Fréttablaðið - 18.05.2011, Side 44

Fréttablaðið - 18.05.2011, Side 44
18. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR24 24 menning@frettabladid.is Við sáum skrímsli nefnist nýtt dansverk sem frum- sýnt verður á Listahátíð Reykjavíkur á föstudag. Erna Ómarsdóttir segir hugmyndina að baki verk- inu að afhjúpa skrímslin í tilverunni, jafnt í tilverunni sem innra með okkur. Dansflokkurinn Shalala, undir for- ystu Ernu Ómarsdóttur, stendur að sýningunni Við sáum skrímsli sem frumsýnd verður í Þjóðleikhúsinu á föstudag í tilefni af Listahátíð Reykjavíkur. Erna er jafnframt listrænn stjórnandi sýningarinnar. „Þetta er ljóðrænt verk þar sem við erum mikið að velta fyrir okkur uppruna skrímsla og örlög- um þeirra; hvernig þau verða til og hvað gerir þau að skrímslum,“ segir Erna. „Skrímsli leynast nefnilega alls staðar; stundum eru þau hulin og stundum auðþekkjan- leg. Þau blunda jafnvel innra með okkur sjálfum en útlitið getur blekkt og mörkin á milli veru- leika og ímyndunar verða stund- um óljós.“ Erna segir hópinn hafa leitað fanga víða, til dæmis í hryll- ing eins og hann birtist í trúar- brögðum, þjóðsögum, kvikmynd- um og raunveruleikanum. „Við sóttum til dæmis inn- blástur í hrollvekjur frá áttunda og níunda áratugnum,“ segir Erna, „og líka bara í dagblöðin, sem segja reglulega alls konar hryllingssögur úr veruleikanum. Þennan heim skoðum við síðan í sýningunni gegnum dans, söng, tónlist og myndlist. Þetta er ljóð- rænt verk, ekki beint með sögu- þræði, en ákveðinni gegnumgang- andi tengingu.“ Við sáum skrímsli verður ein- ungis sýnt tvisvar, á föstudags- og laugardagskvöld, en Erna gerir ráð fyrir að sýna verkið erlendis áður en árið er úti. „Við erum að fara út með aðrar sýningar á dans- listahátíðir í sumar en Við sáum skrímsli fer væntanlega út fyrir landsteinana í desember.“ Erna hefur starfað mikið á erlendri grundu undanfarin ár en reynir nú að haga málum þannig að hún geti verið meira á Íslandi. „Mér finnst mjög gott að vera hér; hér býr fjölskylda mín og hér er frábært listafólk. Á hinn bóg- inn þarf maður alltaf að vera með annan fótinn úti; það er miklu meira fyrir dansara að gera úti enda er bransinn heima svo lít- ill, þótt áhorfendahópurinn sé að stækka jafnt og þétt.“ bergsteinn@frettabladid.is Skrímslasetur Ernu Ómarsdóttur VIÐ SÁUM SKRÍMSLI Hópurinn sótti meðal annars innblástur í þjóðsögur, trúar- brögð, hryllingsmyndir frá 8. og 9. áratugnum og frásagnir dagblaða af hrollvekjandi atburðum úr raunveruleikanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skrímslahópurinn: Aðstandendur Við sáum skrímsli: Höfundar og flytjendur: Ernu Ómarsdóttir, Valdimar Jóhanns- son, Sigtryggur Berg Sigmars- son, Ásgeir Helgi Magnússon, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir. Listrænn ráðgjafi: Gabríela Friðriksdóttir. Dramatúrg: Karen María Jónsdóttir. BJARTMAR Á SÓDÓMU Bjartmar Guðlaugsson verður með sögustund á fimmtudagskvöld klukkan 21. Þar mun hann koma fram með kassagítar og munnhörpu og flytja vinsælustu lög sín fyrir gesti og segja sögurnar á bak við lögin eins og honum einum er lagið. Hljómsveitin Heima mun sjá um upphitun en hana skipa hjónin Rúnar og Elín. Hinn hjartnæmi heimilistækja- sirkus Af ástum manns og hræri- vélar verður sýndur tvisvar á Akureyri um helgina. Sýning- in var frumsýnd á Listahátíð Reykjavíkur í fyrra og gekk vel, raunar komust færri að en vildu. Valur Freyr Einarsson leikstjóri segir áhugann hafa komið á óvart og ekki síst hversu vel leikurinn féll í kramið hjá yngri kynslóð- inni. Sýningin verður sýnd á föstu- dag og laugardag í Samkomuhús- inu á Akureyri. Leikendur eru tveir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Kristján Ingimarsson. Leikmynd og búningar eru eftir Ilmi Stef- ánsdóttur, tónlist eftir Davíð Þór Jónsson og lýsing í hödnum Ólafs Ágústs Stefánssonar. Þess má geta að sýningin var tilnefnd til tvennra Grímuverð- launa síðastliðið vor. - sbt Sirkus heim- ilistækja til Akureyrar AF ÁSTUM MANNS OG HRÆRIVÉLAR Í leikritinu er skyggnst inn í líf óvenjulegra hjóna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.