Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 28
10. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR20 BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðs- sonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þú ert sko alveg yndislegur, njamm, njamm! VOFF! VOFF!! Bíddu, þú ert með yndis- legt nef. Takk fyrir í dag. Skák? Nei, takk, ég er á blogg- unum mínum. Á blogg- unum? Ertu með mörg? Ég er með þrjú. Eitt fyrir pælingarnar mínar, annað fyrir pælingar mínar um pælingarnar mínar. Og þriðja bloggið er fyrir þær pælingar sem mér dettur í hug á meðan ég var að skrifa á hin bloggin. Enn ein sönnunin fyrir því að netið tekur of mikinn tíma. Allir kubbarnir okkar eru slitnir og brotnir. Sérðu einhverja kubba sem litlu systur þinni gæti líkað við? Já, þessir hérna, alveg pottþétt. Af hverju? Er þetta gott merki? Ég veit ekki, þeir smakkast bara best. Guð minn góður? Ertu á eBay aftur?! Þú ert alltaf á eBay! Hvað ertu að selja núna!? Hversu þung ertu, ástin mín? TVEGGJA TÍMA HLÁTURSKAST... MEÐ HLÉI Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is „Mjög vel heppnaður farsi, hraður og ótrúlega fyndinn“ – IÞ, Mbl Verslun Ármúla 26 522 3000 Opið: virka daga 9.30–18 laugardaga 12–17 VERÐLAUNA- HLJÓMUR FRÁ KEF Hátalararnir frá KEF hafa unnið til margra verðlauna, bæði fyrir hljóm og hönnun. KEF hátalararnir eru því ekki síður fyrir augað en eyrað. Tær og þéttur hljómurinn umlykur þig eins og í risastórri hljómleikahöll. Komdu og leyfðu okkur að leyfa þér að heyra. 239.995 Verð fyrir parið: www.hataekni.is Vi l tu v i ta me i ra um þet ta tæk i? LÁRÉTT 2. samtök, 6. líka, 8. kæla, 9. bar að garði, 11. íþróttafélag, 12. hanki, 14. hroki, 16. kyrrð, 17. yfirgaf, 18. spíra, 20. tveir, 21. hjartaáfall. LÓÐRÉTT 1. á endanum, 3. golf áhald, 4. inúíti, 5. spor, 7. ítalskur róðrarbátur, 10. meiðsli, 13. útdeildi, 15. kirtill, 16. farvegur, 19. samtök. LAUSN LÁRÉTT: 2. stef, 6. og, 8. ísa, 9. kom, 11. kr, 12. snagi, 14. dramb, 16. ró, 17. fór, 18. ála, 20. ii, 21. slag. LÓÐRÉTT: 1. loks, 3. tí, 4. eskimói, 5. far, 7. gondóll, 10. mar, 13. gaf, 15. bris, 16. rás, 19. aa. Á dögunum sótti ég námskeið ásamt nor-rænum kollegum mínum í New York. Meðal staða sem við heimsóttum í ferðinni var Scandinavian House, stofnun sem vinnur að framgangi norrænnar menning- ar vestra. Á jarðhæð var lítil minjagripa- verslun með munum frá Norðurlöndum. Frá Íslandi mátti finna ýmsan varning, sápur og orkusteina, auk bæklinga sem lögðu mikið upp úr hreinleika landsins, óspilltri náttúru og ekki síst skemmtanalífinu. „MÉR hefur alltaf fundist dálítið merki- legt hvað Íslendingar gera mikið úr því út á við hvað landið er hreint og skemmtana- lífið viðburðaríkt,“ sagði ung blaðakona frá Svíþjóð við mig. „Ég hef tvisvar komið til Reykjavíkur og það sló mig hvað borgin var viðburðasnauð og ….“ „Skítug?“ botnaði ég þegar það sótti á hana hik. Hún jánkaði, hálfpartinn skömmustuleg yfir því að hafa hitt naglann á höfuðið. ÞARNA hefði ég eflaust getað látið blóðið renna mér til skyldunnar, hlýtt herkalli Inspired by Iceland, og sett ofan í hana með fullyrðingum um að það væru sko ekki margar borgir af okkar stærðargráðu sem iðuðu jafn mikið af lífi, hún hefði greini- lega aldrei komið á Iceland Air waves eða Listahá- tíð í Reykjavík eða sagt henni frá Öskjuhlíðinni, sem að frátöldum sprautu nálunum og notuðu smokkunum væri bara hin snyrtilegasta náttúruperla. ÉG kinkaði hins vegar kolli. Í orðum hennar fólst nefnilega ekkert yfirlæti; þetta var bara almenn athugasemd við að það væri augljóst misræmi milli landkynningar og raunveruleikans. Óvíða er þetta misræmi greinilegra en í miðborginni, sögulegasta hluta Reykjavíkur, gestaherberginu sem flestir erlendir ferðamenn gista í, sem hefur fengið að grotna rækilega á undan- förnum árum. Menning er að gera hlutina vel, sagði Þorsteinn Gylfason heimspeking- ur einu sinni. Það er freistandi að afmarka skilgreininguna við Ísland og segja: Íslensk menning er að gera hlutina vel og láta þá síðan drabbast niður. NÚ er ég ekki að halda fram að Íslend- ingar séu endilega meiri sóðar en aðrar þjóðir. En til að fullyrða að hér búi hópur þrjú hundruð þúsund snyrtipinna þarf vænan skammt af afneitun. Á dögunum komu erlendir kvikmyndagerðarmenn til Íslands, með leikarann Jeremy Irons í far- arbroddi, til að fjalla um áhrif sorpmengun- ar í Ísafjarðar djúpi. Í þeim örfáu viðtölum sem Irons veitti á meðan dvaldi hér og var hann nær eingöngu spurður út í náttúru- fegurðina. Annað hvort er það til marks um bíræfni eða sjálfsblekkingu. Tandurhrein blekking

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.