Fréttablaðið - 28.04.2011, Síða 32
28. APRÍL 2011 FIMMTUDAGUR
● GREINDARPRÓF MÆLA EINNIG HVATNINGU OG
ÁHUGA Ný bandarísk rannsókn Pennsylvaníuháskóla í Philadelphia
sýnir að greindarpróf eru ekki síður mæling á hvatningu og áhuga en á
greind.
Í rannsókninni, sem var birt
í Proceedings of the National
Academy of Sciences, kom
fram að góð frammistaða á
greindarprófi krefðist bæði
góðrar greindar og mikils
áhuga en léleg frammistaða gat
verið mæling á skorti á báðum
þáttum.
Rannsakendur notuðu niður-
stöður langtíma rannsóknar á
250 drengjum sem fylgt var eftir
í nokkur ár frá unglingsaldri. Þar
kom í ljós að sumir einstaklingar
reyndu meira á sig en aðrir og því gæti keppnisskap komið sumum
lengra en öðrum.
Þessar niðurstöður koma sálfræðingum þó ekki á óvart því ávallt hefur
verið vitað að greindarpróf mæla sambland af greind og umhverfis-
áhrifum. Þó má draga ýmsar ályktanir af því ef fólk finnur sig ekki knúið
til að standa sig vel á greindarprófi.
● MARÍA KENNIR FRAMKOMU Leik-
konan, leikstjórinn og fjölmiðlakonan María
Ellingsen heldur áhugavert námskeið í Opna
háskólanum í lok maí. Námskeiðið ber heitið
Framkoma og tjáning og þar mun María þjálfa
þátttakendur í að gera á skilmerkilegan hátt
grein fyrir máli sínu, tala af öryggi fyrir framan
hóp fólks og auka útgeislun. Nánari upplýsing-
ar á opnihaskolinn.is
Við Landbúnaðarháskóla Íslands á
Hvanneyri er hægt að stunda nám
til BS prófs á fimm námsbrautum:
Búvísindum, hestafræði, náttúru-
og umhverfisfræði, skógfræði/
landgræðslu og umhverfisskipu-
lagi, sem er fornám að landslags-
arkitektúr. Einnig er boðið upp á
meistara- og doktorsnám. Þá eru
fimm námsleiðir á framhalds-
skólastigi; búfræði og garðyrkju-
greinar.
Rösklega fjögur hundruð nem-
endur stunda nám við skólann
og segja nemendur smæð skól-
ans mikinn kost. „Maður er fljót-
ur að kynnast öllum og eins kemst
fólk í gott samband við kennarana.
Ef eitthvað er að er lítið mál að
spjalla við þá beint,“ segir Iðunn
Hauksdóttir, nemandi á lokaári í
náttúru- og umhverfisfræði.
„Hér á staðnum búa um 150 til
200 nemendur á nemendagörðun-
um en margir keyra í skólann. Það
tekur klukkutíma að keyra hing-
að frá Reykjavík,“ útskýrir Iðunn
sem mælir eindregið með því að
fólk búi á staðnum og taki þátt í
félagslífinu. „Við erum dugleg að
búa til okkar eigin heimatilbúnu
skemmtanir. Til dæmis stendur
Hrútavinafélagið Hreðjar fyrir
hrútauppboði. Þá er hægt að kaupa
sér hlut í hrút sem er síðan grill-
aður ofan í hluteigendur á vorin,“
segir Iðunn og hlær. „Við erum
líka með okkar eigin spurninga-
keppni, sem er kölluð „viskukýr-
in“ þar sem nemendur, kennarar
og heimamenn á Hvanneyri keppa
um gripinn Viskukúna og Logi
Bergmann er spyrill.“
Nemendur sem eiga hesta geta
haft þá með sér – óháð því hvaða
nám eigandinn stundar.
Iðunn segist eiga eftir að sakna
tímans á Hvanneyri og þannig
sé örugglega um fleiri. „Það er
góð upplifun að búa í litlu samfé-
lagi. Tíminn á Hvanneyri er mjög
skemmtilegur.“
Heimasíða skólans er www.lbhi.
is.
Samheldið samfélag
Iðunn Hauksdóttir er á lokaári sínu
í Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún
segir gott að stunda nám í litlum skóla.
MYND/ÁSKELL ÞÓRISSON
Komdu og kynntu þér málið
Opinn dagur á Ásbrú
laugardaginn 30. apríl, kl. 12:00 - 16:00
Aldrei auðveldara að mennta sig
BS nám í tæknifræði ásamt íbúð
frá kr. 63.000 á mánuði
keilir.net
facebook.com/keilir
Hjá Orku- og tækniskóla Keilis getur þú lært:
Orku- og umhverfistæknifræði og Mekatróník (véla- og tölvutæknifræði)
Einstaklingsmiðaðar lausnir fyrir þá sem hafa ekki lokið stúdentsprófi
www.lbhi.is
Náttúru- og
umhverfisfræði
Almenn náttúrufræði
og náttúrunýting
Skógfræði /
Landgræðsla
Umhverfisskipulag
Aðfararnám til landslags-
arkitektúrs og
skipulagsfræða
Búvísindi
Hestafræði
Landbúnaðarháskóli
Íslands
Hvanneyri - 311 Borgarnes
Umsóknarfrestur um
háskólanám er til
4.
júní