Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 12
18. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR
LÁTUM EKKI BJÓÐA
OKKUR ÞETTA!
Við viljum vekja athygli á að um borð í Norrænu eru stunduð félagsleg undirboð af
hálfu útgerðar skipsins og Sjómannafélags Íslands. Íslenskir starfsmenn eru ráðnir
til starfa á ferjunni á 30% lægri launum en færeyskir og danskir starfsbræður
þeirra. Slík vinnubrögð mun íslensk verkalýðshreyfing aldrei sætta sig við og
munum við leita allra leiða til að koma í veg fyrir þau.
FÉLAGSLEG UNDIRBOÐ UM BORÐ Í NORRÆNU
Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn
fimmtudaginn 19. maí nk., kl. 16.00, á Hilton
Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.
ÁRSFUNDUR 2011
Dagskrá
1. Fundarsetning
2. Staða og framtíðarsýn í orkumálum,
erindi Harðar Arnarssonar, forstjóra Landsvirkjunar
3. Almenn ársfundarstörf
4. Önnur mál löglega upp borin
Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar og rétthafar
séreignarsparnaðar rétt til setu á fundinum.
Reykjavík, 5. maí 2011
Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins
Ársskýrslu og dagskrá fundarins má nálgast á skrifstofu
sjóðsins og á www.lifeyrir.is
Borgartún 30, 105 Reykjavík
Sími 510 5000
mottaka@lifeyrir.is
lifeyrir.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
46
44
9
EFNAHAGSMÁL „Auðvitað eru til
peningamenn. En þeir eru líka
alveg ofboðslega harðir að bjóða
og kaupa ekki eignir á upp-
sprengdu verði. Þeir eru að gera
góð kaup,“ segir Ingibjörg Þórðar-
dóttir, formaður Félags fasteigna-
sala. Hún segist þó ekki hafa orðið
vör við fjölgun öflugra fjárfesta á
fasteignamark-
aðnum sem séu
að blása upp
verð á íbúðum í
landinu.
Á r n i P á l l
Árnason, efna-
hags- og við-
skiptaráðherra,
sagði í Frétta-
blaðinu fyrir
skömmu að afar
líklegt væri að umsvifamiklir fjár-
festar hér á landi væru að færa sig
út á fasteignamarkaðinn í auknum
mæli vegna gjaldeyrishafta. Slíkt
gæti leitt til hærra fasteignaverðs
og eignabólu.
Ingibjörg mótmælir þessum
ummælum ráðherra. Vissulega sé
markaðurinn farinn að taka við
sér en fjölgun þinglýstra samn-
inga sé ekki það mikil að rökrétt
sé að fjalla um hana á þennan hátt.
„Það fer allt eftir því við hvaða
tölur er verið að miða,“ segir
Ingibjörg. „Markaðurinn hefur í
raun verið lamaður frá því í árs-
lok 2007. Eftir síðustu verslunar-
mannahelgi tóku þinglýstir samn-
ingar að togast upp í 70 til 80 á
viku úr um 30 til 40. Það er fjölg-
un um helming, en samt ekki há
tala í sjálfu sér. Það vantar enn
mikið upp á að markaðurinn sé
kominn í jafnvægi.“
Ingibjörg hefur þó trú á því að
markaðurinn réttist við vegna
þeirrar grundvallarþarfar sem
hann sinni í samfélaginu.
„Það er svo mikil þörf til stað-
ar að geta keypt og selt. Fólk
deyr, það fæðast nýir einstak-
lingar og fjölskyldur taka breyt-
ingum. Þetta er lifandi markaður
sem verður að laga sig að þörfum
þegna þjóðfélagsins hverju sinni,“
segir hún.
Þinglýstum samningum vegna
fasteignakaupa hefur fjölgað um
70 prósent á höfuðborgarsvæð-
inu, sé litið á tímabilið janúar 2010
til janúar 2011. Fleiri og stærri
eignir eru nú að koma á markað
og segir Ingibjörg margar ástæð-
ur geta verið fyrir því. Fólk hafi
til að mynda haldið að sér höndum
þar til nú.
Á meðan kaupmáttur er ekki
meiri og verðtryggð lán enn í
gildi fær Ingibjörg ekki séð að
fasteignabóla sé í uppsiglingu.
Hún segir ytri aðstæður einfald-
lega ekki bjóða upp á það. Þó hafi
þinglýstum samningum fjölgað
upp í um 100 á viku frá því í haust.
„En ef vel ætti að vera þyrftu
þeir að vera helmingi fleiri,“ segir
Ingibjörg. sunna@frettabladid.is
Ekki fasteignabóla
heldur eðlileg þróun
Formaður Félags fasteignasala mótmælir því að fasteignabóla sé í uppsiglingu
vegna gjaldeyrishafta. Segir eðlilegan stíganda vera í markaðnum. Vissulega
séu fjárfestar til staðar sem kaupi eignir, en þeir kaupi á eðlilegu fasteignaverði.
REYKJAVÍK Stærri og dýrari eignum í Reykjavík hefur tekið að fjölga á fasteignaskrá á
síðustu vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
INGIBJÖRG
ÞÓRÐARDÓTTIR