Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 19
Óæskileg aukefni og fyllingarefni í matvöru rata inn fyrir varir okkar á hverjum degi og erfitt getur verið að forðast þau. Í verslunum Maður Lifandi geta viðskiptavinir verið öruggir um að vörurnar séu án slíkra efna. „Viðskiptavinir okkar geta treyst þeim vörum sem seldar eru í Maður Lifandi og þurfa því ekki að lesa innihaldslýsingar til að ganga úr skugga um að þær séu án óæskilegra auk- og fyllingarefna, við sjáum um það,“ segir Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Maður Lifandi sem sérhæfir sig í að bjóða slíkar vörur. Maður Lifandi selur innfluttar lífrænt vottaðar vörur í bland við náttúrulegar. Í verslunun- um fást einnig íslenskar lífræn- ar og náttúru legar vörur en eitt af markmiðum fyrirtækisins er að bjóða upp á sem mest af árstíða- og svæðis bundnum vörum. „Með aukinni meðvitund um umhverfisáhrif neyslu vilja sífellt fleiri forðast vörur sem búið er að eyða mikilli orku og eldsneyti í að flytja milli landa og heimsálfa. Okkar markmið er því að bjóða vörur úr nánasta umhverfi og auka úrvalið af íslenskum lífrænum af- urðum og vörum beint frá bónda,“ segir Arndís. „Það þyrftu miklu fleiri að framleiða lífrænar vörur hér á landi. Örfá bú framleiða líf- rænt lamba- og nautakjöt og líf- rænt ræktaðir kjúklingar, svína- kjöt og egg eru ekki fáanleg hér á landi til dreifingar en við mynd- um hoppa á það fyrst verslana og selja með glöðu geði,“ segir Arndís og hvetur þá sem ætla sér að fram- leiða lífrænar vörur að hafa sam- band við Maður Lifandi. Íslenska neytendur þyrsti í lífrænt rækt- aðar dýraafurðir enda framleidd- ar með velferð dýranna að leiðar- ljósi sem gefur af sér heilnæmari afurðir og lágmarkar umhverfis- áhrifin af framleiðslunni. „Ísland er langt á eftir öðrum Evrópulöndum hvað varðar fram- leiðslu á lífrænum vörum. Við búum við góðar, náttúrulegar að- stæður hér á landi til að rækta og framleiða slíkar vörur og íslenska lífrænt ræktaða grænmetið er rifið út þegar það kemur,“ segir Arn- dís en Maður lifandi fær vikuleg- ar sendingar af nýju innfluttu líf- rænu grænmeti og ávöxtum í við- bót við það íslenska grænmeti sem fæst hverju sinni. Arndís segir þróunina í þess- um efnum vera á einn veg og að ís- lenskir framleiðendur komist ekki hjá því að breyta áherslum sínum. Neytendur kalli eftir heilnæmari vörum. „Það eru miklar breytingar væntan legar en neytendur kalla bæði eftir auknu framboði og að- gengi að lífrænt vottuðum vörum. Við höldum stundum að bara ef vara er íslensk þá sé hún í lagi, en það er verið að flytja inn erfðabreytt fóður, eiturefni ýmis konar og til búinn áburð til að nota í framleiðslunni og því miður er það reglan frem- ur en undantekningin að kjötvör- ur séu þyngdar með því að bæta út í þær kartöflumjöli eða sojaprótíni sem binda vatn og að fjölmörgum aukefnum eins og rot varnar- þráa- varnar- og bindiefnum sé bætt í neysluvörur. Í dag eru neytendur að verða sífellt betur upplýstir og gera því meiri kröfur en áður um vörur úr hágæða hráefnum. Þetta á líka við um aðrar vörur,“ segir Arn- dís en Maður Lifandi selur einnig lífrænar snyrti- og hreinlætis vörur, meðal annars frá íslenskum fram- leiðendum. „Rannsóknir hafa sýnt að ýmis efni sem notuð eru í snyrti- og hreinlætisvörur séu krabbameins- valdandi og hormónatruflandi. Framleiðendum er í raun í sjálfs- vald sett hvað þeir setja í þess- ar vörur og því verða neytend- ur að vera á varðbergi. Um þetta eru sífellt fleiri meðvitaðir í dag. Við finnum fyrir auknum áhuga í verslunum okkar og markaðurinn er að taka við sér. Þó einkaneysla sé að dragast saman í samfélaginu finnum við ekki fyrir því í Maður Lifandi. Neytendur gera sér betur grein fyrir því en áður að ódýr mat- væli séu í raun dýrkeypt blekking eins og fjallað hefur verið um í fjöl- miðlum undanfarið.“ Áhyggjulaus innkaup ●LÍFRÆNIR ÁVEXTIR OG GRÆNMETI Í HVERRI VIKU Maður Lifandi býður fjöl- breytt úrval af innfluttum líf- rænt ræktuðum ávöxtum og grænmeti, sem kemur í hverri viku, í viðbót við það íslenska líf- ræna grænmeti sem er fáan legt hverju sinni. Rannsóknir hafa sýnt að lífrænt ræktaðir ávextir og grænmeti innihaldi meira af vítamínum, steinefnum og and- oxunarefnum enda úr gróður- mold sem haldið er frjórri á náttúrulegan hátt. Þeir sem til þekkja eru sammála um að það sé einnig bragðmeira og betra. ●PERSÓNULEG ÞJÓN USTA OG RÁÐGJÖF Starfs- fólk Maður Lifandi á það sam- eiginlegt að hafa mikla reynslu, þekkingu og áhuga á heilbrigð- um, náttúrulegum og lífrænum lífsstíl, og mikla þjónustulund. Það er því einstaklega vel í stakk búið til að veita viðskiptavinum hagnýtar upplýsingar og góð ráð, hvort sem þeir eru byrjend- ur eða lengra komnir. Áhuga- samir geta einnig skráð sig á fyrir lestra og námskeið á vegum fyrirtækisins. Komdu við í Maður Lifandi og fáðu frekari upplýsingar 10 árum yngri á 10 vikum www.madurlifandi.is Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími: 585 8700 Hæðarsmára 6 201 Kópavogur Sími: 585 8710 Hafnarborg 220 Hafnarfirði Sími: 585 8720 • Hörfræolía • Clipper grænt te • D-vítamín • Eve (fjölvítamín) • Chromium Picolinate (króm) • Whey Protein (mysuprótein) • B-sterkur (B-vítamín) • Q-10 (andoxunarefni) • Extra Virgin kókosolía Startpakki Þorbjargar 10% afslátturÞorbjörg Hafsteinsdóttir, höfundur bókarinnar 10 árum yngri á 10 dögum, hefur í tvo áratugi rannsakað mataræði og nútíma lífsstíl og komist að niðurstöðu um hvers konar matur, vítamín og bætiefni viðhaldi best æsku og lífsþrótti. Í samstarfi við Þorbjörgu höfum við safnað saman nokkrum vörum sem hún telur mikilvægar gegn ýmsum kvillum og ótímabærri öldrun. Lıfrænn lífsstíll Sérblað • Þriðjudagur 10. maí 2011 • Kynning Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Maður Lifandi. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.