Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 12
12 10. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Vegna „tækifærismennsku ófyrirleit-inna stjórnmálamanna“, lýðskrums og staðleysu í umræðunni um fiskveiði- stjórnun hefur Tryggvi Þór Herbertsson farið yfir málið í nokkrum greinum með „tólum hagfræðinnar“. Tryggvi bendir réttilega á að forsendur hagkvæmrar útgerðar séu takmarkanir á aðgangi að auðlindinni, að veiðirétturinn sé til lengri tíma og að veiðirétturinn sé framseljanlegur. Aðeins fyrningarleiðin uppfyllir öll þessi skilyrði. Í henni fá útgerðir lögvar- inn rétt til veiða með kaupum á langtíma veiðirétti meðan veiðirétturinn er aðeins til eins árs í núverandi kerfi. Sóknarmark, sem fyrrverandi sjálfstæðismenn í Frjáls- lynda flokknum hafa aðallega barist fyrir, uppfyllir ekkert skilyrðanna. Þar til við- bótar fullnægir fyrningarleiðin kröfum Sameinuðu þjóðanna um lágmarks mann- réttindi sem núverandi kerfi gerir ekki. Það er því engin tilviljun að þeir þrír nóbelsverðlaunahafar í hagfræði sem hafa tjáð sig um málið hafa mælt með fyrn- ingarleiðinni. Hinn virti sérfræðingur á sviði samkeppnishæfni, Michael Porter, hefur einnig bent á mikilvægi nýliðun- ar, sem er eitt af því sem fyrningar leiðin tryggir. Sterkustu rökin fyrir hagkvæmni fyrningarleiðarinnar koma þó frá LÍÚ. Í umdeildri skýrslu bentu þeir á að núver- andi útgerðar fyrirtæki gætu engan veg- inn staðist samkeppni við hagkvæmari nýliða sem myndu ryðja þeim til hliðar í samkeppni um kvótann. Það er svo aðeins með fyrningar- leiðinni að hægt er að fá óumdeilt verð- mat á auðlindinni og munu því deilur um auðlindagjald heyra sögunni til. Það er líklegast meginástæðan fyrir andstöðu LÍÚ við leiðina. Það er því stórmerkilegt að Tryggvi nefnir fyrningarleiðina aldrei á nafn. Í staðinn hælir hann nákvæmlega eins stjórnkerfi, sem Daninn Warming lagði til. Enda hefur forysta Sjálfstæðisflokks- ins barist gegn fyrningarleið meðan Pétur Blöndal og jafnaðarmenn eru helstu stuðningsmenn leiðarinnar. Því lýsir það Tryggva betur en Jóhönnu Sig- urðardóttur þegar hann kallar hana lýð- skrumara. Nær væri fyrir Tryggva að líta í eigin barm ef hann vill minnka lýðskrum, enda verða fyrri fullyrðingar þingmannsins um að geta galdrað í burtu 20% af skuld- um landsmanna varla nefnd öðru nafni. Tryggvi og tól hagfræðinnar www.listahatid.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA! Sjávar- útvegur Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur K jör heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi standast engan veginn samjöfnuð við það sem gerist í nágranna- löndunum. Ein birtingarmynd þess kemur fram í for- síðufrétt Fréttablaðsins í gær, þar sem sagt var frá því að margir læknar og hjúkrunarfræðingar á Íslandi notuðu sumarleyfi sín og uppsöfnuð vaktafrí til að fara á nokkurs konar vertíð í Svíþjóð og Noregi og hala inn margra mánaða laun á stuttum tíma. Eyjólfur Þorkelsson, formaður Félags almennra lækna, segir frá því í fréttinni að valið standi jafnvel á milli þess að vinna í tíu mánuði á Íslandi og vera í fríi í tvo mánuði eða vinna í tvo mánuði í Svíþjóð og vera í fríi í tíu mánuði. Launin komi nánast út á það sama. Eyjólfur og Elsa B. Frið- finnsdóttir, formaður Félags íslenzkra hjúkrunarfræðinga, segja bæði að það séu ekki einvörðungu kjörin sem freisti íslenzks heilbrigðisstarfsfólks, heldur líka skárri vinnutími og minna álag. Hér heima séu sumir við það að brenna út í vinnunni og líti á það sem ákveðna hvíld að skipta um starfsvettvang og vinna í öðru og betra starfsum- hverfi í útlöndum. Læknaskortur er yfirvofandi vandamál hér á landi, sem þegar er raunar farið að bera á. Ungir læknar flýta sér til útlanda í sér- nám og þeir sem hafa verið í sérnámi ílendast margir hverjir ytra og sjá enga ástæðu til að koma heim. Forystumenn lækna hafa bent á að endurnýjun í stéttinni sé of hæg og á næstu árum geti orðið erfitt að manna til dæmis stöður sérfræðinga á Landspítal- anum þegar núverandi sérfræðilæknar fara á eftirlaun. Víða úti um land er miklum erfiðleikum bundið að manna stöður lækna. Yfirvöldum heilbrigðismála er mikill vandi á höndum. Vegna ástandsins í ríkisfjármálunum verður að spara í rekstri heil- brigðiskerfisins. Á Landspítalanum hefur nánast verið unnið kraftaverk í sparnaði en ein afleiðing þess er mikið álag á starfsfólk, sem getur ekki gengið lengi. Á sama tíma hefur ríkis- stjórnin tekið þá afstöðu að halda beri niðri launum lækna og ráðherrar hafa látið frá sér fara misgáfulegar yfirlýsingar um þau efni. Hæst launuðu læknarnir hafa ekki eingöngu lækkað í launum, heldur eru þeir líka í þeim hópi sem fer verst út úr skatta hækkunum ríkisstjórnarinnar. Engin furða er að læknar, sem eru mjög hreyfanlegt vinnuafl og geta gengið inn í hálaunastörf nánast hvar sem er í heiminum, flytji af landi brott eða sjái litla ástæðu til að snúa heim frá námi. Sá sem frestar heimferð um einhver ár er orðinn mun líklegri til að eyða allri starfsævinni ytra, þannig að íslenzk sjúkrahús eða heilsugæzlustöðvar njóti aldrei starfskrafta hans. Stóra hættan í málinu er sú að íslenzkt heilbrigðiskerfi dragist aftur úr og geti ekki lengur talizt í fremstu röð, einfaldlega vegna þess að hæfustu læknarnir fáist ekki til starfa þar lengur. Það er hætta sem stjórnvöld verða að horfast í augu við og ákveða hvernig eigi að bregðast við. Er kannski ástæða til að hækka hæstu launin? Yfirvofandi læknaskortur Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Kræfur Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, er kræfur náungi. Athugun Ríkisendur- skoðunar leiddi í ljós að hann hafði misfarið með almannafé í áraraðir. Í kjölfarið tók Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra þá eðlilegu ákvörðun að slíta við hann samstarfi. Það var auðvitað ekkert annað í boði. Til að hlífa nemendum skólans og gera þeim kleift að ljúka námi var skólanum leyft að starfa eftir þröngum skil- yrðum í eitt ár til viðbótar og þjónustusamningur gerður í því skyni. Bara víst En síðan skýrslan kom út hefur Ólafur verið með stöðugan derring og látið eins og helsært fórnarlamb málsins. Í gær sendi hann frá sér ein- kennilega fréttatilkynningu þess efnis að hann ætlaði bara víst að taka inn nýja nemendur í haust, sama hvað hver segði. Til þess þyrfti hann bara að hækka aðeins skólagjöld og svo mundu eigendurnir leggja til restina af peningunum. Með eðlilegum hætti Ef það er rekstrar- form sem gengur upp þá er líklega ærin ástæða fyrir stjórnvöld að endur- skoða þjónustusamningsgerð sína við einkareknar menntastofnanir. En hvað ef það gengur ekki upp, sem er sennilegra? Er Ólafur þá ekki að gera verðandi nemendum sínum mikinn óleik, með því að lokka þá í skóla sem alls óvíst er að muni starfa í nema ár í viðbót? Kannski er samt von, því í tilkynningu Ólafs segir líka: „Eigendur Menntaskólans Hrað- brautar hafa ákveðið að haga skólastarfi með eðlilegum hætti veturinn 2011-2012.“ Það var þá kominn tími til. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.