Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 38
10. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR30 LÖGIN VIÐ VINNUNA „Ég er hæstánægður. Þetta er afar spennandi og skemmtilegt,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson, sem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tónlistar- sjóðsins Kraums. 42 umsóknir bárust um stöðuna. Jóhann Ágúst tekur við af Eldari Ástþórssyni sem er kominn til starfa hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP. „Það er búið að vera gaman að fylgjast með Kraumi og það hafa verið flottir hlutir í gangi þar. Það er meiriháttar gaman að halda áfram því starfi sem hefur verið í gangi,“ segir Jóhann, sem hefur mikla reynslu af störfum innan tónlistargeirans. Hann starfaði í nokkur ár í versluninni 12 Tónum og hefur að undanförnu unnið fyrir hljómsveitirnar Amiinu og Nóru. Hann er menntaður viðskiptafræðingur frá HÍ og hefur lokið meistaranámi í menningar- stjórnun frá Bifröst og námi í viðburðastjórnun frá Hólum. Kraumur tónlistarsjóður, sem var stofnaður í byrjun árs 2008 af Aurora velgerðarsjóði, hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf. Úthlutanir sjóðsins á styrkjum fyrir árið 2011 verða tilkynntar á morgun og bíða margir tónlistar- menn spenntir eftir niðurstöðunni. Alls bárust 233 umsóknir um styrki sem er nýtt met. Frá því Kraumur hóf starfsemi sína hafa yfir áttatíu listamenn og hljómsveitir hlotið stuðning frá sjóðnum og má þar nefna Bang Gang, Bloodgroup, Diktu, Hjaltalín, Mugison og Lay Low. -fb Nýr framkvæmdastjóri Kraums NÝR STJÓRI Jóhann Ágúst Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kraums. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Coming Home, íslenska laginu í Euro- vision, er spáð tíunda sæti af blaða- mönnum í Düsseldorf þar sem keppnin fer fram. Felix Bergsson, sérstakur fjöl- miðlafulltrúi hópsins, vitnar í þekktan frasa pólitíkusa í kosningaslag og segir drengina hafa fundið fyrir miklum með- byr að undanförnu. „Það er mikil stemn- ing fyrir strákunum og þeir fengu fínar undirtektir eftir æfinguna í dag [gær].“ Í gærkvöldi var síðan komið að general prufu hópsins en dómnefndir í löndunum sem Ísland er með í riðli kveða upp sinn dóm eftir þá æfingu. „Þeir voru eilítið stressaðir á æfingunni um daginn og fundu aðeins fyrir þessu. Þeir hafa tekið þetta svo létt hingað til. En það er gott að þeir séu búnir að taka stressið út fyrir kvöldið,“ segir Felix, sem kveðst aldrei aftur ætla að fara út í Eurovision í þessu hlutverki. „Þetta er „once in a lifetime“, ég er bara að gera þetta fyrir vin minn Sjonna.“ Mikil vinátta hefur myndast milli Íslendinga og Norðmanna sem spáð er mikilli velgengni í keppninni og Alex- ander Rybak, sigurvegarinn frá 2009, hefur farið fögrum orðum um Vinina og dáðst að því að þetta séu allt alvöru tón- listarmenn. Slíkt er ekki algilt í þessari keppni.„Ég fór síðan með Rybak í partí og það var ótrúleg upplifun, þeir ætluðu hreinlega að rífa hann í sig.“ - fgg Vinir Sjonna hanga á bláþræði SPENNANDI KVÖLD Vinir Sjonna og Þórunn Erna Clausen eiga spennandi kvöld fram undan en íslenska laginu er spáð tíunda sætinu af blaðamönnum. Kanadíski grínistinn Jon Lajoie kemur til landsins í dag og treður upp í Háskólabíói á fimmtudaginn. Lajoie sló fyrst í gegn með grínatriðum sínum á vefsíðunni Youtube og hefur notið talsverðra vinsælda undan- farin misseri. Hann ku vera spenntur fyrir komunni til landsins, en í færslu sem hann birti á Twitter-síðu sinni á dögunum sagðist hann ekki geta beðið og bætti við í fullkominni kaldhæðni að hann væri sér- staklega spenntur fyrir flugferðinni, sem hann sagði taka 15 klukkutíma. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég stama sjálfur. Ég þekki þetta vandamál mjög vel þannig að ég átti ekkert erfitt með að leika þetta,“ segir heilsuræktar- frömuðurinn Arnar Grant. Ný auglýsing Arnars og félaga hans Ívars Guðmundssonar fyrir próteindrykkinn Hámark í leik- stjórn Hannesar Þórs Halldórs- sonar hefur vakið mikla athygli. Þar vísa þeir á skemmtilegan hátt í Óskarsverðlaunamyndina The King’s Speech sem fjallar um baráttu Georgs VI, konungs Bret- lands, við stam og ótta hans við að tala opinberlega. Það sem margir vita ekki er að Arnar hefur sjálfur stamað síðan í barnæsku og er því pínulítið að gera grín að sjálfum sér í auglýs- ingunni. „Maður á ekki að taka sjálfan sig allt of alvarlega. Hver hefur sinn djöful að draga,“ segir Arnar. „Mér finnst allt of margir sem eru með eitthvað mein láta það stoppa sig í því sem þá langar til að gera. Ég hef aldrei látið þetta stoppa mig í einu eða neinu.“ Í The King’s Speech fer aðal- persónan í talþjálfun með góðum árangri. Spurður hvort Arnar hafi gert slíkt hið sama segist hann ekki hafa farið í slíka þjálfun hér á landi. Hann fór aftur á móti til Þýskalands fyrir mörgum árum til að leita sér aðstoðar. „Þetta er bæði kostnaðarsamt hérna heima og svo finnst mér hugað mjög illa að þeim sem stama. Þeir sem stama hafa átt erfitt uppdráttar með að fá hjálp. Þetta er líka ein- mitt hópurinn sem veigrar sér við því að fara af stað og tala við ein- hverja sem geta hjálpað,“ greinir hann frá. „Það er fullt af hæfi- leikaríku fólki sem stamar sem á alls ekki að láta það hægja á sér við að láta drauma sína rætast.“ Lentir þú í einelti í barnæsku vegna stamsins? „Já, en ég lét það aldrei hafa áhrif á mig. Fólk tal- aði stundum um þetta þegar maður heyrði til og stundum fór fólk að hlæja þegar maður var að tala við það. Mörgum sem þekkja ekki þessi vandamál bregður þegar þeir tala við fólk sem stamar.“ Arnar og Ívar hafa sent frá sér margar skemmtilegar Hámarks- auglýsingar og ætla ekkert að hægja á sér í þeim efnum. „Við höfum gert nokkrar í viðbót í allt öðrum stíl. Við reiknum með að setja þær í gang í haust,“ segir Arnar hress. freyr@frettabladid.is ARNAR GRANT: LÉT EINELTIÐ ALDREI HAFA ÁHRIF Á MIG Leitaði sér aðstoðar til Þýskalands vegna stams LÆTUR STAMIÐ EKKI STÖÐVA SIG Arnar Grant lætur stamið ekki stöðva sig við að láta drauma sína rætast. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns A Ð EI N S 2.490 kr. ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. - Beikon og eggjasalat í fínu brauði - Tikka masala kjúklingur í tómatbrauði - Reykt skinka og cheddar ostur í grófu brauði „Zoo Kid, Two Door Cinema Club og Janelle Monae hafa verið mikið á spilaranum upp á síðkastið. Ef til vill er það sumrinu að þakka.“ Þórey Björk Halldórsdóttir, fatahönnuður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.