Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 18. maí 2011
Tölur um viðsnúning í afkomu ríkissjóðs frá árinu 2008 til árs-
ins 2011 tala sínu máli. Halli ríkis-
sjóðs árið 2008, eftir hrun efnahags-
kerfisins, varð bókfærður upp á 216
mia. kr.
Á þessu ári er áætlaður halli
samkvæmt fjárlögum komin undir
40 mia. kr. og frumjöfnuður orðinn
jákvæður, þ.e. kominn er afgangur
í ríkissjóð þegar horft er framhjá
vaxtatekjum og vaxtagjöldum rík-
issjóðs. Þessi kröftuga umbreyting,
sem vakið hefur athygli utan land-
steina, gerir ríkissjóði nú kleift að
koma með myndarlegum hætti að
gerð kjarasamninga.
Svigrúmið sem myndast hefur
í ríkisfjármálum á grunni ofan-
greinds árangurs gerir það mögu-
legt að hækka bótaflokka, efla
framkvæmdir á vegum ríkisins,
verðtryggja persónufrádrátt frá
og með 2012, standa að baki kjara-
bótum til opinberra starfsmann og
efla menntun, svo fátt eitt úr yfir-
lýsingu ríkisstjórnarinnar vegna
kjarasamninga sé nefnt. Hin erfiðu
ár umfangsmikils niðurskurðar í
ríkisfjármálum eru að baki og við
tekur stíft aðhald. Vonir eru bundn-
ar við að vöxtur hagkerfisins á þeim
grunni, sem lagður hefur verið, geri
okkur kleift að standa undir
kjara- og velferðarsókn næstu
ára og ná samtímis áframhaldandi
árangri við að gera ríkisfjármálin
sjálfbær. Því er þó ekki að leyna að
tekjuáhrif, en einkum þó útgjalda-
áhrif tengd kjarasamningum eru
umtalsverð og því sætir nú efna-
hagsáætlun til meðallangs tíma
endurskoðun.
Það er jafnframt ánægjulegt að
í apríl minnkaði atvinnuleysi um
hálft prósentustig. Atvinnuleysi er
þó enn of hátt miðað við það sem við
þekkjum hér á landi en full ástæða
er til að ætla að góðar horfur fram-
undan um fjárfestingar í hagkerf-
inu taki nú að vinna á því böli. Nú
þegar eru hafnar framkvæmdir
við að reisa kísilflöguverksmiðju
í Helguvík, stækkun í Straumsvík
og bygging Búðarhálsvirkjunar er í
fullum gangi. Fjölmargir fleiri aðil-
ar hafa lýst yfir áhuga á að fjárfesta
í stórum verkefnum hér á landi.
Þess má geta að í yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar er gert ráð fyrir fjár-
festingu upp á 80 mia kr. í Þingeyj-
arsýslum en fjárfestingar í heild á
landinu eiga eftir, og þurfa auðvitað,
að aukast verulega.
Óbreytt lánshæfismat - varnarsigur
Niðurstaða Standard & Poors og
áður Moody´s um óbreytt láns-
hæfismat og ákvörðun Fitch um
að færa lánshæfishorfur Íslands
af neikvæðum í stöðugar má heita
varnarsigur. Auðvitað hefði verið
betra að lánshæfismatsfyrirtækin
hefðu hækkað lánshæfismat lands-
ins eins og þau gáfu sterklega til
kynna að yrði gert ef samningar
vegna Icesave hefðu verið sam-
þykktir. En úr því að svo varð ekki
er það tvímælalaust til bóta að láns-
hæfismatið lækkaði ekki. Varn-
arsigurinn er líka mikilvægur í
samhengi kjarasamninga og vænt-
anlegra fjárfestinga því forsenda
margra þeirra verkefna sem ráðist
verður í er lánsfjármögnun mikil-
vægra aðila á borð við Landsvirkj-
un. Neikvæðar horfur í lánamálum
ríkisins hefði því getað haft áhrif
á stöðu Landsvirkjunar og því afar
mikilvægt að horfurnar séu stöð-
ugar og helst batnandi.
Á bak við þennan varnarsigur
er líka mikil vinna við að koma á
framfæri upplýsingum um raun-
verulega stöðu landsins – benda á
undirliggjandi styrkleika hagkerf-
isins og vænlegar framtíðarhorfur.
Niðurstaða matsfyrirtækjanna,
hvað sem mönnum kann að finn-
ast um þau, er staðfesting á því að
umheimurinn er meðvitaður um að
Ísland er smátt og smátt að sigrast
á sínum miklu erfiðleikum. Svarta-
gallsraus ýmissa aðila hér heima
fyrir breytir ekki framkominni
niðurstöðu þeirra heldur er litið
til þess árangurs sem náðst hefur
í glímunni við hrunið. Framanaf
gekk bölsýnin út á að yfirvofandi
væri greiðsluþrot landsins og til
voru þeir sem vildu gefast upp og
leita eftir inngöngu í Parísarklúbb-
inn. Sá kór hefur að mestu þagnað
og meira en 1½ ár er liðið síðan að
Ísland hvarf af lista yfir þær þjóðir
sem líklegastar eru til að stefna í
greiðsluþrot.
Þó svo að Ísland standi enn
frammi fyrir margvíslegum og erf-
iðum úrlausnarefnum er það versta
óumdeilanlega að baki. Á komandi
mánuðum munu margir finna fyrir
því að hagkerfið er farið að taka við
sér og róðurinn á ýmsan hátt tek-
inn að léttast. Um leið og við látum
það almennt eftir okkur að trúa
þessu munu miklir kraftar leys-
ast úr læðingi. Það er komin tími
til. Nú er það „samtakið“ og trú á
framtíðina sem gildir.
Ísland á réttri leið
Reykjavíkurborg ákvað nýver-ið að bjóða upp á 1.900 sumar-
störf fyrir ungt fólk í stað 1.500
starfa eins og hefur verið síðast-
liðin sumur. Ástæðan er sú að síð-
astliðið sumar þáðu um 400 náms-
menn fjárhagsaðstoð frá borginni.
400 vinnufærir námsmenn sem
eyddu sumrinu í aðgerðaleysi og
fengu fá eða engin tækifæri til
að nýta krafta sína. Á sama tíma
greiddi borgin þeim framfærslu-
eyri en gat ekki nýtt sér vinnu-
fúsar hendur þeirra. Þetta ástand
viljum við ekki sjá í sumar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og
Besta flokksins samþykktu nýlega
í borgarráði að þeir sem hefðu
verið án vinnu síðastliðið Sumar,
og skorti þar af leiðandi starfs-
reynslu, skyldu njóta forgangs í
sumarstörf borgarinnar. Reykja-
víkurborg á að líta á það sem
frumskyldu sína að veita ungu
fólki sem annars fær enga atvinnu
reynslu af fjölbreyttum störfum,
enda er slík reynsla ómetanleg
hverjum og einum. Ef ungt fólk
fær ekki tækifæri til að efla sig
yfir sumartímann er hætta á að
það öðlist litla reynslu og festist í
áralöngum vítahring atvinnuleys-
is og fátæktar. Við bindum vonir
við að atvinnulífið skapi jafn mörg
sumarstörf og áður, en getum ekki
skorast undan þeirri ábyrgð að
veita óreyndu fólki vinnu. Í þessu
sambandi ætti borgin að gera
gullnu regluna að sinni og hugsa:
Allt sem þér viljið að aðrir menn
gjöri borgarbúum, það skuluð þér
og þeim gjöra.
Þessi fjölgun sumarstarfa kost-
ar borgina um 218 milljónir, sem
eru að mestu teknar af lið sem
kallast „ófyrirséð“. Það er von
okkar sem stöndum að þessu átaki
að við spörum verulegar fjárhæð-
ir, eða ríflega 100 milljónir sem
annars færu í fjárhagsaðstoð til
sama hóps. Með því að bjóða upp á
vinnu erum við ekki skuldbundin
til að greiða fulla fjárhagsaðstoð
til þeirra sem ekki vilja vinnu.
Þeir sem þiggja ekki vinnu hjá
borginni en eru vinnufærir eiga þó
aðeins rétt á hálfri þeirri fjárhags-
aðstoð sem þeir annars eiga rétt
til. Við gerum ráð fyrir að flestir
vilji vinna, því það er ekki fýsileg-
ur kostur fyrir ungt fólk sem býr
í foreldrahúsum að lifa á 37.250
þús. á mánuði þegar það á kost á
vinnu t.d. í átta vikur og fær fyrir
það 174 þús. á mánuði, auk reynsl-
unnar sem er ekki síður mikilvæg
í reynslubankann og í starfsferils-
skrána.
Ef reynslan af þessu verkefni
verður góð, eins og vonir standa
til, gætum við í framhaldinu fært
fjármagn úr fjárhagsaðstoðinni til
atvinnuskapandi verkefna fyrir
fleiri aldurshópa. Í því er fólginn
mikill ávinningur fyrir borgarbúa
og Reykjavíkurborg.
Atvinna í stað aðgerðaleysis
Ríkisfjármál
Steingrímur J.
Sigfússon
fjármálaráðherra og
formaður VG
tímanlega. Ekki geyma það til síðasta dags
skila atkvæði þínuMundu að
FLÓABANDALAGIÐ
ATH! Atkvæði í póst skilist í síðasta lagi 20. maí
24. maí er síðasti dagurinn sem þú hefur til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana
MORA Í 25 ÁR Á ÍSLANDI
42.900,-
kr.
Sumarstörf
Björk
Vilhelmsdóttir
borgarfulltrúi og
formaður velferðarráðs