Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2011, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 28.04.2011, Qupperneq 48
28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR32 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson TÓNLISTINN Vikuna 21. - 27. apríl 2011 LAGALISTINN Vikuna 21. - 27. apríl 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Adele ...................................................Someone Like You 2 Valdimar ..............................................................Yfirgefinn 3 Bubbi Morthens................................................... Ísabella 4 Megas & Senuþjófarnir ...Lengi skal manninn reyna 5 Jessie J ..................................................................Price Tag 6 Magni .....................................................Ég trúi á betra líf 7 Mugison ....................................................................Haglél 8 Rihanna ........................................................................ S&M 9 Dalton ......................................... Viltu þiggja minn koss 10 Valdimar ............................................................. Brotlentur Sæti Flytjandi Plata 1 Megas og Senuþjófarnir ..... (Hugboð um) vandræði 2 Ýmsir ......Eurovision Song Contest 2011: Düsseldorf 3 Valdimar ............................................................Undraland 4 Úr leikriti ......................................Ballið á Bessastöðum 5 Svavar Knútur ..........................................................Amma 6 Björgvin Halldórsson .............................................Duet II 7 Justin Bieber ....................................................My Worlds 8 Elly Vilhjálms .......................................... Heyr mína bæn 9 Sin Fang ................................................. Summer Echoes 10 Ýmsir ..........................................................Það er bara þú Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: Fleet Foxes var án nokk- urs vafa ein af hljómsveit- um ársins 2008. Frumburði hljómsveitarinnar var gríð- arlega vel tekið, en nú er önnur platan á leiðinni og væntingarnar eru miklar. Önnur breiðskífa Fleet Foxes, Help- lessness Blues, kemur út í byrjun maí. Í fyrstu átti platan að vera tekin upp á stuttum tíma og for- sprakkinn Robin Pecknold sagði í viðtali við tónlistarvefinn Pitchfork að allur söngur ætti að vera tekinn upp í einni tilraun. „Þannig að ef við klúðrum einhverju vil ég halda því á plötunni,“ sagði hann. „Ég vil ekki að raddirnar verði gallalausar og ég vil að það sé gítarklúður.“ Pecknold og félagar hættu svo við þessa hugmynd, hentu því sem þeir voru búnir að taka upp og byrjuðu upp á nýtt. Þeir gáfu sér góðan tíma í upptökurnar og afraksturinn lofar góðu, miðað við titillagið sem er þegar byrjað að hljóma á öldum ljósvakans. Nokkur tónlistartímarit hafa þegar birt dóma um plötuna, hið bandaríska Spin gefur plötunni níu af tíu mögulegum og í dómn- um kemur meðal annars fram að tónlistin sé mýkri en á fyrri plöt- unni. Þá kemur fram að útsetn- ingarnar séu metnaðarfyllri og áhrifin frá breskum skynörvunar- hljómsveitum sjöunda áratugarins áþreifanlegri en amerísku áhrifin sem einkenndu fyrri plötuna. Loks segir í dómi Spin að Fleet Foxes sé undir miklum áhrifum frá Simon & Garfunkel, sérstaklega í titil- laginu. Fleet Foxes var hljómsveit ársins 2008. Fyrsta plata hljómsveitarinn- ar seldist vel og náði efsta sæti á fjölmörgum listum yfir plötur árs- ins. Það er því mikil pressa á strák- unum í Fleet Foxes, sem eru flestir á miðjum þrítugsaldrinum. Í viðtali við Rolling Stone í febrú- ar á þessu ári sagði Robin Peckn- old að nýja platan fjallaði um spurningarnar hver við ætlum að vera og hvers vegna við gerum það sem við gerum, ástarsambönd og annað slíkt. „Mér fannst í lagi að fjalla um þessa hluti vegna þess að kynslóðin mín er frekar full af sjálfri sér,“ sagði hann. „Það hefði verið merkingarlaust að heyra mót- mælalög um heimsfrið frá okkur.“ atlifannar@frettabladid.is Fleet Foxes full af sjálfri sér GÓÐIR DÓMAR Nokkur blöð hafa þegar birt dóma um nýja plötu Fleet Foxes og eru þeir flestir afar jákvæðir. Nú styttist í að stóra húsið við höfnina, Harpan, klárist og þar með opnast nýir og spennandi kostir fyrir tónleikahald í Reykjavík. Sinfó og Óperan fá þar inni eins og kunnugt er, en það er líka pláss fyrir alls konar öðruvísi tónleika í þeim fjórum sölum sem eru í húsinu og þegar er farið að selja miða á ýmsa atburði. Það verður að segjast eins og er að fyrstu popptónleikarnir sem var tilkynnt að yrðu í Hörpu lofuðu ekki mjög góðu. Cyndi Lauper er ekki beint það ferskasta í tónlistinni á árinu 2011 og Dylan-afmælistónleikarnir sem voru auglýstir með viðhöfn eru jú bara tribjút-tónleikar – ekkert að því svo sem, en maður gerði sér vonir um aðeins bitastæðari hluti í þessu dýra og fína húsi. Og úr rættist. Nú þegar hafa nokkrir mjög spennandi tónleikar verið bókaðir í Hörpu. Í fyrsta lagi skal nefna heimstónlistarsveit- ina Afrocubism sem spilar í húsinu 28. júní. Þetta er sannkölluð ofursveit sem inniheldur marga af frægustu tónlistarmönnnum Malí og Kúbu. Fyrsta platan, samnefnd sveitinni, kom út í fyrra og er þegar orðin klassík. Á Listahátíð spila í Hörpunni meðal ann- arra Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson (20. maí) og spænska gleðisveitin Ojos de Brujo (27. maí), en hún blandar flamenco-tónlist með ýmsum afbrigðum popptónlistar, meðal annars hip-hoppi, reggí og danstónlist. Og svo er það sjálfur Elvis Costello. Ferill hans er meistaraverkum stráður og hann hefur komið víða við í tónlistinni. Costello spilar allt frá síðpönki yfir í klassík með viðkomu í ýmsum afkimum poppsins. Upplýsingar um það með hvaða sniði tónleikarnir hans í Hörpu verða liggja ekki fyrir, en það má bóka góða kvöldstund. Costello spilar í Hörpu 21. nóvember og miðasalan, sem hófst á þriðjudaginn, fór mjög vel af stað. Lifnar yfir Hörpunni GÓÐUR GESTUR Snillingurinn Elvis Costello spilar í Hörpu í haust. NORDICPHOTOS/GETTY > Í SPILARANUM Beastie Boys - Hot Sauce Committee Part Two Okkervil River - I Am Very Far Metronomy - The English Riviera Prefuse 73 - The Only She Chapters Gusgus - Arabian Horse > PLATA VIKUNNAR Steve Sampling - The Optimist ★★★ „Steve Sampling bregst ekki boga- listin á sinni fjórðu plötu.“ TJ Nýtt lag sem tónlistarmaðurinn Damon Albarn tók upp með Dan the Automator og Kid Koala gengur nú hratt á milli tónlistar- unnenda á netinu. Lagið komst í umferð eftir að Kid Koala spilaði það í útvarps- þætti á þriðjudagskvöldið. Tónlistarmennirnir hafa ekkert látið uppi um lagið eða önnur sem kunna að fylgja í kjölfarið en almennt er talið að það verði á væntanlegri sólóplötu Dan the Automator. Albarn vann með þeim tveimur að fyrstu plötu Gorillaz árið 2001. Damon Albarn hefur annars látið lítið fyrir sér fara undan- farið. Hann og félagar hans í Blur virðast til að mynda ekki ætla að láta undan kröfum aðdáenda sveitarinnar um að hljóðrita nýja plötu. Albarn hefur hins vegar ákveðið að koma fram á tónlistarhá- tíðinni Manchester International Fest- ival í sumar. Þar mun hann frumflytja nýtt verk sem hann vinnur í samstarfi við leikstjórann Rufus Norris. Verk- ið kallast Doctor Dee og fjallar um fræðimanninn og gullgerðarmanninn John Dee sem var trúnaðarvinur Elísabetar I. Albarn mun sjálfur syngja í verkinu. Nýtt efni frá Damon DAMON ALBARN Vinnur með Kid Koala og Dan the Automator auk þess að frumflytja nýtt verk í Manchester í sumar. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Má bjóða ykkur meiri Vísi? ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM HEIMAVELLI Meiri Vísir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.