Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN18. MAÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R B A N K A B Ó K I N Samanburður á vaxtatöflum bankanna *Miðað er við 250.000 króna innlegg og sem skemmsta bindingu. A Bundinn í tíu daga. B Bundinn í sjö daga. C Úttektargjald hjá gjaldkera 0,25% Athugið að ekki er tekið tillit til árgjalds, sem getur fylgt yfirdráttarreikningum. Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja Markaðsreikningur 1,25%A 11,25% 11,20% Vaxtaþrep 1,90% 11,20% 11,20% Vaxtareikningur 1,15%B 11,20% 11,20% MP Sparnaður 9,40 til 2,00% 11,05% 11,05% PM-reikningur 11,10 til 2,00% 11,15% 11,20% Netreikningur 2,00% C 11,25% 11,25% Sparnaðarreikningur 2,00% 10,25% Ekki í boði. Næstu aldamót, móðurfélag raf- tækjaverslunar Bang & Olufsen á Íslandi, var úrskurðað gjald- þrota í Héraðsdómi Reykjavík- ur 13. apríl síðastliðinn. Verslunin hefur verið lokuð um nokkurt skeið og byrgt fyrir glugga. Forsvarsmenn versl- unarinnar sögðu í samtali við Fréttablaðið um miðjan mars að endurbætur stæðu yfir áður en nýjar vörur væru teknar upp úr kössum. Stefnt væri að því að opna verslunina aftur í apríl. Óvíst er með skuldastöðu félagsins. Árið 2009 tapaði fé- lagið 188 milljónum króna. Skuldir námu 325,8 milljónum króna og var eigið fé neikvætt um 224,5 milljónir. Fram kom í DV í síðustu viku að eigendur hefðu fengið 205 milljóna lán til kaupa á rekstrinum árið 2007. Guðmundur H. Pétursson, skiptastjóri þrotabús félagsins, segir óvíst með rekstur Bang & Olufsen. Enginn rekstur sé í versluninni nú. - jab Óvíst með reksturinn Forsvarsmenn sögðust bíða nýrra vara í apríl. DYRNAR LOKAÐAR Forsvarsmenn Bang & Olufsen sögðust um miðjan mars vera að rýma fyrir nýjum vörum. Mánuði síðar varð eigandinn gjaldþrota. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ferðaþjónusta bænda hlaut Útflutningsverðlaun for- seta Íslands síðastliðinn mánudag. Verðlaunin eru veitt í viðurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar á útflutningsverslun og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar. Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjón- ustu bænda, tók við verðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Friðrik Pálsson hjá Íslandsstofu tilkynnti hver hlyti verðlaunin, en hann var formaður úthlutunarnefndar. Íslandsstofa hefur tekið við af Útflutningsráði sem umsjónaraðili verðlaunanna. Kristinn Sigmundsson óperusöngvari fékk sérstaka heiðursviðurkenningu, sem er ný af nálinni, fyrir að hafa aukið hróður Íslands á erlendri grundu. Ferðaþjónusta bænda er hlutafélag í eigu bænda og hefur starfað að markaðssetningu og sölu í átján ár. Fyrirtækið er í viðskiptum við um 150 ferðaskrif- stofur og heildsala um allan heim. - þeb Útflutningsverðlaun forseta Íslands til bænda Hlutafélag í eigu bænda er í viðskiptum við 150 ferðaskrifstofur og heildsala víða um heim. Sinnir gjaldeyrisöflun fyrir þjóðina. Á BESSASTÖÐUM Sævar Skaptason og Ólafur Ragnar Grímsson afhjúpa listaverkið sem er hluti af verðlaununum. Kristinn Sigmundsson óperusöngvari fylgdist með, en hann hlaut sér- staka heiðursviðurkenningu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bandaríska netfyrirtækið Google ætlar að sækja sér þrjá milljarða dala, jafnvirði 350 milljarða króna, með skuldabréfaútboði. Þetta er fyrsta skuldabréfaútboð fyrirtækisins. Breska viðskiptadagblaðið Fin- ancial Tims segir hagstætt fyrir fyrirtæki að fjármagna sig með þessum hætti, þar sem fjármögn- unarkostnaður sé nú lágur vestan- hafs. Stýrivextir í Bandaríkjun- um hafa staðið í sögulegum lægð- um síðan í desember 2008. Google fetar í fótspor hugbúnaðarris- ans Microsoft, sem hefur sótt á skuldabréfamarkað síðastliðin tvö ár með góðum árangri. Fram kemur í Financial Times að stjórnendur Google séu hugs- anlega að safna í sjóð til að hafa lausafé á milli handanna þegar óvænt kauptækifæri komi upp. Óformlegar viðræður fóru fram á milli stjórnenda Google og helstu fjárfesta Skype á dögunum. Google lagði aldrei fram formlegt tilboð og varð úr að Microsoft keypti fyrirtækið fyrir 9,5 millj- arða dala, jafnvirði 980 milljarða íslenskra króna. - jab Google sækir sér fé Bandarísk fyrirtæki nýta sér lágt vaxtastig. VILJA EIGA LAUSAFÉ Google vill hafa yfir nægu fé að ráða, komi upp óvænt kauptækifæri. Hér er Sergey Brin, annar tveggja stofnenda Google. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Tíðnileyfi Vodafone, sem á og rekur sjónvarpsþjón- ustuna Digital Ísland og dreifir sjónvarpsefni um örbylgju, rennur út í júlí. Viðræður standa yfir um endur úthlutun á tíðnisviðinu. Stjórnendur Vodafone hafa óskað eftir endurnýj- un til næstu níu ára. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) segir tíðnibandið, 2,6 GHz, eitt af þeim sem fyrir- hugað sé að nota fyrir næstu kynslóð í fjarskipta- tækni, svokallað 4G-gagnaflutningsnet. Fái Voda- fone sínu framgengt getur það tafið fyrir innleiðingu tækninnar. Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar PFS, segir tíðniheimildir ætíð vera tímabundnar. Ekk- ert óeðlilegt sé við að þær renni út. Þá standi ekki til að taka tíðnina af Vodafone, né sé deilt um hvort fyr- irtækið eigi að fá henni endurúthlutað heldur hversu lengi. Stefnt er að því að ákvörðun um endurúthlut- un tíðniheimildar Vodafone liggi fyrir innan tveggja vikna. „Þessi umrædda tíðni er hugsuð fyrir þráðlausa há- hraðafarnetsþjónustu, framtíðarþjónustu fyrir far- síma. Aðrar tíðnir eru í boði fyrir stafrænar sjón- varpsútsendingar í lofti. Vodafone hefur fengið út- hlutað tíðnum á UHF-tíðnisviðinu fyrir stafrænar útsendingar,“ segir Þorleifur og bendir á að Evr- ópusambandið hafi ákvarðað fyrir nokkru að sama tíðni og Vodafone notar til dreifingar á sjónvarpsefni skuli notuð fyrir næstu kynslóð í fjarskiptatækni, oft nefnda fjórðu kynslóð sem taki við af 3G-farsímanet- inu. PFS hlítir ákvörðuninni eins og víða annars stað- ar þrátt fyrir að Ísland hafi lýst því yfir að ákvörð- unin verði ekki innleidd að sinni vegna núverandi notkunar Vodafone. „Þau lönd í Evrópu sem enn nota sömu tíðni og Vodafone til dreifingar á sjónvarpsefni eru teljandi á fingrum annarrar handar,“ segir hann. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi hjá Voda- fone, segir rök PFS mjög veik. Ástæðan fyrir því að þetta tiltekna tíðnisvið sé notað í Evrópu fyrir hluta af fjórðu kynslóð í gagnaflutningsþjónustu sé einfaldlega sú að tíðnisviðið hafi ekki áður verið í notkun þar. Hann segir talsverðan mun á sjónvarpsútsending- um á UHF-tíðnisviði og því örbylgjutíðnisviði sem Digital Ísland sendi sjónvarpsefni út á á höfuðborg- arsvæðinu og hluta Suðurlands. Á síðasttalda tíðni- sviðinu eru sendar út í kringum sjötíu sjónvarps- stöðvar. Á UHF-tíðnisviðinu sé aðeins sent út efni tæplega tuttugu sjónvarpsstöðva. Á sumum stöðum úti á landi séu þær enn færri. Því yrði Vodafone að fá mun fleiri tíðnileyfi til að geta sent út efni jafn margra sjónvarpsstöðva og nú á UHF-tíðnibandinu. Þá bendir Hrannar á að önnur tíðnisvið henti betur fyrir háhraðagagnaflutningsþjónustu en 2,6 GHz- tíðnin. „Tíðnisviðið er hátt og dregur skammt en lægri tíðnir draga lengra og eru hentugri,“ segir hann og bætir við að verði hætt að nota örbylgju- tíðnisviðið verði skiptin kostnaðarsöm, bæði fyrir Vodafone og viðskiptavini fyrirtækisins; þeir þyrftu annað hvort að kaupa ný loftnet sem gætu tekið við UHF-sendingum eða að kaupa netþjónustu til að taka við sjónvarpsefni um háhraðanet. PFS segir Vodafone tefja fyrir 4G-tækni Örbylgjuútsendingar Digital Íslands gætu heyrt sögunni til eftir nokkur ár. Kostnaðarsamt fyrir bæði fyrirtækið og viðskiptavini, segir upplýsingafulltrúi Vodafone. ÞORLEIFUR JÓNSSON HRANNAR PÉTURSSON Íslenska sprotafyrir tækið GreenQloud var nýverið valið eitt af áhugaverðustu umhverf- istæknifyrirtækjum heims af hinu heimsþekkta ráðgjafar- og greiningarfyrirtæki Gartner. Fyrirtækið gefur á hverju ári út skýrslu sem ber heitið Cool Vendors og tiltekur þar 300 áhugaverðustu sprotafyrirtæki í heimi, fimm í hverjum flokki. Að hljóta viðurkenningu frá fyrirtæki eins og Gartner sem er leiðandi í rannsóknum og ráð- gjöf í upplýsingatækni, er mik- ill heiður fyrir lítið sprotafyrir- tæki á Íslandi með stórar hug- myndir,“ segir Eiríkur Sveinn Hrafnsson, framkvæmdastjóri GreenQloud. Fyrirtækið stefnir að því að opna á næstunni umhverfis- vænsta tölvuský heims hér á landi. - þj GreenQloud í hópi þeirra áhugaverðustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.