Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2011 7 skólar og námskeið ● fréttablaðið ● ● KENNARAR LENDA FREKAR Í EINELTI Ítarleg rannsókn á vegum Manchest- er School of Management frá árinu 2000 sýndi fram á það að kennarar væru sú starfsstétt sem væri í mestri hættu á að lenda í einelti á vinnustað. 15,5 prósent kennara sögðust þá búa við einelti á vinnustað og 35,4 prósent sögðust hafa lent í því síðastliðin fimm ár. Sam- kvæmt rannsókn Economic and Social Research Institute á Írlandi frá árinu 2009 lentu 13,8 prósent starfsmanna í skólum í einelti en 7,9 prósent á öðrum vinnustöðum. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Iðnaðurinn óskar eftir vel menntuðu fólki til starfa. Verk- og tækninám er skynsamlegt og gefur fjölbreytt tækifæri. Kíktu á NÁM OG STÖRF á idan.is Mótum eigin framtíð – Núna er rétti tíminn! Tækifæri Byggingariðnaður Áliðnaður Líftækni Prentiðnaður Matvælaiðnaður Listiðnaður Véltækni Málmtækni Upplýsingatækni ● NÁMSTÆKNI SPARAR TÍMA Háskólanám kallar oftar en ekki á endurskoðun náms- aðferða enda er námsefnið yfirleitt mun yfirgripsmeira en á grunn- og framhaldsskóla- stigi. Námstækni er hjálpar- tæki sem auðveldar nemend- um að tileinka sér nýja þekk- ingu og sparar tíma. Tímastjórnun, lestrartækni og glósutækni eru lykilþættir en á vef Háskólans í Reykjavík www.ru.is eru þeir útskýrðir frekar. Hvað varðar skilvirkan lestur eru ýmsar aðferðir til en oftast er um að ræða skimun, lestur og upprifjun. Hvað tíma- stjórnun varðar er skipulagið ofar öllu en þumalputtareglan er sú að nemandi í fullu námi þurfi að verja 45-50 klukku- stundum á viku í námið með skólasókn og heimavinnu. Glósur þykja af hinu góða en með því að glósa verða nem- endur virkari í tímum og efni hverrar kennslustundar síast betur inn. ● HÁSKÓLI PLATONS Gríski heim- spekingurinn Platon var af auðug- um ættum og notaði auðæfi sín til að stofna fyrsta háskóla í heimi. Há- skólinn hlaut nafnið Akademia eftir staðnum sem hann stóð á rétt utan við Aþenuborg. Sá skóli starfaði í meira en þúsund ár og eftir honum eru æðri menntastofnanir nefndar á allmörg- um tungumálum svo sem orðasam- bandið „academic institution“, sem haft er um æðri menntastofnanir á ensku, ber með sér. ● NÁMSKEIÐ Í VERKEFNASTJÓRNUN OG LEIÐTOGAÞJÁLFUN Endurmenntun Háskóla Ís- lands býður upp á nám í verkefnastjórnun og leið- togaþjálfun. Námið hefur verið vinsælt frá árinu 2003 en á því hafa verið gerðar nokkrar endurbætur. Nám- skeiðið hefst næsta haust og spannar tvö kennslu- misseri sem skiptist í fjögur námskeið. Í náminu er leitast við að efla fjóra meginfærniþætti nemenda; stefnumótunarfærni, skipulagsfærni, leiðtogafærni og samskiptafærni. Unnið er með þessa færniþætti jafnt og þétt yfir allan námstímann. Umsóknarfrestur er til 30. maí. Nánari upplýsingar má finna á www.endur- menntun.hi.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.