Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 44
18. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR24 24 menning@frettabladid.is Við sáum skrímsli nefnist nýtt dansverk sem frum- sýnt verður á Listahátíð Reykjavíkur á föstudag. Erna Ómarsdóttir segir hugmyndina að baki verk- inu að afhjúpa skrímslin í tilverunni, jafnt í tilverunni sem innra með okkur. Dansflokkurinn Shalala, undir for- ystu Ernu Ómarsdóttur, stendur að sýningunni Við sáum skrímsli sem frumsýnd verður í Þjóðleikhúsinu á föstudag í tilefni af Listahátíð Reykjavíkur. Erna er jafnframt listrænn stjórnandi sýningarinnar. „Þetta er ljóðrænt verk þar sem við erum mikið að velta fyrir okkur uppruna skrímsla og örlög- um þeirra; hvernig þau verða til og hvað gerir þau að skrímslum,“ segir Erna. „Skrímsli leynast nefnilega alls staðar; stundum eru þau hulin og stundum auðþekkjan- leg. Þau blunda jafnvel innra með okkur sjálfum en útlitið getur blekkt og mörkin á milli veru- leika og ímyndunar verða stund- um óljós.“ Erna segir hópinn hafa leitað fanga víða, til dæmis í hryll- ing eins og hann birtist í trúar- brögðum, þjóðsögum, kvikmynd- um og raunveruleikanum. „Við sóttum til dæmis inn- blástur í hrollvekjur frá áttunda og níunda áratugnum,“ segir Erna, „og líka bara í dagblöðin, sem segja reglulega alls konar hryllingssögur úr veruleikanum. Þennan heim skoðum við síðan í sýningunni gegnum dans, söng, tónlist og myndlist. Þetta er ljóð- rænt verk, ekki beint með sögu- þræði, en ákveðinni gegnumgang- andi tengingu.“ Við sáum skrímsli verður ein- ungis sýnt tvisvar, á föstudags- og laugardagskvöld, en Erna gerir ráð fyrir að sýna verkið erlendis áður en árið er úti. „Við erum að fara út með aðrar sýningar á dans- listahátíðir í sumar en Við sáum skrímsli fer væntanlega út fyrir landsteinana í desember.“ Erna hefur starfað mikið á erlendri grundu undanfarin ár en reynir nú að haga málum þannig að hún geti verið meira á Íslandi. „Mér finnst mjög gott að vera hér; hér býr fjölskylda mín og hér er frábært listafólk. Á hinn bóg- inn þarf maður alltaf að vera með annan fótinn úti; það er miklu meira fyrir dansara að gera úti enda er bransinn heima svo lít- ill, þótt áhorfendahópurinn sé að stækka jafnt og þétt.“ bergsteinn@frettabladid.is Skrímslasetur Ernu Ómarsdóttur VIÐ SÁUM SKRÍMSLI Hópurinn sótti meðal annars innblástur í þjóðsögur, trúar- brögð, hryllingsmyndir frá 8. og 9. áratugnum og frásagnir dagblaða af hrollvekjandi atburðum úr raunveruleikanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skrímslahópurinn: Aðstandendur Við sáum skrímsli: Höfundar og flytjendur: Ernu Ómarsdóttir, Valdimar Jóhanns- son, Sigtryggur Berg Sigmars- son, Ásgeir Helgi Magnússon, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir. Listrænn ráðgjafi: Gabríela Friðriksdóttir. Dramatúrg: Karen María Jónsdóttir. BJARTMAR Á SÓDÓMU Bjartmar Guðlaugsson verður með sögustund á fimmtudagskvöld klukkan 21. Þar mun hann koma fram með kassagítar og munnhörpu og flytja vinsælustu lög sín fyrir gesti og segja sögurnar á bak við lögin eins og honum einum er lagið. Hljómsveitin Heima mun sjá um upphitun en hana skipa hjónin Rúnar og Elín. Hinn hjartnæmi heimilistækja- sirkus Af ástum manns og hræri- vélar verður sýndur tvisvar á Akureyri um helgina. Sýning- in var frumsýnd á Listahátíð Reykjavíkur í fyrra og gekk vel, raunar komust færri að en vildu. Valur Freyr Einarsson leikstjóri segir áhugann hafa komið á óvart og ekki síst hversu vel leikurinn féll í kramið hjá yngri kynslóð- inni. Sýningin verður sýnd á föstu- dag og laugardag í Samkomuhús- inu á Akureyri. Leikendur eru tveir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Kristján Ingimarsson. Leikmynd og búningar eru eftir Ilmi Stef- ánsdóttur, tónlist eftir Davíð Þór Jónsson og lýsing í hödnum Ólafs Ágústs Stefánssonar. Þess má geta að sýningin var tilnefnd til tvennra Grímuverð- launa síðastliðið vor. - sbt Sirkus heim- ilistækja til Akureyrar AF ÁSTUM MANNS OG HRÆRIVÉLAR Í leikritinu er skyggnst inn í líf óvenjulegra hjóna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.