Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2011, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 28.04.2011, Qupperneq 32
28. APRÍL 2011 FIMMTUDAGUR ● GREINDARPRÓF MÆLA EINNIG HVATNINGU OG ÁHUGA Ný bandarísk rannsókn Pennsylvaníuháskóla í Philadelphia sýnir að greindarpróf eru ekki síður mæling á hvatningu og áhuga en á greind. Í rannsókninni, sem var birt í Proceedings of the National Academy of Sciences, kom fram að góð frammistaða á greindarprófi krefðist bæði góðrar greindar og mikils áhuga en léleg frammistaða gat verið mæling á skorti á báðum þáttum. Rannsakendur notuðu niður- stöður langtíma rannsóknar á 250 drengjum sem fylgt var eftir í nokkur ár frá unglingsaldri. Þar kom í ljós að sumir einstaklingar reyndu meira á sig en aðrir og því gæti keppnisskap komið sumum lengra en öðrum. Þessar niðurstöður koma sálfræðingum þó ekki á óvart því ávallt hefur verið vitað að greindarpróf mæla sambland af greind og umhverfis- áhrifum. Þó má draga ýmsar ályktanir af því ef fólk finnur sig ekki knúið til að standa sig vel á greindarprófi. ● MARÍA KENNIR FRAMKOMU Leik- konan, leikstjórinn og fjölmiðlakonan María Ellingsen heldur áhugavert námskeið í Opna háskólanum í lok maí. Námskeiðið ber heitið Framkoma og tjáning og þar mun María þjálfa þátttakendur í að gera á skilmerkilegan hátt grein fyrir máli sínu, tala af öryggi fyrir framan hóp fólks og auka útgeislun. Nánari upplýsing- ar á opnihaskolinn.is Við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri er hægt að stunda nám til BS prófs á fimm námsbrautum: Búvísindum, hestafræði, náttúru- og umhverfisfræði, skógfræði/ landgræðslu og umhverfisskipu- lagi, sem er fornám að landslags- arkitektúr. Einnig er boðið upp á meistara- og doktorsnám. Þá eru fimm námsleiðir á framhalds- skólastigi; búfræði og garðyrkju- greinar. Rösklega fjögur hundruð nem- endur stunda nám við skólann og segja nemendur smæð skól- ans mikinn kost. „Maður er fljót- ur að kynnast öllum og eins kemst fólk í gott samband við kennarana. Ef eitthvað er að er lítið mál að spjalla við þá beint,“ segir Iðunn Hauksdóttir, nemandi á lokaári í náttúru- og umhverfisfræði. „Hér á staðnum búa um 150 til 200 nemendur á nemendagörðun- um en margir keyra í skólann. Það tekur klukkutíma að keyra hing- að frá Reykjavík,“ útskýrir Iðunn sem mælir eindregið með því að fólk búi á staðnum og taki þátt í félagslífinu. „Við erum dugleg að búa til okkar eigin heimatilbúnu skemmtanir. Til dæmis stendur Hrútavinafélagið Hreðjar fyrir hrútauppboði. Þá er hægt að kaupa sér hlut í hrút sem er síðan grill- aður ofan í hluteigendur á vorin,“ segir Iðunn og hlær. „Við erum líka með okkar eigin spurninga- keppni, sem er kölluð „viskukýr- in“ þar sem nemendur, kennarar og heimamenn á Hvanneyri keppa um gripinn Viskukúna og Logi Bergmann er spyrill.“ Nemendur sem eiga hesta geta haft þá með sér – óháð því hvaða nám eigandinn stundar. Iðunn segist eiga eftir að sakna tímans á Hvanneyri og þannig sé örugglega um fleiri. „Það er góð upplifun að búa í litlu samfé- lagi. Tíminn á Hvanneyri er mjög skemmtilegur.“ Heimasíða skólans er www.lbhi. is. Samheldið samfélag Iðunn Hauksdóttir er á lokaári sínu í Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún segir gott að stunda nám í litlum skóla. MYND/ÁSKELL ÞÓRISSON Komdu og kynntu þér málið Opinn dagur á Ásbrú laugardaginn 30. apríl, kl. 12:00 - 16:00 Aldrei auðveldara að mennta sig BS nám í tæknifræði ásamt íbúð frá kr. 63.000 á mánuði keilir.net facebook.com/keilir Hjá Orku- og tækniskóla Keilis getur þú lært: Orku- og umhverfistæknifræði og Mekatróník (véla- og tölvutæknifræði) Einstaklingsmiðaðar lausnir fyrir þá sem hafa ekki lokið stúdentsprófi www.lbhi.is Náttúru- og umhverfisfræði Almenn náttúrufræði og náttúrunýting Skógfræði / Landgræðsla Umhverfisskipulag Aðfararnám til landslags- arkitektúrs og skipulagsfræða Búvísindi Hestafræði Landbúnaðarháskóli Íslands Hvanneyri - 311 Borgarnes Umsóknarfrestur um háskólanám er til 4. júní
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.