Fréttablaðið - 10.05.2011, Síða 6

Fréttablaðið - 10.05.2011, Síða 6
10. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Siemens þvottavélar, þurrkarar og uppþvottavélar á tilboðsverði. Hreint & klárt í maí HJÓL FYR IR ALLA FJÖLSKYL DUNA SKIPTIMA RKAÐUR MEÐ NOTU Ð REIÐHJÓ L 20% AFSL ÁTTUR AF AUKABÚN AÐI Á HJÓ L SKOTLAND Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, segir að sjálfstæði Skotlands sé nú óum- flýjanlegt. Flokkur hans, sem hefur á stefnuskrá sinni aðskiln- að Skotlands frá Bretlandi, náði meirihluta á skoska þinginu í kosningum á fimmtudag. „Mín skoðun er sú að sjálfstæði sé meira eða minna óumflýjan- leg örlög, en tímasetningin er auð vitað algerlega undir skosku þjóðinni komin,“ höfðu fjölmiðlar eftir Salmond. Spurningin snúist eingöngu um það hvenær efnt verði til þjóðar- atkvæðagreiðslu í Skotlandi um málið. Jafnvel Annabel Goldie, leiðtogi Íhaldsflokksins á Skot- landi, sem fékk reyndar aðeins fjórtán prósent atkvæða, hefur lýst sig fylgjandi því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur að vísu boðað afsögn sína vegna slaks gengis Íhalds- flokksins. David Cameron, forsætis- ráðherra Bretlands, sér hins vegar enga þörf fyrir þjóðar- atkvæðagreiðslu í Skotlandi og sagðist undrandi á því að Goldie skyldi ljá máls á því. Salmond telur þó enga þörf á að hraða þjóðaratkvæðagreiðslu, hugsanlega vegna þess að skoð- anakannanir benda til þess að einungis þriðjungur Skota myndi greiða atkvæði með stofnun sjálf- stæðs ríkis í Skotlandi. Hann segist stefna á að halda hana á seinni hluta kjörtímabils- ins, sem nú er að hefjast. Gott kosningagengi Þjóðar- flokksins, sem fyrir utan þjóð- ernismálið hefur að mestu sósí- aldemókratískar áherslur, má að nokkru rekja til óánægju kjós- enda bæði með núverandi sam- steypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata í Bret- landi og með fyrrverandi Bret- landsstjórn Verkamannaflokks- ins undir forystu George Brown. Á síðasta þingi lagði Skoski þjóðarflokkurinn fram frum- varp um að efnt yrði til þjóðar- atkvæðagreiðslu um stofnun sjálfstæðs ríkis, en það frum- varp var fellt á skoska þinginu. Nú er flokkurinn kominn í meiri- hluta og getur samþykkt þetta frumvarp án stuðnings annarra flokka. Í kosningunum á fimmtudag var einnig kosið til heimastjórn- arþings í Englandi, Wales og á Norður-Írlandi. Þá höfnuðu kjós- endur með yfirgnæfandi meiri- hluta tillögu um nýtt kosninga- kerfi til þings í Bretlandi. gudsteinn@frettabladid.is Skoska þingið vill kjósa um sjálfstæði Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, reiknar með því að Skotar fái að kjósa um það á seinni hluta kjörtímabilsins hvort Skotland verði sjálfstætt ríki. Einungis þriðjungur Skota hefur hins vegar sýnt stofnun sjálfstæðs ríkis áhuga. ÁNÆGÐUR LEIÐTOGI Alex Salmond ætlar ekki að hraða þjóðaratkvæðagreiðslu, þótt hann hafi nú meirihluta til þess á þingi. NORDICPHOTOS/AFP EVRÓPUMÁL Evrópudagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og hélt sendinefnd Evrópusambandsins (ESB) meðal annars hóf í Þjóðmenningarhúsinu í tilefni dagsins. Evrópudagurinn er haldinn ár hvert til að minn- ast þess að hinn 9. maí árið 1950 markaði Robert Schuman, utanríkisráðherra Frakklands og einn af frumkvöðlum Evrópusamstarfs, upphaf þess sam- einingarferlis sem síðar gat af sér ESB eins og við þekkjum það nú. Í samtali við Fréttablaðið sagði Timo Summa, sendi- herra ESB á Íslandi, að dagurinn væri táknmynd um evrópskan samruna og samvinnu. „Þjóðríkin hafa sinn dag, en þetta er dagur Evrópu þegar við fögnum og hömpum evrópskri menningu. Þannig undirstrikum við hinn evrópska anda.“ Summa bætti þvi við aðspurður að Evrópudagurinn og athöfnin í gær tengdist ekki aðildarviðræðum Íslend- inga við ESB. Summa sagði að íslensk menning hefði einnig verið í forgrunni á athöfninni þar sem barnakór hefði sungið íslensk lög, meðal annars. „En það er auðvitað líka hluti af evrópskri menningu.“ - þj Evrópudagurinn haldinn hátíðlegur í Þjóðmenningarhúsinu: Undirstrika hinn evrópska anda TIMO SUMMA Sendiherra ESB á Íslandi flutti tölu á Evrópudeg- inum sem haldinn var hátíðlegur í Þjóðmenningarhúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SVÍÞJÓÐ Of lítill svefn getur leitt til þess að líkaminn safni sérstak- lega mikilli næringu. Eftir aðeins eina vökunótt eykst framleiðsla fituhormónsins ghrelin sem til lengdar getur leitt til þess að menn fitni. Sambandið milli svefnleysis og fitu hefur verið staðfest í mörg- um rannsóknum. Ekki hefur þó verið mikið vitað um ástæðurnar. Nú hefur teymi evrópskra vísindamanna bent á aukningu á fyrrnefndu fituhormóni sem eykur matarlystina og dregur úr brennslu. - ibs Hormón eykur fólki matarlyst: Fitna af völdum of lítils svefns LANDBÚNAÐUR Matís mun opna átt- undu starfsstöð sína utan höfuð- borgarsvæðisins á fimmtudaginn á Flúðum. Um er að ræða svo- kallaða matarsmiðju en smiðjur sem þessar hefur Matís byggt upp með góðum árangri á Höfn í Hornafirði og á Egilsstöðum. Matarsmiðjan er rekin í samstarfi við sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu, Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Háskólafélag Suðurlands og Háskóla Íslands. Líkt og í öðrum matarsmiðjum Matís er ætlunin að bjóða áhugasömum aðilum um vinnslu á matvörum heima í hér- aði upp á ráðgjöf og aðstöðu til að þróa vörur í markaðshæft form. Ljóst er að miklir þróunar- og nýsköpunarmöguleikar eru í þessari framleiðslu, til dæmis hvað varðar nýtingu á afurðum sem falla til í hefðbundinni græn- metisframleiðslu og á grænmeti sem ekki selst. Auk þess að vinna að ýmsum garðyrkjutengdum verkefnum mun matarsmiðjan á Flúðum aðstoða alla þá aðila sem vilja þróa framleiðslu á matvælum til beinnar sölu heima í héraði. - shá Matís opnar áttundu starfsstöð sína utan höfuðborgarsvæðisins: Ráðgjöf og aðstaða í Matarsmiðju AFURÐIR FRÁ FLÚÐUM Staðsetningin ræðst af því að 80 prósent grænmetis- framleiðslu á Íslandi eru á Suðurlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ert þú sátt(ur) við nýgerða kjarasamninga? Já 38,3% Nei 61,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú að íslenska evróvisjón- lagið komist áfram í kvöld? Segðu skoðun þína á visir.is Mín skoðun er sú að sjálfstæði sé meira eða minna óumflýjanleg örlög, en tímasetningin er auðvitað algerlega undir skosku þjóðinni komin. ALEX SALMOND LEIÐTOGI SKOSKA ÞJÓÐARFLOKKSINS KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.