Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 10
10. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR10 VELKOMIN Á BIFRÖST – skilvirkur undirbúningur að háskólanámi – Boðið er upp á frumgreinanám í staðnámi og fjarnámi í Háskólanum á Bifröst. Kennsla í staðnámi fer fram með fyrirlestrum, umræðutímum og verkefnum. Kennsla í fjarnámi er í formi fyrirlestra sem aðgengilegir eru á námsvef skólans ásamt vinnuhelgum. Námið er lánshæft skv. lánareglum LÍN. Frumgreinadeild Háskólans á Bifröst er góð leið fyrir fólk sem hefur verið frá námi í langan tíma til að undirbúa sig áður en það ræðst í háskólanám. Frum- greinanám Upplifðu Bifröst Komdu í heimsókn og kynntu þér námið í 1 dag til að fullvissa þig um að það henti þér. Í leiðinni geturðu skoðað líkamsræktina, kaffihúsið, leikskólann, golfvöllinn og fleira sem háskólasvæðið hefur upp á að bjóða. Nánari upplýsingar á bifröst.is Opinn dagur 21.maí Opið fyrir umsóknir á bifrost.is FJARÐABYGGÐ Hugmyndir eru uppi um að reisa 450.000 rúmmetra olíubirgðastöð á Eyri við Reyðarfjörð. Verkefnið er að frumkvæði verkfræðistofunnar Mann- vits ehf. og hefur verið rætt á fundum nefnda og ráða Fjarðabyggðar undan- farið. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjar- stjórnar, segir í samtali við Fréttablaðið að málið sé enn á frumstigi. „Mannvit hefur óskað eftir áformayfir- lýsingu frá Fjarðabyggð. Við munum nú ræða í bæjarráði hvernig okkar aðkoma að því gæti orðið en ég á von á að það gæti klárast í næstu viku.“ Jón Björn segir að áformayfirlýsing yrði ekki bindandi fyrir sveitarfélagið, en Mannvit muni vinna áfram að verk- efninu. Ef það svo reynist vænlegt verði það sett í umhverfismat. „En núna er þetta komið í umræðuna og bæjarráð mun afla sér frekari upp- lýsinga. Í framhaldinu munum við taka ákvörðun um yfirlýsinguna og þá hefst annar fasi í ferlinu,“ segir Jón Björn. Á síðasta fundi bæjarstjórnar lét Fjarðalistinn, sem er í minnihluta, bóka þá skoðun sína að íbúar ættu að fá að kjósa um byggingu olíubirgðastöðvar. Meirihlutinn svaraði því til að slíkt sé fljótfærnislegt, en mikilvægt sé þó að íbúar séu upplýstir um gang mála. - þj Hugmyndir um mikla uppbyggingu á Eyri við Reyðarfjörð: Skoða byggingu olíubirgðastöðvar FRÁ REYÐARFIRÐI Verkfræðistofan Mannvit vinnur að hug- myndum um olíubirgðastöð við Reyðafjörð. Það er hins vegar enn á frumstigi. Dr. Claudio Albrecht, fyrrverandi forstjóri samheita- lyfjafyrirtækisins Ratiopharm, var ráðinn forstjóri Actavis í stað Sigurðar Óla Ólasonar um mitt ár 2010. Það var eftir honum haft í fyrra að til greina kæmi að skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað á ný. Actavis var afskráð úr Kauphöll Íslands árið 2007. Albrecht bendir á að áður en til skráningar komi þurfi að huga að mörgu. Nú sé fyrirtækið ekki skráningarhæft, enn eigi eftir að samþætta fyrir- tækjasamsteypuna eftir fjölmörg fyrirtækjakaup fram til ársins 2008. Forstjóri Actavis: Claudio Albrecht NÝJAR HÖFUÐSTÖÐVAR Á sex hæðum munu 150 starfsmenn Actavis vinna að stjórn fyrirtækisins; tuttugu af þeim Íslendingar. MYND/ACTAVIS VIÐSKIPTI „Það er erfitt að fá erlenda sérfræðinga til að flytja til Íslands. Meginland Evrópu er mun hentugri staðsetning fyrir nýjar höfuðstöðvar,“ sagði Claudio Albrecht, forstjóri Actavis. Albrecht vígði nýjar skrifstofur framkvæmdastjórnar fyrirtæk- isins við hátíðlega athöfn í Zug í Sviss í gær. Nú þegar eru um hundrað manns, frá 29 löndum, komnir til starfa. Við lok annars ársfjórðungs er gert ráð fyrir því að allar sex hæðir nýju höfuð- stöðvanna, verði skipaðar starfs- mönnum Actavis, samtals um 150 manns. Þar af eru rúmlega tuttugu starfsmenn sem flytj- ast ásamt fjölskyldum sínum frá Íslandi. Borgin Zug hefur síðustu ár laðað til sín fjölda fyrirtækja víða að með lágskattastefnu. Albrecht segir að þrátt fyrir að höfuðstöðvar framkvæmda- stjórnarinnar verði staðsettar í Zug þá muni enn verða unnið að rannsóknum, þróun lyfja og fram- leiðslu þeirra í Hafnarfirði. „Við leituðum að hentugum stað sem væri miðsvæðis í Evrópu; Zug reyndist hentugastur,“ segir hann en Kaupmannahöfn, London og Amsterdam komu jafnframt til greina. Við vígsluathöfnina í gær kom fram að næstu daga fundi fram- kvæmdastjórinn í nýjum höfuð- stöðvum um breytta framtíðar- stefnu fyrirtækisins. Hún markist ekki síst af því að fólk nái sífellt hærri aldri og muni starfsemin taka mið af því; gera megi ráð fyrir miklum breytingum á næst- unni í framleiðslu á samheita- lyfjum. Þeir sem greiði fyrir vör- una geri sífellt meiri kröfur. Og því þurfi þessi geiri að breytast umtalsvert. Actavis þurfi að bjóða sífellt betri lausnir og vera þann- ig á undan samkeppnisaðilum. Þá sé ljóst að skilin á milli hefðbund- inna lyfjaframleiðenda og sam- heitalyfjafyrirtækja séu sífellt að minnka. Og reikna megi með því að samheitalyfjafyrirtæki eins og þau eru í dag, verði sjaldséð eftir tíu ár. Tekjur Actavis voru 1,7 millj- arðar evra í fyrra. Stefnt er að því að tekjur aukist í tvo milljarða evra á næstu tveimur árum. jab@frettabladid.is / svavar@frettabladid.is Actavis opnar nýjar höfuð- stöðvar í Sviss Forstjóri Actavis segir að staðsetning nýrra höfuð- stöðva í Sviss hafi ekki áhrif á rannsóknir, þróun og framleiðslu lyfja á Íslandi. Borgin Zug laðar til sín fjölda fyrirtækja með lágskattastefnu sinni. Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing RISAVAXIÐ SÓLARORKUVER Í Les Mees í suðurhluta Frakklands er verið að reisa eitt stærsta sólarorkuver landsins. Það er um 50 hektarar að stærð og framleiðir um 36 megavött af rafmagni. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.