Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011
Þriðjudagur
skoðun 12
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Lífrænn lífsstíll
veðrið í dag
10. maí 2011
107. tölublað 11. árgangur
Óæskileg aukefni og fyllingarefni í matvöru rata inn fyrir varir okkar á hverjum degi og erfitt getur verið að forðast þau. Í verslunum Maður Lifandi geta viðskiptavinir verið öruggir um að vörurnar séu án slíkra efna.
„Viðskiptavinir okkar geta treyst þeim vörum sem seldar eru í Maður Lifandi og þurfa því ekki að lesa innihaldslýsingar til að ganga úr skugga um að þær séu án óæskilegra auk- og fyllingarefna, við sjáum um það,“ segir Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Maður Lifandi sem sérhæfir sig í að bjóða slíkar vörur. Maður Lifandi selur innfluttar lífrænt vottaðar vörur í bland við náttúrulegar. Í verslunun-um fást einnig íslenskar lífræn-ar og náttúru legar vörur en eitt af markmiðum fyrirtækisins er að bjóða upp á sem mest af árstíða- og svæðis bundnum vörum. „Með aukinni meðvitund um umhverfisáhrif neyslu vilja sífellt fleiri forðast vörur sem búið er að eyða mikilli orku og eldsneyti í að flytja milli landa og heimsálfa. Okkar markmið er því að bjóða vörur úr nánasta umhverfi og auka úrvalið af íslenskum lífrænum af-urðum og vörum beint frá bónda,“ segir Arndís. „Það þyrftu miklu fleiri að framleiða lífrænar vörur hér á landi. Örfá bú framleiða líf-rænt lamba- og nautakjöt og líf-rænt ræktaðir kjúklingar, svína-kjöt og egg eru ekki fáanleg hér á landi til dreifingar en við mynd-um hoppa á það fyrst verslana og selja með glöðu geði,“ segir Arndís og hvetur þá sem ætla sér að fram-leiða lífrænar vörur að hafa sam-band við Maður Lifandi. Íslenska neytendur þyrsti í lífrænt rækt-aðar dýraafurðir enda framleidd-ar með velferð dýranna að leiðar-
ljósi sem gefur af sér heilnæmari afurðir og lágmarkar umhverfis-áhrifin af framleiðslunni.„Ísland er langt á eftir öðrum Evrópulöndum hvað varðar fram-leiðslu á lífrænum vörum. Við búum við góðar, náttúrulegar að-stæður hér á landi til að rækta og framleiða slíkar vörur og íslenska lífrænt ræktaða grænmetið er rifið út þegar það kemur,“ segir Arn-dís en Maður lifandi fær vikuleg-ar sendingar af nýju innfluttu líf-rænu grænmeti og ávöxtum í við-bót við það íslenska grænmeti sem fæst hverju sinni. Arndís segir þróunina í þess-um efnum vera á einn veg og að ís-lenskir framleiðendur komist ekki hjá því að breyta áherslum sínum. Neytendur kalli eftir heilnæmarivörum
„Það eru miklar breytingar væntan legar en neytendur kalla bæði eftir auknu framboði og að-gengi að lífrænt vottuðum vörum. Við höldum stundum að bara ef vara er íslensk þá sé hún í lagi, en það er verið að flytja inn erfðabreytt fóður, eiturefni ýmis konar og til búinn áburð til að nota í framleiðslunni og því miður er það reglan frem-ur en undantekningin að kjötvör-ur séu þyngdar með því að bæta út í þær kartöflumjöli eða sojaprótíni sem binda vatn og að fjölmörgum aukefnum eins og rot varnar- þráa-varnar- og bindiefnum sé bætt í neysluvörur. Í dag eru neytendur að verða sífellt betur upplýstir og gera því meiri kröfur en áður um vörur úr hágæða hráefnum Þett álíka ið
lífrænar snyrti- og hreinlætis vörur, meðal annars frá íslenskum fram-leiðendum.
„Rannsóknir hafa sýnt að ýmis efni sem notuð eru í snyrti- og hreinlætisvörur séu krabbameins-valdandi og hormónatruflandi. Framleiðendum er í raun í sjálfs-vald sett hvað þeir setja í þess-ar vörur og því verða neytend-ur að vera á varðbergi. Um þetta eru sífellt fleiri meðvitaðir í dag. Við finnum fyrir auknum áhuga í verslunum okkar og markaðurinn er að taka við sér. Þó einkaneysla sé að dragast saman í samfélaginu finnum við ekki fyrir því í Maður Lifandi. Neytendur gera sér betur grein fyrir því en áðu ð
Áhyggjulaus innkaup
●LÍFRÆNIR ÁVEXTIR OG GRÆNMETI Í HVERRI VIKU Maður Lifandi býður fjöl-breytt úrval af innfluttum líf-rænt ræktuðum ávöxtum og grænmeti, sem kemur í hverri viku, í viðbót við það íslenska líf-ræna grænmeti sem er fáan legt hverju sinni. Rannsóknir hafa sýnt að lífrænt ræktaðir ávextir og grænmeti innihaldi meira af vítamínum, steinefnum og and-oxunarefnum enda úr gróður-mold sem haldið er frjórri á náttúrulegan hátt. Þeir sem til þekkja eru sammála um að það sé einnig bragðmeira og betra.
●PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF Starfs-fólk Maður Lifandi á það sam-eiginlegt að hafa mikla reynslu, þekkingu og áhuga á heilbrigð-um, náttúrulegum og lífrænum lífsstíl, og mikla þjónustulund. Það er því einstaklega vel í stakk búið til að veita viðskiptavinum hagnýtar upplýsingar og góð ráð, hvort sem þeir eru byrjend-ur eða lengra komnir Áh
Lıfrænn lífsstíllSérblað • Þriðjudagur 10. maí 2011 • Kynning
Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Maður Lifandi.
MYND/GVA
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
Íbúar Hrafnistu við Boðaþing fagna því að sundlaugin verður opnuð við hátíðlega athöfn á morgun.
Biði enda
Í búar Hrafnistu við Boðaþing hafa verið langeygir eftir opnun sundlaugar-innar á staðnum. Fyrstu íbúar fluttu inn í mars í fyrra en framkvæmdum við sundlaugina lauk fyrir nokkrum mánuðum. Sundlaugin, sem er sérhönnuð með þarfir eldra fólks í huga, er í þjónustu-miðstöð fyrir eldri borgara, Boðanum, sem Kópavogsbær á og rekur. Vegna bágrar fjárhagsstöðu var ekki talinn rekstrargrundvöllur fyrir lauginni fyrst um sinn og því stóð hún ónotuð um nokkra hríð.Fyrir nokkru kom upp sú hugmynd að Hrafnista tæki að sér að kosta mannahald við rekstur laugarinnar en fengi á móti að nýta laugina án þess að greiða leigu eða afnotagjald. Hrafnista fær þannig að nýta laugina fyrir heimilisfólk hjúkr-unarheimilis, tarfsfólk og íbúa leiguíbúða DAS. Kópavogsbær sér hins vegar um annan rekstur laugarinnar á borð við húsnæðiskostnað, vatn og rafmagn.Formleg opnun sundlaugarinnar fer fram á morgun með ræðuhöldum og tónlist-aratriðu . Þá munu einhverjir nýta sér tækifærið og stinga sér í laugina. Þau Sigurður Bárðarson, Magðalena Stefánsdóttir, Svava Jónsdóttir og Dóra Magnúsdóttir tóku forskot á sæluna á dögunum fyrir myndatöku Fréttablaðsins og líkaði aðstaðan ljómandi vel.
solveig@frettabladid.is
Aloa Vera plantan hefur meðal annars fengið viðurnefnið brunaplantan enda er hún góð til ð linahvers kyns brunasviða. Fáar jurtir hafa betri áhrif á sól-bruna og er gott að hafa Aloa Vera gel við höndin eftir langa sólardaga.
Ný kynslóð
Rafskutlur
-frelsi og nýir mögu
Einfaldar í notkun og
hagkvæmar í rekstri
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Opið virka daga kl. 9
Sölustaðir:10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin.
ÍSLENSK FÆÐUBÓT
BITAFISKUR
-næring fyrir líkama og sál
Gleðilegt
sumar!
Lóritín® HVÍTA HÚS
IÐ
/
S
ÍA
-
A
ct
av
is
1
14
09
1
Ánægð með nýja laug
Sundlaugin í Boðaþingi
opnar á morgun en hún
hefur staðið tilbúin en ónotuð
í marga mánuði.
allt 1
FÓLK Heilsuræktarfrömuðurinn
Arnar Grant gerir grín að sjálfum
sér í auglýsingu fyrir prótein-
drykkinn Hámark. Þar er vísað í
myndina The
King’s Speech
sem fjallar um
baráttu Bret-
landskonungs
við stam og ótta
hans við að tala
opinberlega.
„Ég stama
sjálfur. Ég þekki
þetta vandamál
mjög vel þannig
að ég átti ekkert erfitt með að leika
þetta,“ segir Arnar, sem hefur
leitað sér aðstoðar til Þýskalands
vegna stams. - fb / sjá síðu 30
Arnar Grant glímir við stam:
Fékk aðstoð
í Þýskalandi
Evrópumaður ársins
Anna Margrét Guðjónsdóttir
varaþingmaður er fyrsta
konan sem valin er
Evrópumaður ársins.
tímamót 16
EFNAHAGSMÁL Íslenskir fjárfestar
eru farnir að sýna fasteignamark-
aðnum aukinn áhuga. Þinglýstum
samningum vegna fasteignakaupa
hér á landi fjölgaði um 70 prósent
á höfuðborgarsvæðinu fyrstu fjóra
mánuði ársins miðað við sama
tímabil 2010. Samkvæmt upplýsing-
um frá Seðlabankanum hafa útlán
þó ekki aukist í samræmi við það.
Í Markaðspunktum greiningar-
deildar Arion banka kemur fram
að þrátt fyrir aukin umsvif á fast-
eignamarkaðnum megi ekki greina
samsvarandi aukningu í útlánum
vegna íbúðakaupa.
Í Markaðspunktunum kemur
jafnframt fram að þessi auknu
umsvif séu ein afleiðing gjaldeyris-
haftanna og að aukinn áhuga fjár-
festa á fasteignakaupum megi rekja
til þess að fáir aðrir fjárfestinga-
kostir séu í boði.
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu-
maður greiningardeildar Arion
banka, segir þó að engar tölur séu
til sem staðfesti þessa þróun, en
þetta sé engu að síður afar líkleg
skýring á þessum auknu umsvifum
á markaðnum. Þó að útlán hafi lít-
illega verið að taka við sér séu þau
ekki í takti við veltuna, sem hefur
aukist um allt að 100 prósent á milli
ára.
„Það hefur verið mikill kippur á
síðustu mánuðum og á sama tíma
höfum við séð verðið hækka,“ segir
Ásdís. Hún segir þetta meðal ann-
ars vísbendingu um að fjársterkir
einstaklingar séu að kaupa fast-
eignir.
Gera má ráð fyrir að þessi þróun
geri almenningi erfiðara fyrir að
kaupa íbúðir, sérstaklega þeim sem
séu að kaupa sína fyrstu íbúð.
Árni Páll Árnason, efnahags- og
viðskiptaráðherra, tekur undir það
að afar líklegt sé að markaðurinn
sé að færast í þessa átt. „Með lækk-
andi vöxtum virðast vera einhver
drög að því að menn séu að fara
með innistæðurnar sínar út,“ segir
hann.
Árni Páll segir að vissulega
geti þetta leitt til verðþrýstings
upp á við og í hagkerfi sem starfi
í umhverfi gjaldeyrishafta sé allt-
af hætt við eignabólum. „En þessi
þrýstingur er þó að minnsta kosti
byggður á raunverulegum eignum,“
segir Árni Páll. „Einhvers staðar
verða þessir peningar að finna sér
farveg. En það er auðvitað hætta
á eignabólum í umhverfi gjald-
eyrishafta, þegar peningamagnið
í umferð eltir takmarkað magn af
eignum.“
Viðskiptaráðherra segir erfitt
fyrir stjórnvöld að bregðast við
svona þróun þegar um sé að ræða
tilflutning á fjármagni á milli
ólíkra eignaforma. - sv
Gjaldeyrishöft blása
upp fasteignaverðið
Fátt stendur íslenskum fjárfestum til boða annað en fasteignakaup vegna gjald-
eyrishafta. Við blasir að það mun hækka fasteignaverð, að mati Arion banka.
Alltaf hætta á eignabólum í umhverfi gjaldeyrishafta, segir viðskiptaráðherra.
VÍÐA SKÚRIR Í dag verða víðast
austan eða norðaustan 3-10 m/s.
Skýjað með köflum og skúrir. Hiti
7-15 stig, mildast SV-til.
VEÐUR 4
12
15
7
10
13
Ballið búið
Atvinnumannsferill Einars
Hólmgeirssonar er á enda.
Meiðsli bundu enda á hann.
sport 26
Góðir siðir og vondir
Áður fyrr stóð stundum
karl uppi á kassa á
Lækjartorgi, skrifar Jónína
Michaelsdóttir.
í dag 13
BJÖRGUN Björgunarsveitir voru
kallaðir út á sjöunda tímanum
í gærkvöldi til að leita manns á
Esjunni. Hann fannst rétt fyrir
klukkan átta, illa áttaður og
aðframkominn.
Hátt í hundrað björgunar-
sveitar menn tóku þátt í leitinni,
enda svæðið stórt og erfitt yfir-
ferðar, að því er fram kemur í til-
kynningu frá Landsbjörg. Þoka
var á svæðinu þegar maðurinn
týndist en leitin gekk þó vel þar
sem þokunni létti um það leyti
sem leitin hófst.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
tók jafnframt þátt í leitinni. Hún
sótti manninn og flutti hann á
bráðamóttöku Landspítalans. - sh
Fluttur með þyrlu á sjúkrahús:
Fannst aðfram-
kominn á Esju
HUNDRAÐ LEITUÐU Fjöldi björgunar-
sveitarmanna fór á staðinn og leitaði á
stóru illfæru svæði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÆREYJAR Færeyski verksmiðju-
togarinn Athena stóð í ljósum
logum í bænum Runavík við
Skálafjörð í Færeyjum í gær og
gekk afar illa að slökkva eldana.
Runavík er um ellefu kílómetra
norður af Þórshöfn.
Öflugar sprengingar hafa
orðið í skipinu; eitraðan reyk og
mikinn hita lagði frá því og yfir
bæinn. Flytja þurfti þúsundir
íbúa í nágrenninu burt af öryggis-
ástæðum.
Eldur kviknaði í skipinu í fyrra-
kvöld þar sem það hefur verið í
slipp vegna viðgerða. Þrír menn
voru um borð í skipinu þegar
eldur inn kviknaði, en engan þeirra
sakaði. Athena er um átta þúsund
tonn að stærð.
Skemmdir urðu á skipinu vegna
eldsvoða á síðasta ári, en þá var
það nýkomið úr allsherjar endur-
nýjun í Kína.
Eins og myndir frá færeyskum
fjölmiðlum sýndu í gær logaði
skipið stafna á milli í gær og
miklar sprengingar urðu í skip-
inu. Yfirvöld hafa mælt með því
að skipið verði dregið burt frá
höfninni.
Ljóst er að skipið er gjörónýtt en
þetta er í þriðja skiptið sem kvikn-
ar í því. Skipið er í eigu útgerðar-
félagsins Thor í Færeyjum.
- gb, - shá
brúttólestir er stærð Athenu,
sem var eitt stærsta verk-
smiðjuskip Færeyinga.
8.000
ATHENA BRENNUR Gríðarlegt eldhaf og sprengingar urðu til þess að þúsundum manna var sagt að yfirgefa heimili sín í gær.
MYND/KJARTAN MADSEN/DIMMALÆTTING
Stór verksmiðjutogari gjörónýtur eftir eldsvoða í höfninni í Skálafirði í Færeyjum:
Logaði stafna á milli í höfninni
ARNAR GRANT