Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 34
10. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is FRAMARAR leita að þjálfara fyrir karlalið sitt í handbolta þessa dagana. Reynir Þór Reynisson er hættur eins og kunnugt er. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru tveir menn í myndinni hjá Fram - Einar Jónsson og Patrekur Jóhannesson. Einar er þjálfari kvennaliðs félagsins og var aðstoðarmaður Reynis. Hann þekkir því hópinn vel. Patrekur er síðan á leið heim frá Þýskalandi. HANDBOLTI „Þetta eru líklega enda- lokin. Ég er búinn að hitta lækni og hann er ekki bjartsýnn á fram- tíðina. Þetta er búið að vera mjög erfitt,“ sagði Einar Hólmgeirs- son, leikmaður Ahlen-Hamm, sem hefur leikið sinn síðasta leik sem atvinnumaður. Tíminn mun svo leiða í ljós hvort hann spilar aftur handbolta síðar en svo gæti farið að hann verði að leggja skóna á hilluna. Einar er meiddur á vinstra hné og fer í aðgerð fljótlega vegna meiðslanna. Það mun taka hann nokkra mánuði að jafna sig eftir aðgerðina í kjölfarið mun koma í ljós hvort hann geti spilað hand- bolta á nýjan leik. Samningur Einars við Ahlen- Hamm rennur út í sumar og hann fær ekki nýjan samning. Engin eftirspurn er síðan eftir meiddum manni þannig að Einar á um lítið annað að velja en að koma heim. „Ég hef það orð á mér að vera mikið meiddur og þess vegna er áhuginn enginn. Ég fór í aðgerð á þessu hné fyrir tveim árum vegna brjóskskemmda. Það hefur haldið vel síðan en er illa farið núna. Það þarf að taka það í gegn enda er skemmdin stór og á vondum stað. Læknirinn segir mjög ólíklegt að ég verði atvinnumaður á nýjan leik. Ég veit ekki hvort ég spila hand- bolta á nýjan leik. Spurning hvort það sé þess virði. Ég er ekkert spenntur fyrir því að vera kominn með gervilið á mínum aldri,“ sagði Einar, sem er aðeins 29 ára. „Það er ekkert annað hægt að gera núna en að byrja upp á nýtt. Ég kem væntanlega heim í sumar og fer í endurhæfingu. Ég verð samt örugglega aldrei tilbúin aftur fyrr en um jólin,“ sagði Einar, sem þarf nú að standa í stappi vegna tryggingamála en hann vonast eftir því að tryggingarnar muni greiða fyrir endurhæfinguna. Að sama skapi getur hann ekki spilað handbolta á meðan og því eru engar líkur á því að hann spili hér heima á meðan á endur- hæfingu stendur. Þegar Einar fór utan sem atvinnumaður átti hann bjarta framtíð í vændum. Hann spil- aði vel og var orðinn lykilmaður í íslenska landsliðinu. Síðustu ár hafa aftur á móti verið ein sam- felld sorgarsaga þar sem hver meiðslin hafa rekið önnur. „Ég er búinn að vera meiddur út í eitt eftir jól. Sex eða sjö mismun- andi meiðsli. Það var orðið mjög þreytandi að vera ónýtur og geta síðan ekki neitt. Fyrstu tvö árin mín í Þýskalandi gengu vel en síðan fór að halla undan fæti. Þess- ir síðustu mánuðir hafa svo verið skelfilegir. Ég þarf samt að játa mig sigraðan núna,“ sagði Einar, sem var að gæla við að geta spilað í Þýskalandi í tvö ár í viðbót. „Ég á sem betur fer heilbrigð börn og góða fjölskyldu. Við höfum átt mjög góðan tíma úti og maður verður að taka það með sér. Það er erfitt að sætta sig við þetta og ég er enn að átta mig á þessu. Ég held ég geri það ekki fyrr en eftir nokkra daga.“ henry@frettabladid.is Óvíst hvort ég spila handbolta aftur Atvinnumannsferill stórskyttunnar Einars Hólmgeirssonar er á enda. Hann þarf að fara í aðgerð á hné og verður líklega ekki búinn að jafna sig á henni fyrr en í lok ársins. Framhaldið er óljóst hjá Einari og svo gæti farið að hann spilaði ekki aftur handbolta. Einar segir erfitt að sætta sig við þessa niðurstöðu. BALLIÐ BÚIÐ Atvinnumannsferill Einars Hólmgeirssonar hefur verið ein sorgarsaga síðustu ár. Nú er komið að endalokum og Einar flytur heim í sumar ásamt fjölskyldu sinni. NORDICPHOTOS/BONGARTS Sumarið er komið! Má bjóða þér landslagsráðgjöf? BM Vallá ehf. Bíldshöfða 7 110 Reykjavík Komdu til okkar og fáðu hugmyndir fyrir garðinn þinn. Sími: 412 5000 Fax: 412 5001 sala@bmvalla.is b m va ll a .is Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir, landslagsarkitekt okkar, veitir viðskiptavinum ókeypis ráðgjöf og aðstoð við mótun hugmynda og útfærslu. Ráðgjöfin ásamt tölvuteikningu er þér að kostnaðarlausu. Hafðu samband við sölufulltrúa okkar og pantaðu tíma. Happdrætti Allir sem nýta sér landslagsráðgjöf og kaupa í kjölfarið efni til framkvæmda hjá BM Vallá fara í pott og geta unnið ferð til London fyrir tvo. Gildir út árið 2011. P IP A R \TB W A • S ÍA • 11 1240 FÓTBOLTI Pétur Pétursson, aðstoðar þjálfari KR, fékk að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Keflavík í 2. umferð Pepsi-deild- ar karla á sunnudag. Pétur var heldur ósáttur við dóminn en hann fékk reisupass- ann undir lok leiksins. „Mummi (Guðmundur Reynir Gunnarsson) lenti í klafsi við Guðjón Árna Antoníusson, leikmann Kefla- víkur, og þeir duttu báðir niður fyrir framan varamannaskýli Keflvíkinga,“ sagði Pétur. „Þá stóðu allir upp sem voru á bekknum hjá Keflavík og byrjuðu að drulla yfir Mumma á meðan hann lá meiddur í grasinu. Ég fór yfir til þess að verja minn mann og fékk rautt fyrir það. Ég veit ekki hvað reglurnar segja en mér finnst þetta nokkuð hart.“ Þess má geta að Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, fékk áminningu undir lok leiksins. „Ég viðurkenni fúslega að ég notaði ekki réttu orðin þegar ég fór að verja leikmanninn en það er sama, mér fannst þetta engu að síður hart.“ „Það áttu fleiri að fljúga út af en ég,“ bætti Pétur við. - esá Pétur fékk rauða spjaldið: Fleiri en ég áttu að fljúga út af PÉTUR PÉTURSSON Er þekktur rólyndis- maður en honum hljóp kapp í kinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Liverpool leikur við hvurn sinn fingur þessa dagana og fjarvera Steve Gerrard virðist ekki hafa nein áhrif á liðið. Leik- menn Liverpool léku listir sínar á Craven Cottage í gær er þeir kjöl drógu Fulham, 2-5. Liverpool komst fyrir vikið upp í fimmta sæti deildarinnar. Argentínumaðurinn Maxi Rodriguez er hreinlega sjóðandi þessa dagana og skoraði aftur þrennu. Hann gerði það einnig gegn Birmingham hinn 23. apríl. Hann skoraði svo eitt mark gegn Newcastle um mánaðamótin og er því kominn með sjö mörk í síðustu þremur leikjum. „Þetta var frábær frammistaða hjá strákunum. Við byrjuðum með látum og það var hreinn unaður að fylgjast með fótboltanum sem við spiluðum. Hreyfingin á mönn- um og vinnuframlag var til fyrir- myndar,“ sagði himinlifandi stjóri Liverpool, Kenny Dalglish. „Fulham beit frá sér í síðari hálfleik en við mættum þeim. Við höfum staðið okkur frábærlega síðan í janúar. Ber að þakka leik- mönnum og þjálfurum fyrir það.“ Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Fulham fjórða leik- inn í röð. Hann fann sig ekki frek- ar en félagar hans og var tekinn af velli um miðjan síðari hálfleik. Mark Schwarzer átti skelfilegan dag í marki Fulham. - hbg Argentínumaðurinn Maxi Rodriguez fór hamförum er Liverpool valtaði yfir Fulham á Craven Cottage: Tvær þrennur á skömmum tíma hjá Maxi MAGNAÐUR MAXI Maxi Rodriguez fagnar hér einu af þrem mörkum sínum í gær. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Selfoss komst í 32 liða úrslit Valitor-bikarsins í gær er það lagði ÍA eftir framlengingu og vítakeppni á Selfossi. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2. ÍA komst í 1-2 er Stefán Þórðar- son fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Seinna spjaldið fékk Stefán fyrir kjaft- brúk. Manni fleiri náði Selfoss að jafna og koma leiknum í fram- lengingu. Þar var ekkert skorað og því þurfti að grípa til víta- spyrnukeppni. Þar reyndust taugar heima- manna sterkari og þeir fögnuðu sigrinum innilega í leikslok. - hbg Valitor-bikarinn: Selfoss lagði ÍA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.