.
HOLLRÁÐ VIÐ
PRÓFLESTUR
Súrefni er líkamanum nauðsynlegt. Ef
veðrið er gott er tilvalið að leggjast út í
lestur. Gríptu með þér teppi eða svefnpoka
og lestu úti í sólinni. Ef veðrið býður ekki
upp á að lesa úti undir berum himni skaltu
tjalda. Þar sem ferðamannastraumurinn er
ekki enn hafinn, ættirðu að fá gott næði á
tjaldstæðum landsins.
Amínósýran theanín í tei bætir athygli og
einbeitni, þannig að fjórir bollar af tei á
dag hjálpa til við próflesturinn. Tuttugu
mínútum eftir að theaníns er neytt vex
magn þess í blóðinu og áhrifin vara í þrjá til
fjóra tíma. Nánar má lesa um áhrif theaníns
í grein eftir Ævar Jóhannesson á heilsu-
hringurinn.is
Kaffi eykur einnig einbeitinguna
tímabundið en of mikil kaffidrykkja eykur
streitu og getur truflað svefn. Takmarkaðu
því kaffidrykkjuna við tvo til þrjá kaffibolla
á dag. Kaffi er líka vatnslosandi, þannig að
gott ráð er að drekka alltaf eitt vatnsglas
með hverjum bolla til að halda vatnsbúskap
líkamans í jafnvægi.
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 |
Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is
s. 512 5462 og Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is s. 512 5447.
Inntökupróf fara fram:
laugardaginn 30. apríl 2011
Grunnskóladeild árgangar 2000
til 2002 (9 til 11 ára) milli klukkan
11:00 og 13:00
Framhaldsdeild árgangur 1995 og
eldri, milli klukkan 14:00 og 16:00
Rafræn skráning á listdans.is
Farsæl starfsemi í 60 ár
Skólaárið 2011–2012
Mynd: Valgarður Gíslason
Þekking
Reynsla
Fagmennska
Gæði
Úrvalskennarar í klassískum
og nútíma listdansi