Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 8
10. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR8 BAUGSMÁL Dómari við Héraðsdóm Reykja- víkur hafnaði í gær frávísunarkröfu verj- enda í skattahluta Baugsmálsins. Dómarinn taldi ákæru í málinu ekki svo óskýra að ákærðu gætu ekki varið sig. Í málinu eru þrír einstaklingar ákærðir fyrir skattalagabrot, persónulega og í rekstri fyrirtækja. Ákærðu eru þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Jóhannesdóttir og Tryggvi Jónsson. Verjendur töldu ákæru svo óskýra að ekki væri hægt að átta sig á ákæruatriðunum. Vís- uðu þeir einkum til þess að ekki væri sundur- liðað hvaða skattar og gjöld hafi ekki verið greidd á því tímabili sem ákært er vegna. Við málflutning um frávísunarkröfuna hafnaði settur ríkislögreglustjóri í málinu þeim málatilbúnaði og sagði ákæruna í fullu samræmi við lög og venjur í slíkum sakamál- um. Á það féllst dómarinn í úrskurði sínum. Verjendur vísuðu til dóms sem féll í fyrri hluta Baugsmálsins árið 2005. Þar var mál- inu vísað frá dómi þar sem Pétri Guðgeirs- syni héraðsdómara þótti ekki mega lesa sakagiftir úr ákæru. Pétur er einnig dómari í þeim hluta Baugsmálsins sem nú er fyrir dómi. Ekki er hægt að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Næsta skref er því aðalmeð- ferð, sem áformað er að fari fram í haust. - bj Dómari telur ekki ástæðu til að vísa frá ákæru í skattahluta Baugsmálsins: Dómurinn telur ákæruna vera skýra KRAFA Ekki er hægt að kæra niðurstöðu héraðsdóms til Hæstaréttar. Aðalmeðferð í málinu er áformuð í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN TÍMAMÓT Í tilefni þess að 66 ár eru liðin frá sigrinum í Föðurlands- stríðinu mikla og lokum síðari heimsstyrjaldarinnar lagði sendi- herra Rússlands, Andrei Tsyganov, krans að minnismerkinu Voninni í Fossvogskirkjugarði í gær. Sendi- herrar annarra erlendra ríkja tóku einnig þátt í athöfninni auk íslenskra embættismanna. Séra Timur Zolotuskij, prestur safnaðar heilags Nikulásar rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Reykjavík, hélt að því búnu stutta minningarmessu. Vonin var reist 2005 til minningar um sjómenn sem létu lífið í skipalestum banda- manna til Sovétríkjanna. - ibs Minningarathöfn haldin í Fossvogi um sigurinn í Föðurlandsstríðinu mikla: Rússar minnast styrjaldarloka MINNINGARATHÖFN Sendiherra Rúss- lands og sendiherrar annarra erlendra ríkja lögðu í gær krans að minnismerk- inu Voninni í Fossvogskirkjugarði til þess að minnast loka síðari heims- styrjaldarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA heilbrigðara umhverfi = betri líðan = bjartari framtíð Ráðstefna Vistbyggðarráðs og Vistmenntar Norræna húsinu, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 9:00-16:00 Fyrri hluti: erindi kl. 9:00 - 12:30 Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra. Martin Haas, arkitekt hjá Behnisch Architekten í Þýskalandi. Mikael Koch, arkitekt hjá Danskeark í Danmörku. Mark Clough, verkfræðingur hjá Genex í Bretlandi. Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri Umhverfissviðs EFLU. Harpa Birgisdóttir, sérfræðingur hjá SBi í Danmörku. Dennis Carlberg, arkitekt og forstöðumaður sjálfbærnimála við Boston University. Seinni hluti: málstofur kl. 13:30 - 16:00 Vottunarkerfi – mikilvæg tæki eða markaðsvara ? (á ensku) Kynning á starfi vinnuhópa Vistbyggðarráðs (á íslensku) Skráning og nánari dagskrá á www.vbr.is og www.ai.is Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, Sími 528 44OO hringja í söfnunar- símann 9O7 2OO2, gefa framlag á framlag.is, gjofsemgefur.is eða á söfnunarreikning O334-26-886, kt. 45O67O-O499. Ný nálgun við mataraðstoð Hjálparstarf kirkjunnar ætlar að hverfa frá matargjöfum í poka og veita í staðinn barnafólki mataraðstoð með inneignarkortum í verslunum. Valgreiðsla hefur verið send í heimabanka þinn. Með því að greiða hana styður þú innanlands- aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar til sjálfshjálpar. www.help.is PI PA R\ TB W A • SÍ A • 11 10 93 ATVINNUMÁL Tekjur af hreindýrum á Austurlandi eru verulega minni en þær gætu verið vegna þess að veiðileyfin er seld á undirverði. Þetta segja kennarar við Háskól- ann á Akureyri. Niðurstaða Jóns Þorvalds Heiðars sonar lektors og Stefáns Sigurðssonar aðjúnkts varðandi tekjur af hreindýraveiðum komu fram í erindi þeirra um efna- hagsleg áhrif skotveiða á Íslandi. „Spyrja má hvort skotveiðar og veiðiferðamennska geti haft meira efnahagslegt vægi en nú er. Þetta er einkar áleitin spurning varð- andi hreindýraveiðarnar,“ sögðu Jón og Stefán, sem kveða veiðar á hreindýrum á Íslandi ekki skil- virkar. „Óskilvirkni veiðanna á hrein- dýrunum felst ekki í ofveiði eins og oft vill brenna við varðandi veiðar. Óskilvirknin felst í því að veiðileyfin eru seld á undirverði. Ekki er reynt að selja veiði leyfin á hæsta mögulega verði,“ segja fræðimennirnir og útskýra að vegna þess verði tekjur af veiðinni verulega minni en ella og minna fjárflæði komi til Austurlands en ef nýtingin væri skilvirk. Þeir áætla að 26 störf séu á Austurlandi vegna hreindýraveiðanna. „Störf vegna hreindýraveiða á Austurlandi eru því færri nú en þau væru ef auðlindin væri nýtt á eðlilegan hátt. Eðlilegast væri að veiðileyfin yrðu boðin hæstbjóð- anda,“ segja Jón og Stefán sem telja núverandi fyrirkomulag „fæla burt erlenda veiðimenn sem eru tilbúnir til að eyða miklum fjármunum á veiðiferðum.“ Jón og Stefán segja að ef veiði- leyfi væru seld hæstbjóðanda væri auðvelt fyrir þá veiðimenn að leggja fram það hátt tilboð að öruggt yrði að þeir gætu veitt næsta tímabil. „Nú er því ekki til að dreifa held- ur ræður tilviljun því hvort þess- ir dýrmætustu veiðimenn fá leyfi eða ekki. Fyrirkomulagið er einn- ig til þess fallið að þeir nenni ekki að eyða fyrirhöfn í slíkt happdrætti heldur veiði annars staðar í heim- inum. Má því færa rök fyrir því að Ísland verði af vissum gjaldeyris- tekjum vegna óskilvirkrar nýting- ar á auðlindinni hreindýr.“ Í erindinu kom fram að á árinu 2009 greiddu hreindýraveiðimenn samtals 97 milljónir króna fyrir leyfi til að fella samtals 1.333 dýr. Þar af fóru 82 milljónir til land- eigenda og Umhverfisstofnunar og Náttúrverndarstofa Austurlands fékk afganginn. Hver og einn veiði- maður er talinn hafa eytt að með- altali tæpum 40 þúsund krónum á Austurlandi. Á þessu ári er hreindýraveiði- kvótinn 1.001 dýr. Fjórfalt fleiri skotveiðimenn sóttu um veiðileyfin. Þau kosta á bilinu 50 til 135 þúsund eftir því hvort um er að ræða kýr eða tarf og eftir veiðisvæðum. gar@frettabladid.is Hreindýraleyfi verði seld hæstbjóðendum Fræðimenn við Háskólann á Akureyri segja að eðlilegt væri að selja veiðileyfi á hreindýr til hæstbjóðenda en ekki úthluta þeim á undirverði með happdrættis- fyrirkomulagi. Það fæli burt dýrmæta veiðimenn frá útlöndum og minnki tekjur. HREINDÝR Hægt væri að ná meiri tekjum af hreindýraveiðum með því að hætta að selja veiðileyfin á undirverði, að mati fræðimanna við Háskólann á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ? 1. Hvaða lánafyrirtæki sameinast Landsbankanum? 2. Hve margar rúður á heimili Ögmundar Jónassonar voru brotnar með grjótkasti um helgina? 3. Hvaða dýr á norðurslóðum eru í mestri hættu vegna aukinnar kvika- silfursmengunar? SVÖR 1. SP fjármögnun og þrotabú Avant. 2. Tvær. 3. Hvítabirnir, selir og hvalir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.