Fréttablaðið - 19.05.2011, Page 10
19. maí 2011 FIMMTUDAGUR10
KEPPTI Í SKEGGPRÝÐI Stoltur þátt-
takandi í heimsmeistarakeppni
skeggprúðra sem haldin var í Þránd-
heimi í Noregi um helgina. Alls kepptu
163 menn frá fimmtán löndum um
það hver væri með flottasta skeggið.
NORDICPHOTOS/AFP
SJÁVARÚTVEGUR Útflutningsverð-
mæti sjávarafurða árið 2010 nam
220,5 milljörðum króna og jókst
um tíu prósent frá fyrra ári. Þetta
er meðal þess sem fram kemur í
nýrri skýrslu Hagstofu Íslands
sem ber heitið „Útflutningur og
útflutningsframleiðsla sjávaraf-
urða 2010“.
Fram kemur í tilkynningu Hag-
stofunnar að í tölunni séu teknar
saman útflutningstölur og birgða-
breytingar sjávarafurða. Af
heildarútflutningi sjávar afurða
fóru 73 prósent til Evrópska
efnahagssvæðisins, 9,1 prósent
til Asíu og 5,3 prósent til Norður-
Ameríku.
„Framleiðslan mæld á föstu
verði jókst um 6 prósent. Flutt-
ar voru út sjávarafurðir að verð-
mæti 220,5 milljarðar króna og
jókst verðmæti þeirra milli ára
um 5,7 prósent en dróst saman í
magni um 5,5 prósent,“ segir þar.
Fram kemur að í fyrra hafi
verið flutt út 632 þúsund tonn, en
669 þúsund tonn árið 2009.
„Frystar afurðir skiluðu 55
prósentum af heildarútflutnings-
verðmæti. Af einstökum afurðum
vó verðmæti blautverkaðs salt-
fisks úr þorski mest, 13,5 millj-
arðar króna.“ - óká
73 prósent íslenskra sjávarafurða fara til Evrópska efnahagssvæðisins:
Útflutningsverðmæti jókst um tíund
ÞORSKUR Í BALA Frystar afurðir stóðu
undir 55 prósentum útflutningsverð-
mætis sjávarútvegsins í fyrra, samkvæmt
tölum Hagstofunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
AF VIVAG Í MAÍ20% AFSLÁTTUR
VERÐLAUNASKÁLD
HÖFUNDAKVÖLD NORRÆNA HÚSSINS Í KVÖLD KL. 20
HÖFUNDAKVÖLD
Í NORRÆNA HÚSIN
U
Þórbergur Þórðarson
,
Mitt rómantíska æð
i.
„Bækur eru saklaus
ir hlutir,
en rithöfundar eru æ
gilegar
verur.“
neon bjarturBÓKMENNTA-
VERÐLAUN
NORÐURLANDARÁÐS
2008
GLÆNÝ
BÓK Í NEON!
KEMUR
ÚT Í DAG.
HEIÐURSVERÐLAUNGYLDENDAL 2011
Ingunn Ásdísardóttir þýðandi ræðir við verðlaunaskáldið
Naju Marie Aidt, höfund Bavíana.
„Sorg og lífsgleði, sárs-
auki, angist og huggun
lýsa í gegnum smásögur
Naju Marie Aidts á sígild-
an hátt, en jafnframt með
nýskapandi röddun.“
Dómefnd
bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI?
Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins.
RÚSSLAND, AP Dmitrí Medvedev
Rússlandsforseti blés til mikils
blaðamannafundar í gær þar sem
hann svaraði spurningum í heila
klukkustund.
Þótt hann hafi engu svarað um
það hvort hann ætli að bjóða sig
aftur fram til forseta næsta kjör-
tímabil má líta á blaðamannafund-
inn sem fyrsta skref hans í þá átt-
ina að gera sig gildandi í augum
þjóðarinnar gegn vini sínum
Vladimír Pútín.
Hvorki Pútín né Medvedev hafa
svarað því hvor þeirra ætli að
bjóða sig fram í forsetakosning-
unum á næsta ári en þeir hafa þó
sagt að þeir muni taka sameigin-
lega ákvörðun um það.
Pútín var forseti Rússlands í
rúmlega tvö kjörtímabil, frá 1999
til 2008, og naut mikilla vinsælda
meðal Rússa en mátti ekki bjóða
sig fram til þriðja kjörtímabilsins
í röð. Hann má hins vegar bjóða
sig fram næst og hefur þá mögu-
leika á að sitja í tólf ár samtals því
kjörtímabilið hefur verið lengt úr
fjórum árum í sex.
Medvedev lagði áherslu á að þeir
Pútín væru að mestu sammála um
stefnuna í öllum helstu málaflokk-
um en dró samt fram áherslumun
í nokkrum veigamiklum málum.
Hann sagðist meðal annars
ósammála Pútín um það hversu
hratt ætti að nútímavæða Rúss-
land.
„Hann telur að nútímavæðingin
sé hægfara ferli sem þróast stig
af stigi,“ sagði Medvedev. „En ég
tel að við höfum bæði tækifæri og
alla burði til að fara hraðar í þá
nútímavæðingu.“
Aðspurður sagði Medvedev
einnig enga hættu stafa af olíujöfr-
inum Mikhaíl Khodorkovskí, þótt
hann væri látinn laus úr fangelsi.
Hann vildi hins vegar engu svara
um það hvort hann hefði í hyggju
að náða hann.
Lögfræðingur Khodorkovsk-
ís fagnaði þessari yfirlýsingu en
sagði næsta skref vera að gefa upp
hvenær hann yrði látinn laus.
Mannréttindafrömuðir og
stjórnarandstæðingar í Rúss-
landi hafa lengi barist fyrir því
að Medvedev náði Khodorkovskí.
Margir hafa talið réttarhöldin
gegn Khodorkovskí ekkert annað
en hefndarráðstöfun Pútíns, sem
hafi látið fara svo mjög fyrir
brjóstið á sér að Khodorkovskí hafi
farið í harða samkeppni við rúss-
neskan ríkisrekstur á olíufyrir-
tækjum. Erlendis hefur málið þótt
hneisa fyrir rússnesk stjórnvöld.
Pútín hefur kallað Khodorkovskí
þjóf og segir hann eiga ekkert
annað skilið en að dúsa sem lengst
í fangelsi. Medvedev hefur því
greinilega dálítið aðrar áherslur
í afstöðu sinni til Khodorkovskís
en Pútín.
gudsteinn@frettabladid.is
Svarar engu
um framboð
Medvedev segist ósammála Pútín um hve hratt eigi
að nútímavæða Rússland. Ólíkt Pútín telur hann
enga hættu stafa af olíujöfrinum Khodorkovskí.
DMITRÍ MEDVEDEV Stærsti blaðamannafundur forsetans til þessa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL Kynferðisbrotum
gegn börnum sem rekja má til
samskipta á netinu hefur fjölg-
að um helming á síðustu fjórum
árum. Yfirleitt villa gerendurnir á
sér heimildir.
Barnahús fékk á borð til sín tutt-
ugu mál í fyrra þar sem gerandi
kynntist þolanda á netinu, í mörg-
um tilvikum á Facebook.
Þá hafa á síðustu tveimur árum
komið upp sex mál þar sem eldri
menn hafa keypt sér aðgang að
grunnskólabörnum í gegnum
netið. - mþl
Kynnast börnum á Facebook:
Fleiri níðingar
nýta sér netið