Fréttablaðið - 28.04.2011, Síða 34

Fréttablaðið - 28.04.2011, Síða 34
28. APRÍL 2011 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Náðu utan um verkefnin Kynning á MPM-námi við Háskóla Íslands fimmtudaginn 5. maí í Námu, við Endurmenntun HÍ kl. 12–13 Hvað er MPM? MPM stendur fyrir Master of Project Management eða meistaranám í verkefnastjórnun. Mjög hagnýtt stjórnunarnám samhliða starfi. Nemendur hljóta alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun sem gefin er út af Verkefnastjórnunarfélagi Íslands í umboði alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA). Markmið MPM-námsins eru að: - mennta og þjálfa nemendur í að takast á við margvísleg viðfangsefni með aðferðum verkefnastjórnunar. - mennta og þjálfa nemendur í sjálfstjórn, samskiptum, forystu, teymisvinnu og eflingu liðsheilda. - mennta og þjálfa nemendur til leiðandi starfa á fjölbreytilegum starfsvettvangi á Íslandi og erlendis. - undirbúa nemendur undir alþjóðlegar vottanir (IPMA) á þekkingu sinni, reynslu og færni. - viðhalda og efla þekkingu á verkefnastjórnun og skapa nýja þekkingu á sviðinu. - samþætta innsýn úr hug-, félags-, viðskipta- og verkvísindum með hagnýtum hætti. - þjálfa framtíðarleiðtoga sem eru færir um að gera það sem gera þarf. Fyrir hverja? Meistaranám í verkefnastjórnun er opið þeim sem hafa lokið BA/BS/B.ed. eða sambærilegu námi. Nemendur skulu hafa minnst 3 ára reynslu úr atvinnulífinu og æskilegt er að þeir hafi umtalsverða reynslu af því að starfa í verkefnum. www.mpm.is PI PA R \T B W A - S ÍA 1 1 1 1 0 5 Kennarar í meistaranámi í verk- efnastjónun (MPM) fylla flokk fremstu kennimanna á sviði verk- efnastjórnunar. Þeirra á meðal eru eftirtaldir: Dr. Steve Epping- er frá MIT, Dr. Mark Morgan frá Stanford, Dr. Darren Dalcher frá Middlesex University, Birgitta Greger og Fabian Berg frá HLP Management Consultants í Frank- furt, Dr. Markus Zoller frá Zü- rich, Dr. Ethne Swartz frá Fair- laigh Dickinson University, Flor- ence Kennedy frá Heriot-Watt í Skotlandi, Dr. Morten Fangel fyrr- um forseti International Project Management Association (IPMA) og Benjamin Lund frá Danmörku. Erlendir kennarar Florence Kennedy er meðal kennara í meistaranámi í verkefnastjórnun. Meistaranám í verkefnastjórnun, MPM, við iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands hefur sannað gildi sitt. Útskrifaðir nemendur þess vinna víðsvegar í samfélaginu að því að bæta skipulag, verkferla sem og vinnulag innan fyrirtækja, félagasamfélaga, skóla, stofnana og stjórnkerfisins. Til að kynnast meistaranámi í verkefna- stjórnun nánar var leitað til Dr. Hauks Inga Jónassonar og Dr. Helga Þórs Inga- sonar sem komu náminu á laggirnar og stýra því. Hvað er Meistaranám í verkefnastjórn- un - MPM? „Frómt frá sagt þá er Meistaranám í verkefnastjórnun (MPM) eitt áhugaverð- asta og hagnýtasta nám sem er í boði,“ segir Haukur og brosir. „Þetta eru stór orð en sannleikurinn er sá að það sem kennt er í náminu er nákvæmlega það sem íslenskt samfélag — stofnanir þess, félög og fyrir- tæki — þarfnast: Hugvit, siðvit og verks- vit. Námið er áhugavert vegna þess að víða er komið við sögu og nemendur fá að kynn- ast mörgu af því sem best er vitað um skil- virkni, hagsýni, gæði, stjórnun, sálræn ferli, hópa og menningu.“ Helgi tekur við og segir námið vera hagnýtt vegna þess að í því séu allir þess- ir þættir settir í það samhengi að nemand- inn eigi að geta gengið beint til verks. Stutt sé við uppbyggingu á hvaða sviði sem er. „Eftir að íslenskt samfélag hefur hlaupið á vegg er gagnlegt að staldra við, endur- meta stöðuna og byggja upp með ábyrgum hætti. Þessu fylgja mögulega vaxtarverk- ir, en þetta er það sem við leggjum okkur fram um að kenna í náminu,“ bætir hann við. Hverjir ættu að sækja um meistaranám í verkefnastjórnun? „Við viljum helst fleyta rjómann og fá til okkur hæfileikaríkt og metnaðarfullt fólk með mikinn áhuga á því að byggja upp og bæta á öllum sviðum. Það sem fólk fær út úr náminu er þekking og reynsla sem nýt- ist hvar sem er á jörðinni. Inntökukröf- urnar eru BA, BS, Bed eða sambærilegt nám. Þá viljum við að fólk sé ekki að koma beint frá skólaborði heldur hafi reynslu úr atvinnulífinu. Það er erfitt að kenna stjórnun þeim sem aðeins þekkja til henn- ar úr uppeldi sínu eða frá samstarfi kenn- ara og nemenda. Mér sjálfum finnst mjög gaman að kenna fólki sem hefur bakgrunn í náttúruvísindum, tækni og verkfræði,“ segir Haukur. Helgi tekur við og segir að sér finn- ist mjög gaman að kenna fólki sem á bak- grunn í menntun, listum og hugvísind- um. „Ég held að okkur finnist báðum mjög gefandi að kenna heilbrigðisstarfsfólki og listafólki,“ segir hann. „Og mér sýnist að samkennurum okkar finnist gaman að kenna öllum,“ bætir Haukur við og hlær. „En að öllu gríni slepptu og til að svara spurningunni, þá ættu allir að sækja um sem hafa áhuga, getu, vilja og þor til að taka stakkaskiptum og læra eitthvað sem er í senn mjög hagnýtt og gefandi.“ Vaxtarverkir og verkefnastjórnun á Íslandi Haukur Ingi Jónasson og Helgi Þór Ingason komu meistaranámi í verkefnastjórnun, MPM, við iðnaðarverk- fræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands á laggirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ● MPM MEISTARANÁM Í VERKEFNASTJÓRNUN er kennt á íslensku, en þótt það miðist fyrst og fremst við íslenskar aðstæður miðast kennslan við alþjóðleg hæfniviðmið í verkefnastjórn- un sem gilda í Bandaríkjunum og víðar. Þótt námið kallist meistaranám í verk- efnastjórnun hefur það víðari skírskotun því verkefna- stjórnun getur bæði falið í sér að einu stóru verkefni sé stjórnað, heilli verkefnastofnun eða nokkrum verkefnum sam- tímis. Sterk áhersla á siðferðislega ábyrga framvindu, sjálfbæra þróun og virðingu fyrir lífi og menningu er í náminu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.