Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 14
14 18. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Valddreifingarkröfur Þjóðfundarins á síðasta ári ganga eðlilega lengra en
þrískipting Montesquieu á ríkisvaldinu.
Þrískipting franska greifans var grein-
ingarlíkan og gagnrýni á því hvar vald
ríkisins var að finna fyrir tæpum þrjú
hundruð árum. Hún er góð en ekki endan-
leg uppskrift að valddreifingu í ríkjum.
Hún minnist ekki á að vald ríkisins kemur
frá fólkinu og því skuli eftir fremsta
megni tryggja sjálfræði einstaklinga og
beint lýðræði heildarinnar. Spyrjum því
fyrst hvaða vald er réttlætanlegt að ríkið
fái frá fólkinu áður en því er dreift á milli
embætta stjórnkerfisins.
Þegar kemur að hugtakinu vald er
íslenskan gegnsæ. Sá sem getur valdið,
getur orsakað, hefur vald. Hvers konar
vald ríki hafa kemur skýrt fram í almennt
notaðri skilgreiningu Max Weber á hug-
takinu ríki: „[Eitthvað er] ríki ef og að svo
miklu leyti sem starfsmönnum stjórnkerf-
isins tekst að viðhalda einokun á beitingu
lögmætts ofbeldis til að framfylgja sinni
reglu.“
Hvorki George Washington né Mao
Zedong, báðir æðstu menn og feður sinna
ríkja, fóru í grafgötur með eðli ríkis-
valdsins. Washington sagði: „Ríkisvald-
ið er ekki skilsemi, það er ekki fágun,
það er afl, eins og eldur er það hættuleg-
ur þjónn og hræðilegur herra.“ En Mao
sagði: „Pólitískt vald kemur úr hlaupinu
á byssu.“
Vald ríkisins felst því í að geta með lög-
mætu ofbeldi valdið því sem stjórnendur
þess vilja. Ef þú hlýðir ekki lögum ríkis-
ins þá áskilur það sér rétt til að beita þig
ofbeldi, svipta þig eignum og frelsi. Þetta
er flestum ljóst en lítið rætt. En þetta er
lykilatriði sem vekur upp grundvallar-
spurningar um valdsvið ríkisins.
Þegar kemur að því að semja og sam-
þykkja nýja stjórnarskrá skulum við
því spyrja okkur og svara heiðarlega: „Í
hvaða tilgangi viljum við að meirihlutinn
eða fulltrúar hans beiti fólki sem hlýðir
þeim ekki ofbeldi?“
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
HALLDÓR
Ef þú hlýðir ekki lögum
ríkisins þá áskilur það
sér rétt til að beita þig
ofbeldi, svipta þig eignum og
frelsi.
Hvaða valdi skal stjórnarskráin dreifa?
Vald-
dreifing
Jón Þór
Ólafsson
stjórnmála-
heimspekingur
Öll stílbrigði !
Fyrir byrjendur á öllum aldri og lengra komn
Gítarkennsla er okkar fag !
www.gitarskoli.is
Gítarnámskeið
„Crash course”
Fyrir byrjendur og lengra komna
Hefst 6. júní
Verð 35.000 kr.
8 einkatímar
4 vikur 2 tímar í viku
Skráning í síma 581-1281
gitarskoli@gitarskoli.is
Guðlaugur stríðir
Guðlaugur Þór Þórðarson skensaði
Ögmund Jónasson á þingi í gær
með háðskri lofræðu. Guðlaugur
þakkaði ráðherranum fyrir að láta
ekki pólitíska fortíð sína flækjast fyrir
sér í starfi, og vísaði til risavaxinnar
heræfingar sem NATO
stendur fyrir hérlendis á
næstunni. Þóttist hann
vita að einhvern tímann
hefði heyrst í Ögmundi
þegar annað eins
hefði staðið fyrir
dyrum. Ögmund-
ur tók hrósinu
að vonum
fálega.
Áttavitinn að lagast
Guðlaugur sagði einu sinni – ef ekki
oftar – að Ögmundur Jónasson væri
hans pólitíski áttaviti. Hann þyrfti
bara að komast að því hvaða afstöðu
Ögmundur hefði til allra mála og vera
svo á móti því. Kannski Guðlaugur
þurfi nú finna sér nýjan áttavita til
að fara ekki eftir.
Furðusvör
Innanríkisráðherra spurði
ríkislögreglustjóra
að því fyrr á árinu
hvaða upplýsingar
hann hefði um
mál Marks
Kennedy, flugu-
manns bresku
lögreglunnar, sem sögur hermdu að
hefði laumað sér í raðir mótmælenda
við Kárahnjúka árið 2005. Svarið er
skrítið: Ríkislögreglustjóri fór yfir gögn
og sá ekkert sem benti til þess að
Kennedy hefði verið hér með vitund
íslenskrar lögreglu. Því væri ekki
hægt að segja til um hvort svo var.
Svarið má umorða svona: Lögreglan
veit ekki hvort hún vissi hvort
Mark Kennedy var hér. Sem þýðir
væntanlega að lögreglan veit ekki
hvort Mark Kennedy var hér. Þá
eiga menn bara að segja það.
Hitt er annað mál að sambæri-
legar upplýsingar hafa fengist
í öðrum löndum. Af hverju
erum við svona sérstök?
stigur@frettabladid.is
F
rjáls för fólks á milli ríkja Evrópu er einn mikilvægasti
ávinningur Evrópusamstarfsins. Hægt er að ferðast frá
Bjargtöngum í vestri til Narvi í Eistlandi í austri án þess að
standa í biðröð eftir vegabréfaskoðun. Svíinn, sem afgreiðir
í búð í Kaupmannahöfn og talar við íslenzka viðskiptavini
með skánskum hreim, sá ekki einu sinni landamæravörð við skiltið
„Danmark“ við Eyrarsundsbrúna þegar hann ók í vinnuna. Víða um
Evrópu eru landamærin ekki annað en strik á korti.
Með aðild Íslands að Schengen-samningnum um frjálsa för milli
aðildarríkjanna hlaut Ísland hlutdeild í þessum ávinningi. Marg-
víslegir aðrir hagsmunir lágu þar
að baki. Aðild að Schengen var til
dæmis eina leiðin fyrir Ísland og
Noreg til að varðveita norræna
vegabréfasambandið, sem var
og er stolt norræns samstarfs.
Afnám vegabréfaeftirlits var
þáttur í fjórfrelsinu, sem Ísland
tekur þátt í í gegnum EES-samn-
inginn, ferðaþjónustan leit á það sem sína hagsmuni að taka þátt
og með aðildinni fékk Ísland aðgang að öflugu lögreglusamstarfi
Evrópuríkja.
Undanfarið hafa vaxandi efasemdir um ágæti samstarfsins komið
fram á Schengen-svæðinu. Innbyrðis deilur Frakklands og Ítalíu um
meðferð flóttamanna frá Norður-Afríku urðu til þess að leiðtogar
ríkjanna kölluðu eftir því að heimildir Schengen-ríkja til að ákveða
einhliða að taka upp tímabundið landamæraeftirlit yrðu rýmkaðar.
Þær miðast nú við að alvarleg ógn steðji að öryggi viðkomandi ríkis
og eftirlitið má ekki standa lengur en 30 daga í senn.
Danska stjórnin sigldi í kjölfarið og ákvað að manna aftur skýli
landamæravarða á landamærunum að Svíþjóð og Þýzkalandi og taka
stikkprufur í vegabréfaeftirliti. Danir segja eftirlitið rúmast innan
núverandi ákvæða Schengen en framkvæmdastjórn ESB hefur sínar
efasemdir um það. Danir vísa fyrst og fremst til hættunnar af alþjóð-
legum glæpaklíkum, sem hafi haslað sér völl í landinu.
Flóttamannavandinn og alþjóðleg glæpastarfsemi eru vissulega
vandamál, en þau verða ekki leyst með einhliða ákvörðunum ríkja um
að taka upp landamæraeftirlit, heldur fremur með samstarfi þeirra
um að ráðast að rótum vandans. Innanríkispólitískar ástæður liggja
líka að baki í sumum löndum þar sem efasemdir eru um Schengen-
samstarfið. Danska og ítalska ríkisstjórnin reiða sig á stuðning lýð-
skrumsflokka á hægri vængnum, sem eru andsnúnir útlendingum
yfirleitt og Sarkozy Frakklandsforseti vill ekki tapa atkvæðum til
Marine Le Pen. Og ef menn halda því fram að þátttaka í Schengen
sé undirrót þess að alþjóðlegar glæpaklíkur nái fótfestu, ættu þeir
kannski að horfa til Bretlands, sem stendur utan samstarfsins.
Innanríkisráðherrar ESB-ríkjanna hafa nú samþykkt að efla
úrræði sambandsins til að grípa til aðgerða til að aðstoða ríki á ytri
landamærum sambandsins til að létta þrýstingi af innri landamær-
um. Jafnframt stendur til að rýmka heimildir einstakra ríkja til að
grípa til tímabundinna aðgerða.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í Fréttablaðinu á
laugardag að Ísland gæti tekið undir þessar niðurstöður og tal um
úrsögn úr Schengen-samstarfinu væri ótímabært. Það er rétt afstaða.
Það sem máli skiptir er að grípa til aðgerða sem duga gegn glæpa-
starfsemi og flóttamannavanda, án þess að það bitni á frjálsri för
heiðarlegs fólks.
Árangur Schengen-samstarfsins er mikilsverður:
Áfram frjáls för