Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 12
18. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR LÁTUM EKKI BJÓÐA OKKUR ÞETTA! Við viljum vekja athygli á að um borð í Norrænu eru stunduð félagsleg undirboð af hálfu útgerðar skipsins og Sjómannafélags Íslands. Íslenskir starfsmenn eru ráðnir til starfa á ferjunni á 30% lægri launum en færeyskir og danskir starfsbræður þeirra. Slík vinnubrögð mun íslensk verkalýðshreyfing aldrei sætta sig við og munum við leita allra leiða til að koma í veg fyrir þau. FÉLAGSLEG UNDIRBOÐ UM BORÐ Í NORRÆNU Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 19. maí nk., kl. 16.00, á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. ÁRSFUNDUR 2011 Dagskrá 1. Fundarsetning 2. Staða og framtíðarsýn í orkumálum, erindi Harðar Arnarssonar, forstjóra Landsvirkjunar 3. Almenn ársfundarstörf 4. Önnur mál löglega upp borin Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar og rétthafar séreignarsparnaðar rétt til setu á fundinum. Reykjavík, 5. maí 2011 Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins Ársskýrslu og dagskrá fundarins má nálgast á skrifstofu sjóðsins og á www.lifeyrir.is Borgartún 30, 105 Reykjavík Sími 510 5000 mottaka@lifeyrir.is lifeyrir.is E N N E M M / S ÍA / N M 46 44 9 EFNAHAGSMÁL „Auðvitað eru til peningamenn. En þeir eru líka alveg ofboðslega harðir að bjóða og kaupa ekki eignir á upp- sprengdu verði. Þeir eru að gera góð kaup,“ segir Ingibjörg Þórðar- dóttir, formaður Félags fasteigna- sala. Hún segist þó ekki hafa orðið vör við fjölgun öflugra fjárfesta á fasteignamark- aðnum sem séu að blása upp verð á íbúðum í landinu. Á r n i P á l l Árnason, efna- hags- og við- skiptaráðherra, sagði í Frétta- blaðinu fyrir skömmu að afar líklegt væri að umsvifamiklir fjár- festar hér á landi væru að færa sig út á fasteignamarkaðinn í auknum mæli vegna gjaldeyrishafta. Slíkt gæti leitt til hærra fasteignaverðs og eignabólu. Ingibjörg mótmælir þessum ummælum ráðherra. Vissulega sé markaðurinn farinn að taka við sér en fjölgun þinglýstra samn- inga sé ekki það mikil að rökrétt sé að fjalla um hana á þennan hátt. „Það fer allt eftir því við hvaða tölur er verið að miða,“ segir Ingibjörg. „Markaðurinn hefur í raun verið lamaður frá því í árs- lok 2007. Eftir síðustu verslunar- mannahelgi tóku þinglýstir samn- ingar að togast upp í 70 til 80 á viku úr um 30 til 40. Það er fjölg- un um helming, en samt ekki há tala í sjálfu sér. Það vantar enn mikið upp á að markaðurinn sé kominn í jafnvægi.“ Ingibjörg hefur þó trú á því að markaðurinn réttist við vegna þeirrar grundvallarþarfar sem hann sinni í samfélaginu. „Það er svo mikil þörf til stað- ar að geta keypt og selt. Fólk deyr, það fæðast nýir einstak- lingar og fjölskyldur taka breyt- ingum. Þetta er lifandi markaður sem verður að laga sig að þörfum þegna þjóðfélagsins hverju sinni,“ segir hún. Þinglýstum samningum vegna fasteignakaupa hefur fjölgað um 70 prósent á höfuðborgarsvæð- inu, sé litið á tímabilið janúar 2010 til janúar 2011. Fleiri og stærri eignir eru nú að koma á markað og segir Ingibjörg margar ástæð- ur geta verið fyrir því. Fólk hafi til að mynda haldið að sér höndum þar til nú. Á meðan kaupmáttur er ekki meiri og verðtryggð lán enn í gildi fær Ingibjörg ekki séð að fasteignabóla sé í uppsiglingu. Hún segir ytri aðstæður einfald- lega ekki bjóða upp á það. Þó hafi þinglýstum samningum fjölgað upp í um 100 á viku frá því í haust. „En ef vel ætti að vera þyrftu þeir að vera helmingi fleiri,“ segir Ingibjörg. sunna@frettabladid.is Ekki fasteignabóla heldur eðlileg þróun Formaður Félags fasteignasala mótmælir því að fasteignabóla sé í uppsiglingu vegna gjaldeyrishafta. Segir eðlilegan stíganda vera í markaðnum. Vissulega séu fjárfestar til staðar sem kaupi eignir, en þeir kaupi á eðlilegu fasteignaverði. REYKJAVÍK Stærri og dýrari eignum í Reykjavík hefur tekið að fjölga á fasteignaskrá á síðustu vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM INGIBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.