Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 30
10. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR22 folk@frettabladid.is Mikla athygli vakti þegar greint var frá því að nokkr- ir gamlir vinir og kunn- ingjar hefðu leigt gömlu kexverksmiðjuna Frón og hygðust opna þar gisti- heimili. Um helgina voru síðan dyrnar opnaðar. Kex Hostel er með gistiaðstöðu fyrir 150 manns og hyggst bjóða upp á ódýra gistingu fyrir erlenda og íslenska ferðamenn. Eigendur gistiheimilisins eru þeir Pétur Mar- teinsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, Dagur Sigurðsson, margreynd handboltakempa, Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Ful- ham, Hermann Hreiðarsson, leik- maður Portsmouth, og athafna- maðurinn Kristinn Vilbergsson. „Við vildum athuga hvort það væri ekki hægt að bjarga þessu húsi frá því að vera rifið, enda staðsetning- in frábær,“ sagði Pétur í samtali við Fréttablaðið fyrir tæpu hálfu ári. Þá var hann á fullu í vinnu- gallanum að rífa út úr húsinu og gera allt klárt. Gistiheimilið hefur þegar vakið nokkra athygli utan landsteinanna og fjallað hefur verið um það í erlendum ferðamannabæklingum og vefsíðum. Þá hefur verið gert töluvert úr eignarhlut Eiðs Smára og Hermanns Hreiðarssonar. Þeir tveir voru þó víðsfjarri um helgina þegar gistiheimilið var opnað með pompi og prakt. - fgg Kexverksmiðjan vaknar til lífsins Pétur Marteinsson og Kristinn Vilbergs- son ásamt stórpopparanum Herberti Guðmundssyni. Sigurður Kári Kristjánsson, varaþing- maður og lögfræðingur, bregður á leik ásamt Viðari Þór Guðmundssyni. Eigendurnir Kristinn Vilbergsson og Pétur Marteinsson ásamt matreiðslumanninum Friðriki V sem gægist út um gluggann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jónsi úr Sigur Rós fékk sér sæti hjá hjónunum Ella og Sollu. Þau hafa getað rætt um hollan mat. Boðið er upp á flotta útiaðstöðu hjá Kex-hostel og þar söfnuðust gestirnir saman í blíðviðrinu. Leikaranum John Travolta þykir ekkert tiltökumál að kaupa bæði gjafir og nauðsynjavörur í banda- rísku verslanakeðjunni Walmart þótt hann fljúgi um heiminn í einkaþotu. Samkvæmt innanbúðarmanni verslar Travolta reglulega í Wal- mart og kaupir meðal annars fatnað sinn þar. „Hann heimsækir verslunina reglulega og kaupir ekki aðeins fötin sín þar, heldur einnig gjafir handa vinum og ætt- ingjum. Fjölskyldumeðlimum finnst þetta fyndið í ljósi þess hvað hann er ríkur. En þau kunna líka að meta gjafirnar því þau vita að John eyðir miklum tíma í að finna hina fullkomnu gjöf handa hverjum og einum.“ Þetta er þó ekkert feimnismál fyrir leikarann því hann hefur staðfest þetta í viðtali. „Í Wal mart fást ótrúlegar gjafir, ég keypti nokkra kjóla þar til að gefa í jólagjöf og þeir slógu í gegn,“ sagði hann. Verslar í Walmart Cyndi Lauper, sem heldur tón- leika í Hörpunni 12. júní, steig óvænt á svið með kanadísku hljómsveitinni Arcade Fire á New Orleans djasshátíðinni fyrir skömmu. Lauper og Régina Chas- sagne úr Arcade Fire sungu þar saman vinsælasta lag Lauper, Girls Just Want to Have Fun, við mikinn fögnuð við- staddra. Lauper hélt áfram og söng einn- ig lag Arcade Fire, Sprawl II (Mounta- ins Beyond Mountains), af síðustu plötu hljómsveitar- innar, The Sub- urbs. Söng með Arcade Fire CINDY LAUPER SPARSAMUR John Travolta sparar peninga með því að versla í Wal- mart. „Ég ætla að spila fyrir alla sem vilja heyra,“ segir tónlistar- maðurinn Karl Hallgrímsson, sem ætlar að vera duglegur við spilamennsku í sumar. Hann heldur þrenna útgáfutónleika vegna fyrstu plötu sinnar, Héðan í frá, í byrjun næsta mánaðar. Karl starfar sem tónmennta- kennari í Naustaskóla á Akur- eyri. Hann hefur verið viðloðandi tónlist í fjölda ára, meðal annars á Akureyri og á Akranesi þar sem hann bjó um sjö ára skeið. Tvö gömul lög eru einmitt á nýju plötunni, eða frá árunum 1994 og 1995. „Ég átti svolítið af lögum og var búinn að prófa að spila þau með tveimur ólíkum hljóm- sveitum og tvisvar sinnum einn á tónleikum. Mér fannst það ganga upp allt saman og þá fór ég að skoða þennan möguleika,“ segir hann um tilurð nýju plötunnar. „Svo er maður búinn að læra það af reynslunni að rétti tíminn er aldrei. Kannski er ég búinn að vera að bíða eftir honum í tíu ár. Það er svolítil klikkun að vera svona lengi að þessu en í staðinn er ég að gefa út þroskaða og góða plötu,“ bætir hann við. Hljómsveitin sem verður með Karli á útgáfutónleikunum er skipuð þeim Birgi Baldurs- syni, Eðvarði Lárussyni, Pálma Gunnars syni og Kjartani Valdemars syni. Fyrst spila þeir á Græna hattinum á Akureyri 1. júní, síðan í Tónbergi á Akranesi 4. júní og loks á Café Rosenberg 6. júní. Fyrir áhugafólk um þægi- lega og vandaða popptónlist er Héðan í frá fáanleg í verslunum Eymundsson. - fb Rétti tíminn er aldrei FYRSTA PLATAN Karl Hallgríms- son hefur gefið út sína fyrstu plötu, Héðan í frá. milljón sinnum hefur nýjasta myndband söngkonunnar Lady Gaga við lagið Judas verið spilað á Youtube. Sex dagar eru síðan myndbandið var sett inn. 13 Dagskráratriði óskast Hitt Húsið Sími: 411 5500 17juni@hitthusid.is www.17juni.is Auglýst er e ir skemm - og sýningaratriðum fyrir þjóðhá ðarskemmtun í Reykjavík. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna og ölskylduskemmt- unum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götu- uppákomum. Hægt er að sækja um flutning atriða, uppákomur og viðburði á vefnum www.17juni.is en umsóknum má einnig skila í Hi Húsið, Pósthússtræ 3-5, 101 Reykjavík á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er l 12. maí. Upplýsingar í síma 411 5502 eða á 17juni@hi husid.is 17. júní í Reykjavík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.