Fréttablaðið - 18.05.2011, Page 31

Fréttablaðið - 18.05.2011, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2011 7 skólar og námskeið ● fréttablaðið ● ● KENNARAR LENDA FREKAR Í EINELTI Ítarleg rannsókn á vegum Manchest- er School of Management frá árinu 2000 sýndi fram á það að kennarar væru sú starfsstétt sem væri í mestri hættu á að lenda í einelti á vinnustað. 15,5 prósent kennara sögðust þá búa við einelti á vinnustað og 35,4 prósent sögðust hafa lent í því síðastliðin fimm ár. Sam- kvæmt rannsókn Economic and Social Research Institute á Írlandi frá árinu 2009 lentu 13,8 prósent starfsmanna í skólum í einelti en 7,9 prósent á öðrum vinnustöðum. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Iðnaðurinn óskar eftir vel menntuðu fólki til starfa. Verk- og tækninám er skynsamlegt og gefur fjölbreytt tækifæri. Kíktu á NÁM OG STÖRF á idan.is Mótum eigin framtíð – Núna er rétti tíminn! Tækifæri Byggingariðnaður Áliðnaður Líftækni Prentiðnaður Matvælaiðnaður Listiðnaður Véltækni Málmtækni Upplýsingatækni ● NÁMSTÆKNI SPARAR TÍMA Háskólanám kallar oftar en ekki á endurskoðun náms- aðferða enda er námsefnið yfirleitt mun yfirgripsmeira en á grunn- og framhaldsskóla- stigi. Námstækni er hjálpar- tæki sem auðveldar nemend- um að tileinka sér nýja þekk- ingu og sparar tíma. Tímastjórnun, lestrartækni og glósutækni eru lykilþættir en á vef Háskólans í Reykjavík www.ru.is eru þeir útskýrðir frekar. Hvað varðar skilvirkan lestur eru ýmsar aðferðir til en oftast er um að ræða skimun, lestur og upprifjun. Hvað tíma- stjórnun varðar er skipulagið ofar öllu en þumalputtareglan er sú að nemandi í fullu námi þurfi að verja 45-50 klukku- stundum á viku í námið með skólasókn og heimavinnu. Glósur þykja af hinu góða en með því að glósa verða nem- endur virkari í tímum og efni hverrar kennslustundar síast betur inn. ● HÁSKÓLI PLATONS Gríski heim- spekingurinn Platon var af auðug- um ættum og notaði auðæfi sín til að stofna fyrsta háskóla í heimi. Há- skólinn hlaut nafnið Akademia eftir staðnum sem hann stóð á rétt utan við Aþenuborg. Sá skóli starfaði í meira en þúsund ár og eftir honum eru æðri menntastofnanir nefndar á allmörg- um tungumálum svo sem orðasam- bandið „academic institution“, sem haft er um æðri menntastofnanir á ensku, ber með sér. ● NÁMSKEIÐ Í VERKEFNASTJÓRNUN OG LEIÐTOGAÞJÁLFUN Endurmenntun Háskóla Ís- lands býður upp á nám í verkefnastjórnun og leið- togaþjálfun. Námið hefur verið vinsælt frá árinu 2003 en á því hafa verið gerðar nokkrar endurbætur. Nám- skeiðið hefst næsta haust og spannar tvö kennslu- misseri sem skiptist í fjögur námskeið. Í náminu er leitast við að efla fjóra meginfærniþætti nemenda; stefnumótunarfærni, skipulagsfærni, leiðtogafærni og samskiptafærni. Unnið er með þessa færniþætti jafnt og þétt yfir allan námstímann. Umsóknarfrestur er til 30. maí. Nánari upplýsingar má finna á www.endur- menntun.hi.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.