Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 22
10. MAÍ 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 ● lífrænn lífsstíll Hipp býður upp á mjög fjölbreytt úrval lífrænna matvæla fyrir börn. Allt frá ungum börnum sem eru að byrja að neyta fastrar fæðu og til þriggja ára aldurs. Áhugi á lífrænni ræktun hefur aukist mjög undanfarin ár. Einnig hefur vitund foreldra aukist um gæði fæðu fyrir yngstu kynslóð- ina. Líkamar barna eru enda viðkvæmir, líf- færin og ónæmiskerfið enn að þroskast og því mikilvægt að tryggja hreinleika matar- ins sem þau neyta. Hreint og lífrænt mat- aræði er því kostur fyrstu mánuði og ár barnsins. Rannsóknir sýna að sum epli, sem ekki eru lífrænt ræktuð, hafa verið úðuð allt að 16 sinnum með 36 mismunandi efnum og erfitt, ef ekki ómögulegt, er að hreinsa þau af fyrir neyslu. LÍFRÆN EFNI AF BESTU GERÐ Hipp framleiðir mikið úrval af krukkumat, sem hentar hverju aldurs- og þroskaskeiði, grauta, ávaxtamauk, máltíðir sem hita má í örbylgjuofni, drykki, snarl og mjólkurblönd- ur. Allt er þetta framleitt úr lífrænum inni- haldsefnum af bestu gerð og hreinleikinn prófaður á öllum framleiðslustigum. Vörurnar eru framleiddar úr náttúrulegu hráefni sem er ræktað án notkunar mein- dýraeiturs. Þá eru aldrei notuð erfðabreytt hráefni, kjötið er til að mynda af skepnum sem ræktaðar eru á lífrænan máta og vatn- ið sem notað er í vörurnar er úr eigin upp- sprettu fyrirtækisins. Hipp þarf ekki að treysta á gæði lífrænn- ar vöru af óþekktum uppruna því fyrirtæk- ið hefur komið sér upp reyndum og áreið- anlegum birgjum sem rækta lífræna fæðu eftir ströngustu gæðakröfum. FJÖLBREYTT ÚRVAL Hipp býður upp á mjög fjölbreyttar vörur. Af krukkumat má nefna ýmsar ávaxta- og græn- metisblöndur en einnig eftirrétti úr banön- um, ýmsum ávöxtum og jógúrt. Einnig eru í boði kjötréttir úr kjúklingi, kalkún og nauta- kjöti sem blandað er við grænmeti, kartöflur, spagetti og margt fleira. Í Hipp er einnig að finna ýmsar tegundir grauta sem blanda á með vatni. Auk þess lífræna ávaxtasafa og ávaxtamauk í handhægum umbúðum. Þá hefur Hipp einnig upp á að bjóða ýmsar tegundir af lífrænni barnamjólk fyrir mismunandi aldurs stig sem skipt er frá einum og upp í fjögur. Þar má nefna stoðblöndur, tilbúnar stoðblöndur og tilbúnar ungbarnablöndur. Helsta nýjungin er stoðblanda fyrir svefn- inn. Það er heit stoðblanda fyrir börn frá 6 mánaða aldri að þriggja ára aldri. Blandan er sambland af graut og mjólk sem börn fá í pelann sinn fyrir svefninn sem gerir það að verkum að þau sofna vel mett og sofa þar af leiðandi lengur og betur. FYRIR BÖRN MEÐ OFNÆMI OG ÓÞOL Erfitt getur verið að finna matvöru fyrir börn sem þurfa sérfæði, til dæmis ef þau mega ekki neyta matar sem inniheldur til dæmis mjólk, soja, hveiti, egg, glúten og hnetur. Á heimasíðu Hipp www.hipp.is er að finna leitarkerfi þar sem hægt er að merkja við innihaldsefni sem á að útiloka og smella á finna. Þá koma upp þeir valkostir innan Hipp línunnar sem henta barninu með þær sérþarfir sem um er að ræða. FYRIRTÆKI MEÐ REYNSLU Fyrirtækið Hipp stendur á gömlum grunni. Það var upprunalega stofnað í lok 19. aldar af Joseph Hipp, þýskum kökusala, en sonur hans Georg þróaði þann hluta starfsem- innar sem tók til barnamatar og kom á fót aðskilinni starfsemi árið 1932. Árið 1956 þegar flestir bændur sneru sér að hánytja- landbúnaði breytti Georg Hipp hins vegar fjölskyldubýlinu í eitt stærsta býlið með líf- ræna ræktun í Evrópu og í dag er Hipp einn stærsti framleiðandi lífrænna vara í heim- inum. Barnamaturinn frá Hipp er seldur í Bónus, Hagkaup, Kosti, Krónunni, Fjarðar- kaup, Melabúðinni og Lyfju í Lágmúla og á Smáratorgi. Nánari upplýs- ingar um Hipp og barnamatinn má nálgast á www. hipp.is. Lífrænt skiptir máli fyrir barnið Hipp býður upp á ýmsar tegundir af líf- rænni barnamjólk fyrir mismunandi aldursstig. Úrvalið frá Hipp er mjög fjölbreytt en hér má sjá lítinn hluta af því sem er í boði. Við lífrænt án rotvarnarefna enginn viðbættur sykur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.