Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 8
18. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR8 1 Hverjir hóta að beita neitunar- valdi gegn tilskipun ESB? 2 Hver keppir um að hanna bol fyrir H&M? 3 Hvar spígspora blá lömb? SVÖR 1. Norðmenn 2. Auður Ýr Elísabetardóttir. 3. Um Steingrímsfjörð. REYKJAVÍKURBORG „Mér þykir fárán- legt af ykkur að krefja mig um að endurgreiða þennan styrk,“ segir fatahönnuðurinn Linda Björg Árna- dóttir í bréfi til menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkur sem vill að Linda borgi til baka fimm hundruð þúsund króna styrk. Linda fékk styrkinn frá borginni í janúar í fyrra. Í umsókn henn- ar kom fram að markmiðið væri að stofna fyrirtæki sem hjálpaði ungum fatahönnuðum að taka sín fyrstu skref. Í umsögn fagnefndar um styrk- umsókn Lindu á sínum tíma kom fram að hún er reynslumikill og virtur hönnuður og fagstjóri hönn- unardeildar Listaháskóla Íslands. Hún vilji aðstoða unga og efnilega hönnuði við að finna sér farveg. „Slíkt er dýrt og torsótt fyrir byrj- endur,“ benti fagnefndin á og mælti með því að Linda fengi styrk. Fyrr á þessu ári krafðist ferða- og menningarsvið borgarinnar þess að styrkurinn yrði endur- greiddur. Sama gilti um þrjá aðra styrki fyrir samtals 1.150 þúsund krónur. Alls var 91 styrkur veittur fyrir 62 milljónir í fyrra. Í bréfi til Lindu í febrúar er henni bent á að ekki hafi orðið af framkvæmd verkefnisins á þann hátt sem voru forsendur styrksins. Hún hafi skrifað undir yfirlýsingu um að hún gerði sér grein fyrir því að í slíkum tilfellum gæti borgin krafist endurgreiðslu. Linda segir í bréfi til borgarinn- ar að verkefnið hafi meðal annars goldið fyrir það að styrkir til þess hafi ekki fengist annars staðar frá. Verkefnið hafi þróast í versl- unina Kiosk sem hópur hönnuða reki á Laugavegi. Allar 500 þús- und krónurnar hafi farið í kostn- að og reyndar 250 þúsund krónur að auki. „Ég eyddi tíma mínum í að reyna að skapa tækifæri fyrir mína fyrrverandi nemendur,“ segir Linda sem kveður verkefnið hafa verið unnið af áhuga og ein- lægni. „Þó að það hafi endað öðru- vísi en í upphafi var planað þá komu samt svipað góðir hlutir út úr því og til stóð.“ Menningar- og ferðamálaráð tók bréf Lindu fyrir á fundi í síð- ustu viku en frestaði afgreiðslu þess þar til það hefur fengið nán- ari upplýsingar, meðal annars um fjárhagslegt uppgjör verkefnisins og bókhaldsleg fylgigögn. gar@frettabladid.is LINDA BJÖRG ÁRNADÓTTIR Fagstjóri hönnunardeildar Listaháskóla Íslands segir að þótt verkefni sem hún fékk styrk frá Reykjavíkurborg til að framkvæma hafi þróast öðruvísi en ætlað var hafi útkoman verið álíka góð. Niðurstaðan hafi orðið verslunin Kiosk sem opnuð var á Laugavegi í fyrrasumar. MYNDIN ER SAMSETT. Fatahönnuður vill ekki borga styrk til baka Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður er ósátt við þá kröfu að hún endurgreiði 500 þúsund króna styrk sem Reykjavíkurborg veitti til að skapa farveg fyrir unga hönnuði. Borgin vill fjóra af 91 styrk til baka. Ég eyddi tíma mínum í að reyna að skapa tækifæri fyrir mína fyrrver- andi nemendur. LINDA BJÖRG ÁRNADÓTTIR FAGSTJÓRI HÖNNUNARDEILDAR LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS. MPM, meistaranám í verkefnastjórnun Spennandi kostur fyrir þá sem hafa áhuga á mjög hagnýtu stjórnunarnámi Alþjóðleg vottun í verkefnastjórnun í umboði alþjóðasamtaka verkefna- stjórnunarfélaga (IPMA) Skemmtilegir nemendur og heims- þekktir kennarar Opnar starfsvettvang víða í íslensku samfélagi og um allan heim Tveggja ára nám samhliða starfi Umsóknarfrestur er til 31. maí Markmið MPM-námsins eru: Að mennta og þjálfa nemendur í að takast á við margvísleg viðfangsefni með aðferðum verkefnastjórnunar. Einnig að mennta og þjálfa nemendur í sjálfstjórn, samskiptum, forystu, teymisvinnu og eflingu liðsheilda. Vor í íslenskri verkefnastjórnun Ráðstefna um verkefnastjórnun verður haldin á Hótel Sögu föstudaginn 20. maí kl. 13–17. www.mpm.is PI PA R \T B W A - S ÍA Náðu utan um verkefnin Kynningarfundur um MPM-nám í HÍ í Námu, Endurmenntun HÍ, fimmtudaginn 19. maí kl. 17.30 ÍRLAND, AP Elísabet Bretadrottning lét sprengjuhótanir ekki stöðva sig í að heimsækja Írland í gær. Tilgang- urinn er að styrkja tengsl Írlands og Bretlands og fagna góðum árangri friðarsamninga á Norður-Írlandi. Bretadrottning ætlar að vera á Írlandi þangað til á föstudag eða samtals í fjóra daga. Hún byrjaði á að heimsækja Mary McAleese, for- seta Írlands, og saman hittu þær Enda Kenny forsætisráðherra. McAleese hefur í fjórtán ár reynt að fá því framgengt að Bretadrottn- ing kæmi í heimsókn til Írlands. Hún fagnaði því Elísabetu innilega og sagði að bæði löndin væru stað- ráðin í að bæta heiminn í framtíð- inni. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1911 sem breskur þjóðhöfðingi kemur til Írlands, og þar með í fyrsta sinn frá því að Írska lýðveldið var stofn- að árið 1921. Hundrað ár eru sem sagt liðin frá því að Georg V., þáverandi Bret- landskonungur og afi Elísabetar, kom í heimsókn til Írlands. - gb Elísabet Bretadrottning í opinberri heimsókn á Írlandi fram á föstudag: Fyrsta heimsóknin í heila öld TÓKU VEL Á MÓTI DROTTNINGU Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, heilsar Elísabetu Bretadrottningu. Á milli þeirra stendur Mary McAleese, forseti Írlands. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P NÁTTÚRA Fuglavernd skorar á meindýraeyða og garðeigendur að fara að lögum og eyða ekki stara- hreiðrum meðan egg og ungar eru í hreiðrinu. Starinn er alfriðaður og því ólöglegt að drepa staraunga í hreiðri eða eyða eggjum. Starinn er nýlegur landnemi hér á landi. Hann sækist eftir nábýli við mann- inn og getur því borist óværa úr hreiðrinu í híbýli manna inn um glugga. Best er að koma í veg fyrir staravarp með því að loka glufum og rifum sem fuglarnir sýna áhuga snemma vors. „Sumir setja út varpkassa í tré eða húsveggi fjarri gluggum og þakkar starinn fyrir sig með fjölbreyttum söng og líflegu lát- bragði,“ segir í tilkynningu frá Fuglavernd. - shá Hvetja til að fólk virði lög um stara: Má ekki eyða hreiðrum STARI Hermir eftir söng annarra fugla. MYND/JÓHANN ÓLI HILMARSSON LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn frá Akranesi stöðvuðu í fyrrakvöld akstur bifreiðar í Hvalfirði vegna gruns um að ökumaður væri undir áhrifum fíkniefna. Þeir fengu starfsbróður úr Borgarnesi til liðs við sig. Kannaði hann veg- arspotta næst staðnum þar sem ökumaðurinn var stöðvaður og fann þar poka með 100 grömmum af marijúana. Ökumaðurinn sem handtekinn hafði verið viðurkenndi að hafa kastað pokanum út úr bílnum er hann varð lögreglu var. Maður- inn reyndist vera undir áhrifum fíkniefna. - jss Ökumaður í vímu stöðvaður: Henti út poka með maríjúana SVÍÞJÓÐ Morðum vegna átaka glæpagengja í Svíþjóð fjölgar mikið, samkvæmt nýrri rann- sókn. Banvænt ofbeldi hefur minnk- að í heildina síðan í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar en þróun- inni er öfugt farið hjá glæpa- gengjum. Frá 1990 til 1996 voru 43 drepnir í átökum milli glæpa- manna, en 2002 til 2008 voru rúmlega 70 drepnir. Þá sýnir skýrslan að morðum sem framin eru með ólöglegum skotvopnum fjölgar líka, úr 51 í 75. - þeb Ný rannsókn í Svíþjóð: Miklu fleiri klíkumorð VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.