Fréttablaðið - 28.04.2011, Qupperneq 52
28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR36
folk@frettabladid.is
Quarashi kemur saman á
nýjan leik á Bestu útihá-
tíðinni sem verður haldin í
júlí. Söngvarinn Höskuldur
Ólafsson snýr aftur eftir að
hafa hætt óvænt árið 2003.
Rappsveitin Quarashi, sem hætti
störfum árið 2005, hefur ákveð-
ið að snúa aftur og spila á Bestu
útihátíðinni sem verður haldin
aðra helgina í júlí. Tíðindin eru
óvænt, sérstaklega í ljósi þess að
forsprakkinn Sölvi Blöndal vísaði
endurkomunni algjörlega á bug í
samtali við Fréttablaðið í síðasta
mánuði.
Endurkoma Quarashi er sér-
stök að því leyti að þetta verður
í fyrsta skiptið sem rappararn-
ir Höskuldur Ólafsson, Steinar
Fjeldsted, Ómar „Swarez“ Hauks-
son og Egill „Tiny“
Thorarensen koma allir
saman fram með sveit-
inni.
Hösk u ldu r h æt t i
óvænt í Quarashi árið
2003. Hann hefur und-
anfarin tvö ár stundað
meistaranám í Norwich
á Englandi, fyrst í list-
fræði og síðan í heim-
speki. Hann telur að
fimmtán ára afmæli
sveitarinnar hafi eitt-
hvað með endurkomuna
að gera. „Ég var búinn
að segja skilið við þenn-
an kafla lífs míns fyrir
löngu. Þetta hefur komið
upp reglulega í gegnum
árin, svona kommbakk,
en við höfum aldrei tekið
þau boð neitt alvarlega,“
segir Höskuldur. „Ég sagði skilið
við Quarashi þegar ég var 25 ára
og ég er núna 33 ára. Það er eng-
inn maður yfir 35 að fara að flytja
þessi lög aftur, þannig að það var
nú eða aldrei.“
Hann segist hafa þurft að hugsa
sig vel um áður en hann ákvað að
vera með á nýjan leik, enda mikið
að gera í skólanum og útskrift
fram undan í september. „Ég þarf
eiginlega að læra þessi lög aftur
upp á nýtt og þyrfti helst að fara
út að hlaupa. Ég er ágætlega á mig
kominn þrátt fyrir að hafa setið
yfir námsbókunum í hátt í tvö ár
en það er ekki fyrir hvern sem er
að rappa fimm hundruð orð á mín-
útu.“
Spurður út í brotthvarf sitt úr
Quarashi á sínum tíma og þrálát-
an orðróm um ósætti við upptöku-
stjórann og trommarann Sölva
Blöndal gefur Höskuldur upp
tvær útskýringar, þá opinberu
og þá réttu: „Við vorum búnir að
vera að túra í eitt og hálft ár og ég
var ástfanginn af ungri stúlku á
þessum tíma sem ég saknaði mjög
mikið. Þess utan var ég hálfnað-
ur með BA-nám í íslensku og bók-
menntafræði sem mig langaði að
taka upp aftur,“ greinir hann frá.
„En samband okkar Sölva var
líka komið á svolítið hálan ís. Það
gerist oft þegar tveir skapandi
menn sem eru ekki hræddir við
að segja sína skoðun koma saman.
Við vorum að klára Evróputúr og
vorum í lest á leið frá Mílanó til
Amsterdam. Sem við keyrum inn í
stór og löng jarðgöng í svissnesku
Ölpunum byrjuðum við Sölvi að
rífast um hvort Spinal Tap væri
alvöru mynd eða ekki. Þegar við
komum út úr þeim var ljóst að
samstarfið var á enda
runnið. Við sáum ljósið.“
Hin útskýring Hösk-
uldar er þessi: „Við
vorum á leiðinni út á
flugvöll eftir gigg í
Amsterdam eða Lond-
on og sem ég stíg upp í
bílinn átta ég mig á að
ég hef gleymt símanum
uppi á herbergi. Á leið-
inni niður festist lyft-
an. Strákarnir gátu að
sjálfsögðu ekki beðið
eftir mér því það var
aðeins klukkutími þar
til vélin færi í loftið.
Þegar ég kem heim til
Íslands nokkrum mán-
uðum seinna eru þeir
búnir að skipta mér út
fyrir Tiny.“
Spurður hvort það
hafi virkilega tekið hann nokkra
mánuði að losna úr lyftunni
útskýrir hann að hann hafi lent
í sérstaklega slæmum umferðar-
hnút á leiðinni út á flugvöll.
Hann segist aðeins ætla að
koma fram á þessum einu tónleik-
um í sumar en veit ekki með hina
í hljómsveitinni. Spurður hvort
hann mæti ekki í toppformi segir
hann: „Ég geri mitt besta. Að
vísu hefur okkar form verið mjög
furðulegt í gegnum tíðina. Ég man
að einu sinni spiluðum við í Wash-
ington DC fyrir framan fjörutíu
þúsund manns. Þá var Steini í
hjólastól eftir að hafa stokkið út
í áhorfendaskarann á tónleikum
í Rhode Island þannig að ég held
að mitt form verði seint slæmt ef
það er sett í samhengi við formið
á Steina þá.“ freyr@frettabladid.is
„Maður fer nú
ekki að vekja
upp þennan
dauða hest.
Eins vænt og
mér þykir um
Quarashi þá
er þetta ekki
að fara að
gerast.
SÖLVI BLÖNDAL
FRÉTTABLAÐIÐ 31.
MARS 2011
10
Larry Mullen Jr., trommari írsku
hljómsveitarinnar U2, leikur
í myndinni Man on the Train
sem verður frumsýnd á kvik-
myndahátíðinni í Cannes í næsta
mánuði. Þetta er fyrsta kvik-
myndahlutverk trommarans. Á
meðal mótleikara hans er Donald
Sutherland, sem hefur væntan-
lega gefið trommaranum góð ráð
við tökurnar. Man on the Train er
endurgerð franskrar myndar frá
árinu 2002. Mullen leikur mann
sem ákveður að ræna banka
í smábæ. Trommarinn tekur
einnig þátt í framleiðslu myndar-
innar, auk þess sem hann samdi
tónlistina.
Trommari á
hvíta tjaldið
U2 Larry Mullen Jr. (lengst til hægri)
hefur leikið í sinni fyrstu mynd.
Quarashi snýr aftur í júlí
FYRIR FIMMTÁN ÁRUM Hljómsveitin Quarashi þegar hún var að stíga sín fyrstu skref
fyrir fimmtán árum. Frá vinstri eru Höskuldur Ólafsson, plötusnúðurinn Richard
Hauksson og Steinar Fjeldsted. Sölvi Blöndal krýpur fyrir framan þá. MYND/ÞÖK
Á átta ára ferli sínum seldi
Quarashi um 400 þúsund plötur á
heimsvísu og hélt hundruð tónleika
í fjórum heimsálfum. Allar plötur
sveitarinnar náðu gullsölu á Íslandi
og seldust samanlagt í 30 þúsund
eintökum. Á árunum 2000-2003
var sveitin á mála hjá Columbia
Records og EMI
Music í Bandaríkjunum. Frumraun
hennar á Bandaríkjamarkaði, Jinx,
varð mjög vinsæl eftir að lagið
Stick ‘Em Up fékk útgáfu þarlendis
árið 2002.
Myndband sveitarinnar við Stick
‘Em Up var tilnefnt til MTV-verð-
launanna sem besta myndbandið
það árið.
FARSÆLL FERILL QUARASHI
MILLJÓNIR dala er verðmiðinn sem Osbourne-hjónin Ozzy og Sharon hafa sett á húsið sitt í Malibu, eða 1,2 milljarðar
króna. Það er því sex sinnum dýrara en hús Jóhannesar Jónssonar fyrir norðan sem seldist nýverið fyrir 200 milljónir.
Bíó ★★★
Arthur
Leikstjóri: Jason Winer
Aðalhlutverk: Russell Brand, Greta Gerwig, Helen Mirren
Góðlátlegt grín
Arthur er endurgerð samnefndrar kvikmyndar frá árinu 1981 þar sem Dudley
Moore heitinn leikur drykkfellda milljónamæringinn Arthur Bach sem verður
ástfanginn af stelsjúkri gengilbeinu. Fjölskylda hans vill hins vegar að hann
kvænist stúlku af góðum ættum og hótar að gera Arthur arflausan verði hann
ekki við þeim óskum.
Í þessari nýju uppfærslu er það breski spaugarinn Russell Brand sem fer
með hlutverk Arthurs. Hann gerir það nokkuð vel þrátt fyrir að vera ekki jafn
fyndinn og forveri hans í rullunni. Á meðan gamli Arthur var fyrst og fremst
þvoglumælt fyllibytta og leiðindaseggur er sá nýi sympatískari og mannlegri.
Úr verður að nýja myndin kom mér töluvert sjaldnar til að hlæja en dramatíkin
fannst mér sterkari.
Greta Gerwig er þrælfín í hlutverki almúgastelpunnar og hefur reyndar vinn-
inginn þar fram yfir Lizu Minelli, sem ég skildi aldrei almennilega hvað Arthur
sá við í frumgerðinni. Skemmtilegustu persónu gömlu myndarinnar hefur þó
verið breytt úr brytanum sem John Gielgud lék svo stórkostlega yfir í „barn-
fóstru“ en það er Helen Mirren sem reynir að tækla það og tekst ágætlega.
Þó andlitslyfting myndarinnar hafi tekist betur en ég þorði að vona hlýtur
maður samt að spyrja sig hvers vegna frábær gamanmynd er gerð upp á nýtt
með ekki meiri breytingum en hér hafa verið gerðar, en innst inni veit maður
auðvitað svarið. Haukur Viðar Alfreðsson
Niðurstaða: Krúttleg, rómantísk gamanmynd sem er brosleg frekar en
fyndin.
Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ.
Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is
- Í öll anddyri
- Hvaða stærð sem er
- Afgreidd á 2 dögum
• •B
U R
S TA G E R Ð I N
ÍS
L
E N S K U R I Ð N
A Ð
U
R