Fréttablaðið - 28.04.2011, Síða 33

Fréttablaðið - 28.04.2011, Síða 33
FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011 Vel ígrundað námsval sem byggir á áhuga, réttum upplýsingum og skilningi getur margfaldað ávinn- ing námsmannsins af námi sínu. Hjá Endurmenntun Háskóla Ís- lands starfar Kristín Birna Jónas- dóttir, náms- og starfsráðgjafi, og geta áhugasamir pantað viðtal hjá henni þar sem hún veitir endur- gjöf á vangaveltur varðandi nám. Náms- og starfsráðgjafi veit- ir einnig upplýsingar um náms- möguleika, forkröfur, uppbygg- ingu náms, væntanlegan afrakst- ur þess og fleira. Öllum sem hefja nám hjá End- urmenntun er boðið á námstækni- námskeið hjá Kristínu Birnu í upphafi misseris þeim að kostn- aðarlausu. Meðan á náminu stend- ur er jafnframt hægt að leita til hennar varðandi bætt vinnubrögð í námi og fleira er lýtur að náms- tækni, tímastjórnun, samskiptum og skipulagningu í hópastarfi og stjórnun prófkvíða. Hægt er að hafa samband við Kristínu Birnu á netfanginu kristind@hi.is eða í síma 525 5296. Námsráðgjöf við Endurmenntun HÍ Kristín Birna Jónasdóttir, námsráðgjafi Endurmenntunar Háskóla Íslands. SKAPAÐU ÞÍNA EIGIN FRAMTÍÐ TAKTU SKREFIÐ Námsráðgjöf og upplýsingar: sími 525 4444 endurmenntun.is - umsóknarfrestur til 9. september LEIÐSÖGUNÁM Á HÁSKÓLASTIGI GÆÐASTJÓRNUN FRAMKVÆMDAFERLI MANNVIRKJAGERÐAR – fjármögnun, samningar, útboðsreglur og uppgjör VERKEFNASTJÓRNUN – LEIÐTOGAÞJÁLFUN HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ - Eins árs þverfaglegt, hagnýtt nám - Tveggja ára nám fyrir sálfræðinga og geðlækna FJÖLSKYLDUMEÐFERÐ - NÁM Á MEISTARASTIGI NÁM TIL LÖGGILDDINGAR FASTEIGNA-, FYRIRTÆKJA OG SKIPASALA REKSTUR, STJÓRNUN OG MARKAÐSSETNING SMÁFYRIRTÆKJA – MARKVISS LEIÐ Einnig í fjarnámi Fjölskyldumeðferð er nýtt diplómanám við Endurmenntun Háskóla Íslands sem hægt er að ljúka með mastersprófi frá félagsráðgjafadeild HÍ. Kennslustjóri er Helga Þórðardóttir. „Fyrsti hópurinn er að útskrif- ast í vor með diplóma í fjölskyldu- meðferð og stór hluti hans heldur áfram og tekur mastersritgerðina. Þetta er þverfaglegt nám fyrir þá sem vinna með fólk,“ segir Helga Þórðardóttir, félagsráðgjafi og fjölskylduþerapisti. Hún segir vaxandi áherslu lagða á það í þjóð- félaginu að styrkja aðstandendur þeirra sem stríði við erfiðleika á borð við alvarleg veikindi, enda hafi þeir áhrif á alla í fjölskyld- unni. Helga segir hið nýja nám byggt á Evrópustaðli, því geti þeir sem hafi próf í því upp á vasann, sótt um vinnu hvar sem er í álfunni. En hvaða grunn eiga þeir að hafa þegar þeir byrja? „Undirstaðan er BA eða BS á félags- og heilbrigðis- sviði. Þeir sem sækja um þurfa að hafa tveggja til þriggja ára starfs- reynslu og vera í vinnu til að geta nýtt teoríuna þar. Þeir verða því að fá leyfi frá vinnuveitandanum til að geta farið í vikulangar náms- lotur þrisvar á hverri önn. Fyrir utan að praktisera í vinnunni það sem þeir læra í skólanum, eru nemendurnir í handleiðsluhópi og leshópi. Vettvangsferðir eru líka á dagskrá þannig að náminu fylgir mikil vinna meðan á því stendur.“ Það er tuttugu og fjögurra manna hópur sem er að útskrif- ast í vor að sögn Helgu og dreif- ist hann inn í heilbrigðiskerf- ið, félagslega kerfið, skólakerf- ið og kirkjuna. „Þá kemur þessi nýja sýn inn og áherslur um hvað fjölskyldan skiptir miklu máli og styrking hennar,“ segir Helga. „Það á við á öllum þessum svið- um.“ Sem dæmi nefnir Helga að sjálf vinni hún á átröskunardeild innan geðdeildar Landspítalans. Þar komi aðallega ungar stúlkur í meðferð inn á dagdeild eða göngu- deild. „Við sjáum hverju það skilar í þeim málaflokki að fá fjölskyld- una inn í okkar vinnu. Hún kemur í meðferð og við vinnum saman, hvort sem um er að ræða maka, foreldra eða systkini.“ Opið málþing verður í húsnæði Endurmenntunar þann 6. maí milli klukkan 13 og 16. Þar gerir útskriftarhópurinn grein fyrir verkefnum sem hann hefur verið að vinna. „Þá er fólk velkomið til okkar að hlusta,“ segir Helga. Hún tekur fram að umsóknarfrestur um námið sé til 30. maí og allir sem sæki um séu boðaðir í ein- staklingsviðtal. Upplýsingar eru á www.endurmenntun.is. Nám fyrir fólk sem vinnur með fólk „Fólk þarf að vera í vinnu með náminu til að fá þar efnivið í sín verkefni,“ segir Helga. MYND/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.