Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 4
10. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 DÓMSMÁL Stjórn Kaupþings var óheimilt að fella niður persónu- legar ábyrgðir á lánum sem starfs- menn höfðu fengið til að kaupa bréf í bankanum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp tvo dóma þess efnis í gær. Starfsmenn bankans fengu alls um 32 milljarða að láni til hluta- bréfakaupa, þar af voru um fimm- tán milljarðar með persónulegri ábyrgð. Stjórnin tók þá ákvörðun 25. september 2008, tveimur vikum fyrir bankahrun, að fella ábyrgð- irnar niður. Dómar gærdagsins snúast um lán til tveggja fyrrverandi starfs- manna, annars vegar samtals tæp- lega 700 milljóna lán til Helga Þórs Bergs og hins vegar lán til Þórðar Bogasonar, sem í september 2008 stóð í um 273 milljónum. Helgi var í persónulegri ábyrgð fyrir þorra lánsfjárhæðarinnar og er því gert að endurgreiða þrotabúi Kaupþings um 642 milljónir króna. Þórður var einungis í ábyrgð fyrir tíu prósentum láns síns og þarf því að endurgreiða 27,3 milljónir. „Það er ekki fallist á það að fólkið hafi verið á neinn hátt blekkt eins og haldið var fram. Það er bara fallist á að fólkinu hafi verið gefn- ir fjármunir,“ segir Guðni Ástþór Haraldsson, lögmaður slitastjórnar- innar. „Stjórnin greip náttúrlega bara til örþrifaráða vegna þess að hún var búin að koma sínum starfs- mönnum í þvílík vandræði að það varð að reyna að leysa þetta ein- hvern veginn.“ Verði þessi niðurstaða staðfest í Hæstarétti þýði það einfaldlega að slitastjórnin fái hluta fjármunanna til baka. Alls hefur slitastjórnin freistað þess að innheimta skuldirnar hjá um sextíu starfsmönnum gamla Kaupþings. Samið hefur verið við 35 manns um endurgreiðslur á hluta lánsfjárhæðarinnar eins og hún leit út í september 2008. „Fólki gafst færi á að borga 65 prósent af höfuðstólnum með þeim fyrirvara að krafa slitastjórnar ætti rétt á sér. Ef dómstólarnir hefðu dæmt þannig að hún ætti ekki rétt á sér hefðu menn fengið peningana til baka,“ útskýrir Guðni. Það er aðallega fólk sem skuldaði, og skuldar mikið til enn, lægri fjár- hæðir. „En það liggur fyrir að það eru margir í þeirri stöðu að geta væntanlega aldrei borgað það sem þeir skulda;“ segir Guðni. Formlega séu öll þau mál fyrir dómstólum en ekki sé útilokað að fólkið geti leit- að eftir samningum, enda sé slit- astjórninni mikið í mun að hámarka eigur þrotabúsins en hafi ekki sér- stakan áhuga á að keyra fólk í þrot. stigur@frettabladid.is Stjórnin greip náttúru- lega bara til örþrifa- ráða vegna þess að hún var búin að koma sínum starfs- mönnum í þvílík vandræði GUÐNI ÁSTÞÓR HARALDSSON LÖGMAÐUR SLITASTJÓRNAR KAUPÞINGS REIÐHJÓL Danskt tryggingafyrirtæki leggur sitt af mörkum til að efla sam- félagsverkefni í Afríku. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DANMÖRK Danska tryggingafélag- ið Alm. Brand hefur afráðið að efla samfélagsverkefni í Afríku með því að selja reiðhjól sem safnast upp í geymslum þess til Mósambík. Oft finnast stolin hjól eftir að búið er að greiða út trygginga- bætur til eigenda. Nú hefur Alm. Brand ákveðið að selja hjólin til fyrirtækis sem mun selja 1.000 mósambískum mjólkurbændum hjólin á góðum kjörum. Bændunum er þar með gert kleift að flytja framleiðslu sína á markað og afla sér stöðugra tekna, að upphæð fimm til átta Bandaríkjadala á dag. - þj Danskt tryggingafyrirtæki: Selur stolin hjól til Mósambík SANDGERÐI Engan sakaði þegar ammoníak lak af kælikerfi í húsi Slægingarþjónustu Suðurnesja í Sandgerði í fyrrakvöld. Menn frá slökkviliði Sandgerð- is fóru inn í húsið í hlífðarbúning- um og lokuðu fljótlega fyrir lek- ann. Þá var vindátt hagstæð og stóð út á haf, en ekki yfir bæinn. Einn af forsvarsmönnum Slæg- ingarþjónustunnar sagði í sam- tali við Fréttablaðið að engar skemmdir hefðu orðið á fiski sem var þar innandyra og starfsemi hófst strax aftur í gær. - þj Ammoníakleki í Sandgerði: Engar skemmd- ir urðu á fiski VÍSINDI Tíu ára gömul stúlka, sem var með blóðtappa í æð sem liggur frá þörmunum yfir í lifrina, fékk ígrædda nýja æð úr eigin stofnfrumum á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Stúlk- an losnar ekki bara við lifrar- ígræðslu, heldur einnig ævilanga lyfjameðferð vegna mögulegrar höfnunar. Tekinn var æðarbútur úr líf- færagjafa og hann meðhöndlaður með efnum þannig að allar frum- ur og erfðaefni hurfu. Eftir var stofn sem stofnfrumur stúlkunn- ar voru látnar vaxa á. Síðan var æðin grædd í barnið. Aðgerðin var gerð fyrir þremur mánuðum. - ibs Tíu ára stúlku bjargað: Æð búin til úr stofnfrumum EFNAHAGSMÁL Vöruskipti við útlönd voru jákvæð um 7,6 millj- arða króna í apríl. Fluttar voru út vörur fyrir 43,6 milljarða króna en innflutningur nam 36 milljörð- um, samkvæmt Hagstofu Íslands. Það sem af er ári hafa vöru- skiptin verið jákvæð um 32,1 milljarð króna. Útflutningur hefur numið 180 milljörðum en innflutn- ingur 147,9 milljörðum. Á sama tíma í fyrra höfðu vöruskiptin verið jákvæð um 38,6 milljarða, 6,5 milljörðum meira en í ár. - bj Vöruskiptin jákvæð í apríl: Niðurstaðan betri í fyrra VÍSINDI, AP Eitt af hverjum 38 börnum greinist með einkenni einhverfu samkvæmt nýrri rann- sókn sem gerð var í Suður-Kóreu og birt í bandarísku vísinda- tímariti. Til þessa hefur verið stuðst við bandaríska rannsókn sem gaf þær niðurstöður að eitt af hverjum hundrað börnum væri einhverft. Suður-kóresku vísindamenn- irnir telja nýju rannsóknina ekki benda til þess að einhverfa sé algengari í Suður-Kóreu en í Bandaríkjunum né að hún sé orðin algengari en áður var, held- ur nái rannsóknin til fleiri barna, líka þeirra sem ekki þurfi endi- lega á aðstoð að halda vegna ein- hverfueinkenna sinna. „Þetta þýðir ekki að skyndilega séu fleiri börn með einkenni á einhverfurófinu,“ segir Young- Shin Kim, einn höfunda rann- sóknarinnar. - gb Börn rannsökuð í S-Kóreu: Einkenni ein- hverfu algengari Eftirgjöf Kaupþings- manna var ólögmæt Á þriðja tug starfsmanna gamla Kaupþings gæti þurft að standa skil á milljarða króna skuldum eftir tvo dóma í gær. Þar komst héraðsdómur að því að stjórn bankans hefði ekki mátt fella niður persónulegar ábyrgðir þeirra af lánunum. STARFSMENN KAUPÞINGS FUNDA Flestir helstu lykilstarfsmenn bankans fyrir hrun fengu lán af þessu tagi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 26° 26° 20° 27° 26° 18° 18° 21° 20° 25° 22° 33° 18° 24° 18° 18° Á MORGUN 3-8 m/s. FIMMTUDAGUR Hæg norðlæg átt. 10 7 13 7 5 15 7 10 12 10 11 8 5 6 7 3 6 7 3 9 4 3 5 5 7 10 12 6 10 4 3 6 SKIN OG SKÚRIR Það er svo sem lítið hægt að kvarta undan veðrinu þessa dagana, en áfram verður milt í veðri og vindur tiltölulega hægur. Hins vegar má víða búast við skúrum á landinu á dag en björtu veðri og stöku síðdegis- skúrum syðra á morgun. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður BRETLAND, AP Embættismönnum virtist í gær hafa tekist að sann- færa fjárfesta um að Grikkir ætl- uðu ekki að yfirgefa evrusvæðið. Í það minnsta komst kyrrð á gengi evrunnar eftir umrót sem stafaði af ótta við afdrif Grikklands. Ljóst er hins vegar orðið að Grikkland þarf að biðja um frekari fjárhagsaðstoð, annað hvort meira lánsfé eða hagstæðari vaxtakjör á 110 milljarða evra láni sem Grikk- ir fengu á síðasta ári úr neyðar- sjóði Evrópusambandsins og frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. „Við teljum að Grikkir þurfi frekara aðlög- unarkerfi,“ sagði Je a n- Claude Juncker, forsætis- ráðherra Lúxem borgar, a ð l o k n u m fundi með fjár- málaráðherr- um Grikklands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu á föstudags- kvöld. Juncker er talsmaður evru- ríkjanna innan Evrópusambands- ins, en einnig sátu fundinn þeir Olli Rehn, peningamálastjóri ESB, og Jean-Claude Trichet, seðla- bankastjóri ESB. Að loknum fundinum sögðu ráðamenn Evrópusambandsins ekkert hæft í fullyrðingum þýska tímaritsins Spiegel um að grísk stjórnvöld stefndu á að taka upp drökmuna aftur en kasta evrunni. Giorgos Papakonstantinou, fjár- málaráðherra Grikklands, sagði Grikki hins vegar standa í því núna að finna leiðir til þess að lifa af næstu tvö árin, meðan mark- aðir virtust ætla að verða þeim að mestu lokaðir. - gb Embættismenn ESB segja ekkert hæft í því að Grikkir ætli að kasta evrunni: Grikkland þarf meiri aðstoð GIORGOS PAPA- KONSTANTINOU GENGIÐ 09.05.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,4551 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,64 114,18 185,91 186,81 163,44 164,36 21,916 22,044 20,738 20,86 18,202 18,308 1,4063 1,4145 181,72 182,8 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.