Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2011 3lífrænn lífsstíll ● Yggdrasill hefur starfað 25 ár og sérhæfir sig í innflutningi á lífrænt vottuðum mat-, snyrti- og hreinlætisvörum og dreifingu á þeim um land allt. „Fyrirtækið er frumkvöðull á sínu sviði og við erum stolt af því að hafa tekið þátt í að auðvelda að- gengi fólks að lífrænt vottuðum matvörum,“ segir Sirrý Svöludóttir, markaðsstjóri Yggdrasils heildsölu. Hvað er lífrænn lífsstíll? „Það er lífsstíll sem allir geta tileinkað sér á einn eða annan hátt. Í lífrænni ræktun má ekki nota skordýra-, arfa- og sveppaeitur, erfða breyttar lífverur, hormóna eða til búinn áburð. Lífrænn lífsstíll getur verið allt frá því að velja nokkrar líf- rænar grunnvörur í eldhúsið yfir í það að lifa lífsstílnum til fulls með því að kaupa að mestu eða öllu leyti lífrænt vottaðar vörur, þ.m.t. föt, snyrti- og hreinlætisvörur. For- eldrar sem velja lífrænan barna- mat eru því að velja þennan lífsstíl fyrir börnin og stuðla þannig að betri framtíð fyrir þau. Það tekur tíma að tileinka sér lífrænan lífs- stíl og best að taka hann í skrefum eins og hentar hverjum og einum.“ Hvað hefur Yggdrasill lagt áherslu á? Við hjá Yggdrasil höfum lagt áherslu á að bjóða breitt úrval af fyrsta flokks lífrænt vottuðum vörum frá framleiðendum sem eru í fremstu röð í lífrænni rækt- un í Evrópu. Við höfum einnig lagt áherslu á að bæta aðgengi fólks að lífrænum vörum í verslunum hér á landi. Þá er fræðsla veiga mikill þáttur í starfsemi okkar en því meira sem fólk veit um kosti líf- rænnar ræktunar því meiri líkur eru á að það kaupi þær.“ Sirrý segir að þróunin hafi tví- mælalaust verið í átt að aukinni neyslu á lífrænt ræktuðum vörum á undanförnum árum hérlendis þó hún hafi byrjað seinna og verið hægari en í nágrannalöndum okkar. „Undanfarin ár hefur eftir- spurnin orðið svo mikil að matvöru- verslanir um land allt keppast við að bjóða upp á breitt úrval af líf- rænt vottuðum matvörum. Það er mjög ánægjuleg þróun og jákvætt fyrir neytendur að sjá að slíkar af- urðir eru að verða stór hluti af úr- vali matvöruverslana. Neytendur eru orðnir mun meðvitaðri en áður um hvað þeir setja í matarkörfuna og hvað þeir bjóða sjálfum sér og börnum sínum.“ Fólk vill tileinka sér lífrænan lífsstíl Sirrý segir að þróunin hafi tvímælalaust verið í átt að aukinni neyslu á lífrænt ræktuðum vörum á undanförnum árum hérlendis. MYND/VALLI Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi hefur lagt sig fram um að kenna Íslendingum að borða bygg. Hann skar upp hveiti síðast liðið haust og gerir nú tilraunir með spelt. Eymundur Magnússon byrjaði að rækta bygg til manneldis árið 1985 og hefur kynnt notkun þess í matar- gerð undir merkinu Móðir jörð allar götur síðan. „Byggið gleymd- ist svolítið þegar menn fóru að borða hvít hrísgrjón og hvítt hveiti en menn eru nú að hörfa aftur til þess að borða trefjaríkari kornteg- undir enda betra fyrir meltinguna,“ segir Eymundur. Hann er stórhuga og sáði hveiti síðastliðið vor sem hann uppskar í haust og er það eina íslenska heilhveitið á markaði um þessar mundir. „Núna sáði ég spelti samhliða hveitinu og verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Eymundur sem hefur það að mark- miði að gera að minnsta kosti eina tilraun í ræktun á ári.“ En er ekki erfitt að rækta þessar korntegund- ir á Íslandi? „Ég hef náð að mynda skjól í kringum ræktarlandið með því að planta þúsundum trjáa sem gerir þetta mögulegt,“ útskýrir Eymundur. Hann hefur markaðssett bygg undir nafninu bankabygg en það er meðal annars hægt að nota í stað- inn fyrir hrísgrjón og í grauta. „Þá erum við með byggmjöl og bættum byggflögum við fyrir skemmstu en úr þeim er auðvelt að gera góða grauta á nokkrum mínútum,“ segir Eymundur. Móðir jörð hefur hin síðari ár lagt aukna áherslu á til- búna rétti og eru framleidd þrenns konar tilbúin grænmetisbuff úr bankabyggi og „chutney” úr rótar- grænmeti. „Þá komum við með línu af hrökkkexi á síðasta ári sem við köllum Hrökkva en sjötíu prósent af innihaldi þess er gert úr byggi og heilhveiti sem telst nú frekar gott hér á norðurhjara. Önnur hrá- efni í tilbúnu réttunum okkar eru svo án undantekninga lífrænt rækt- uð,“ fullyrðir Eymundur. En er það betra? „Já lífrænt ræktaðar afurð- ir innihalda meira af andoxunar- og næringarefnum en aðalröksemdin finnst mér samt vera að með því að velja lífrænt er fólk að sniðganga áburð og eiturefni sem notuð eru í venjulegum búskap og vernda þannig grunnvatnið og náttúruna.“ Vörur frá Móður jörð fást í Mela- búðinni, heilsubúðum og flestum stórmörkuðum. Í Brauðhúsinu í Grímsbæ og hjá Reyni bakara eru svo bökuð brauð úr heilhveitinu og bygginu auk þess sem veitingastað- irnir Á næstu grösum, Grand Hótel og Sjávarkjallarinn nota eigöngu lífrænt heilhveiti frá Móður jörð. Eymundur Magnússon byrjaði að rækta bygg til manneldis árið 1985 og hefur kynnt notkun þess í matargerð undir merkinu Móðir jörð allar götur síðan. ● UPPSKAR SJÖ TONN Eymundur Magnússon sáði hveiti síðast liðið vor og uppskar sjö tonn í haust sem eru nú komin í sölu um allt land. Hann sáði að nýju nú í vor og vonast eftir góðri uppskeru. Hveitið er meðal annars notað í vinsæl brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ og hjá Reyni bakara og er einkar gott í bland við byggmjöl og bygg flögur. Eymund- ur gerði auk þess tilraun með að sá spelti í vor og hlakkar til að vita hver útkoman verður. Spelt hefur hingað til ekki verið ræktað hér á landi. Ræktar hveiti og bygg Rapunzel er 35 ára gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig í ræktun og framleiðslu á fyrsta flokks lífrænt vottuðum afurðum. Rapunzel gerir miklar kröfur til hráefnavals bæði hvað varðar almenn gæði og gæði lífrænnar ræktunar. Rapunzel leggur mikla áherslu á sanngjarna viðskiptahætti með Hand in Hand verkefni sínu. Rapunzel sameinar hugmyndina um vottaða lífræna ræktun og heiðarleg viðskipti. Þegar þú vilt sameina gæði og gott bragð, veldu þá Rapunzel. Álegg og ostar njóta sín vel með Hrökkva. Hann er fullur af heilkorna hollustu og bragðbættur með íslenskum jurtum s.s. kúmeni og hvönn. Frábært snakk beint úr pokanum. Lífræn ræktun síðan 1990 Móðir Jörð ehf. - Vallanesi - Fljótsdalshéraði – sími: 471 1747 info@vallanes.net - Dreifing: Heilsa ehf

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.