Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 16
16 18. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR Kynning skipulagsnefndar Garðabæjar á vinnu við gerð deiliskipulags núverandi byggðar á Arnarnesi var haldin fimmtudaginn 31. mars í Sjálandsskóla. Fundurinn var mjög vel sóttur. Fundarstjóri var formaður skipulagsnefndar en arkitekt deiliskipulagsgerðarinn- ar, Ögmundur Skarphéðinsson, sá um kynningu. Þar sem fundarstjóri gaf arkitektinum skamman tíma í viðamikla kynningu var farið hratt yfir umfangsmikið efni og skaut- að framhjá nokkrum mikilvæg- um staðreyndum og öðrum sleppt. Nefni ég nú nokkrar þeirra. Í skipulagsuppdrætti af Arn- arnesi frá júní 1975 sem skil- greinir skiptingu landsins, notkun óbyggðra og opinna svæða og skil- greinir eign hverra þau eru segir: Strandlengjan Arnarnesvogs- megin og óbyggða svæðið á háholt- inu sem aðgreind eru með grænum skálínum eru samkvæmt skipulags- uppdrættinum „svæði látið undir skóla, dagheimili og opin svæði samkvæmt samningi við Garða- bæ.“ Svæði aðgreint með ljósbrúnni skálínu eru samkvæmt skipulags- uppdrætti „Svæði við norður og norðvesturströndina er í eigu land- eigenda“. Mikilvægt er að íbúum Garða- bæjar sé kunnugt að eina land- svæðið sem telst eign landeigenda á Arnarnesi og þá allra íbúa Arn- arness, er eingöngu strandlengjan norðan megin á nesinu. Garðabæ ber því að skipuleggja strandlengj- una vestan megin og háholtið eins og bærinn telur að þjóni hagsmun- um heildarinnar. Í skipulagslögum segir að „ávallt skuli hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi“. Meðfram ströndinni eru 40 ein- býlishús, þrettán húseigendur af þessum 40 eru búnir að fara í frek- ari landvinninga og eigna sér land í eigu Garðabæjar og land í eigu landeigenda Arnarness. Íbúar þessir hafa fært lóðamörk sín alveg niður í fjöru. Heft með því aðgengi fólks um fjöruna þrátt fyrir að lögum samkvæmt sé frjáls aðgang- ur að ströndinni. Lauslega var farið yfir nýtingu á opna svæðinu efst á Arnarnes- inu. Þar sýndi arkitektinn að hægt væri að reisa byggingar samkvæmt eldri skilmálum um blandaða byggð eða eins og segir „svæði látið undir skóla, dagheimili og opin svæði“. Þetta hugnaðist nokkrum íbúum Arnarness ekki og sögðu að það ætti að reisa leikskóla, skóla, hjúkrunar- heimili, íþróttavelli og verslanir á „hinum stöðunum í bænum“ þar sem hinir búa. Við viljum birkiskóg og berjamó á Arnarnesi eins og einn íbúinn orðaði það. Göngu- og hjólastígur umhverf- is Arnarnesið var kynntur sem útivistarleið en ekki var hægt að fá upplýsingar hjá hönnuði skipu- lagsins um nánari útfærslu á efn- isgerð eða útfærslu útivistarleiðar- innar. Þannig að krafa meirihluta íbúa Garðabæjar ásamt fjölmenn- um hópi íbúa Arnarness er enn sú sama að göngu- og hjólastíga verði að leggja meðfram strandlengju Arnarness íbúum öllum til yndis og ánægju og aukinna lífgæða. Þeir sem starfa í pólitík þurfa ávallt að vera minnugir þess að hafa hag heildarinnar að leiðar- ljósi. Garðabær er bær íbúa í Silf- urtúni, Flötum, Ásum, Holtum, Hæðum, Hólum, Hraunum, Lund- um, Fitjum, Móum, Prýðum, Görð- um, Grundum, Arnarnesi, Ökrum og Sjálandi. Allir íbúarnir eiga rétt á að hlustað sé á þeirra sjónarmið og tekið sé tillit til óska þeirra og athugasemda. Jafnframt þurfa íbúar að taka tillit hver til annars og einhverstaðar þarf nauðsynleg þjónustan að vera eins og áður er upptalið. Álag vegna opinberra bygginga og umferðar í nærumhverfinu er misskipt á líf íbúanna. Sumir íbúar búa við heilsuspillandi áreiti frá umhverfinu meðan aðrir búa við áreiti ölduniðar, sólarupprásar og sólarlags. Skipulagið síðastliðin 50 ár með stjórnsýslu núverandi meirihluta hefur ákveðið að mis- muna íbúum eins og dæmi sýna víða um Garðabæ. Það má segja að íbúar Arnarness (sem búa í eina villuhverfi landsins eins og arki- tektinn orðaði svo skemmtilega í kynningu sinni) séu eingöngu í hlutverki þiggjandans, engu má fórna af þeirra nærumhverfi í sam- neyslu fyrir bæjarbúa. Íbúatala Garðabæjar í dag er um 11.000 þúsund manns. Ef við segjum að 5 manna fjölskylda búi í hverju húsi meðfram strönd Arn- arness, húsin við ströndina eru eins og fyrr segir 40, þá eru það 200 íbúar sem er 1,8% af íbúafjölda Garðabæjar. Eiga þessir 200 íbúar að hafa meira um það að segja hvernig landsvæði í eigu Garða- bæjar er nýtt en hinir 8.000 gefum okkur að einhverjir séu hlutlausir? Eftir kynningarfundinn hvarfl- aði sú hugsun að mér að ég hefði bara alltaf misskilið þetta, það væri Garðabær sem er í Arnar- nesi en ekki Arnarnes í Garðabæ. En ég er náttúrulega bara „Fólkið í bænum“. Frá því að íslenska fjármálakerf-ið hrundi árið 2008 hefur tals- verð umræða orðið um það manna á meðal hvernig haga beri kosning- um. Þrátt fyrir áhuga á umbótum hefur hvert óhappið rekið annað. Má þar nefna kosningu til stjórn- lagaþings, ákvörðun Alþingis um það hverjir skyldu ákærðir fyrir landsdómi og nú síðast kjör vígslu- biskups í Skálholti. Stjórnvöld virðast ekki hafa áttað sig á því að unnt er að greiða þrem- ur eða fleiri kostum atkvæði á þann hátt að ekki þurfi að kjósa tvisvar, fái enginn meirihluta atkvæða í fyrstu umferð. Full ástæða er til að stofnanir samfélagsins og félög skoði með hvaða hætti sé hægt að einfalda kosningu og atkvæða- greiðslu þannig að menn geti tjáð vilja sinn og tilteknir kostir verði ekki afgreiddir fyrirfram. Til þess hentar aðferð sem nefnist raðval og lýst er í bókinni „Lýðræði með rað- vali og sjóðvali“ eftir Björn S. Stef- ánsson. Björn Stefánsson hefur lengi rannsakað aðferðir sem nýta megi til þess að auðvelda mönnum að komast að niðurstöðu með atkvæða- greiðslu. Þróaði hann þessa aðferð og hefur hún reynst tiltölulega auð- veld í framkvæmd. Sá ávinningur fæst með því að beita henni að úrslit fást þótt þrír eða fleiri kostir séu í boði. Sem dæmi má nefna kosningu þar sem fjórir eru í framboði. Kjós- endur geta þá raðað þeim að vild. Sá sem kjósandi vill greiða eindregið brautargengi fær þá þrjú stig og svo koll af kolli þannig að sá sem kjós- andi vill síst fær þá ekkert stig. Samanlagður stigafjöldi ræður úrslitum. Þá er ekki víst að sá, sem flestir velja í fyrsta sæti, nái kjöri, því að annar maður getur feng- ið það mörg stig í annað sæti að þau ríði baggamuninn. Þannig eru nokkrar líkur til að úrslitin verði með öðrum hætti, sé einungis ein kosning viðhöfð í stað tveggja þar sem í seinna skipti verði kosið um tvo efstu frambjóðendurna. Kosn- ingar, þar sem krafist er tveggja atkvæðagreiðslna, þegar enginn frambjóðandi nær meirihluta, gefa þar að auki ekki alls kostar rétta mynd af vilja kjósenda þar sem þeir fá yfirleitt aðeins að velja einn kost hverju sinni og það getur haft afdrifarík áhrif á framhaldið. Raðval hentar einnig afar vel þegar afgreiða þarf mál með atkvæðagreiðslu og þrjú eða fleiri afbrigði eru í boði. Á það hefur verið bent að raðval kunni að draga úr valdi fundarstjóra ef hann þarf að úrskurða um röð eða vægi breyt- ingartillagna, svo að eitt dæmi sé nefnt. Ef raðvali er beitt verða slík- ir úrskurðir óþarfir. Öll afbrigði eru jafnrétthá og vilji manna verð- ur ljós þegar stigin hafa verið gerð upp. Nokkur reynsla er af raðvali hér á landi. Þegar menn hafa nýtt sér kosti þessarar aðferðar hefur hún reynst auðveld í framkvæmd og almenningur hefur ekki átt í neinum vandræðum með að til- einka sér hana. Með raðvali er hægt að leggja ýmis álitamál í dóm kjósenda með öðrum hætti en tíðkast hér á landi þar sem tveimur kostum er yfirleitt stillt upp hvorum gegn öðrum. Með raðvali aukast enn fremur líkurnar á því að sá, sem flestir sætta sig við, verði valinn. Þá er rétt að geta þess að lokum að raðval er þess eðlis að auðvelt er að móta skýrar reglur um notk- un aðferðarinnar innan stjórn- kerfisins, sveitarfélaga og sam- taka. Aðferðin greiðir ótvírætt fyrir lausn mála og dregur úr hættunni á flokkadráttum. Frekari upplýsingar eru á síð- unni http://abcd.is. Óþarft að kjósa tvisvar Er Garðabær út- hverfi villuhverfisins á Arnarnesi? Kosningar Arnþór Helgason starfsmaður Lýðræðissetursins Má þar nefna kosningu til stjórnlaga- þings, ákvörðun Alþingis um það hverjir skyldu ákærðir fyrir landsdómi og nú síðast kjör vígslubiskups í Skálholti. Skipulagsmál Auður Hallgrímsdóttir Fulltrúi Fólksins – í bænum og í skipulagsnefnd Garðabæjar Ævintýralegar sumarbúðir fyrir 12-16 ára Staðsetning: Alviðra í Ölfusi Tími: 13.-16. ágúst 18-21. ágúst ,,Þetta var ótrúlega skemmtilegt. Ég eignaðist fullt af vinum... og leiðbeinendurnir voru líka æði.” · Hlutverkaleikir · Kvöldvökur · Ferðir · Frábær skemmtun Unnið verður með málefni sem tengjast mannréttindum og hjálparstarfi með hlutverkaleikjum og hópverkefnum. Einnig verður mikið lagt upp úr leikjum, útivist, kvöldvökum og annarri skemmtun. Skráning á raudikrossinn.is. Nánari upplýsingar á jon@redcross.is eða í síma 5704000. Frábærar sumarbúðir fyrir alla unglinga! – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 48 72 0 5/ 11 SUNNY GREEN CHLORELLA Er svitalykt eða táfýla? Fyrir þig í Lyfju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.