Fréttablaðið - 19.05.2011, Side 28

Fréttablaðið - 19.05.2011, Side 28
timamot@frettabladid.is Þetta er eitt af mínum fjölmörgu áhugasviðum,“ segir Elísa Björg Þorsteinsdóttir listfræðingur spurð út í tildrög þess að hún flytur í dag fyrirlestur í rússneska sendiráðinu um konur í rússneskri myndlist. „Ég lærði rússnesku þegar ég var ung og skrifaði magistersritgerð um þátttöku kvenna í byltingarhreyfingum í Rússlandi á nítjándu öld og fram á þá tuttugustu, þannig að ég hafði snemma mikinn áhuga á konum í rússneskri sögu. Ég lærði sögu og listasögu í Þýska- landi og var á þeim tíma eitt ár í Moskvu þar sem áhugi minn á hlutskipti rússneskra kvenna jókst enn.“ Svo við snúum okkur að fyrirlestrinum, um hvað ætlarðu að fjalla? „Upphafið má rekja til þess að fyrir um það bil níu árum var haldin hér ofsalega flott og fín sýning á rússneskri myndlist frá Tretjakov-safninu í Moskvu. Þetta var sýning á rússneskum listaverkum frá áratugunum beggja vegna aldamótanna 1900. Á þeim tíma voru konur mjög áberandi sem nýjungasmiðir í rússneskri myndlist, en þegar ég fór að telja saman listamennina sem áttu verk á sýningunni kom í ljós að af rúmlega fimmtíu listamönnum voru einungis sjö konur. Þessi hlutföll þóttu mér merkileg. Það blossaði upp í mér rússneska kvenremban og ég ákvað að flytja fyrir- lestur bara um þessar konur sem ég vissi að létu til sín taka á þessum árum. Síðan hef ég líka haldið kúrsa um mynd- listarkonur uppi í Listaháskóla, þannig að þetta hefur lengi verið eitt af mínum sérsviðum og þessar kellur hafa verið mér sérstaklega hugleiknar. Núna á vormisseri hafa rúss- neska sendiráðið og Háskóli Íslands verið með sameiginlega menningardagskrá og þegar ég var beðin um að vera þar með fyrirlestur fannst mér tilhlýðilegt að rifja þetta aftur upp með konurnar.“ „Almennt er þessu tímabili í kringum aldamótin skipt upp í tvö tímabil í rússneskri myndlist,“ heldur Elísa áfram, „þannig að ég fylgi þeirri hefð. Annars vegar eru stólpakon- ur sem eru starfandi á síðustu áratugum nítjándu aldarinn- ar, sem fara yfir grensurnar á milli greina og eru jafnvel að hanna húsgögn og gera ýmislegt slíkt meðfram myndlist- inni. Í upphafi tuttugustu aldarinnar verða svo konur sem menntaðar eru á Vesturlöndum, einkum í París, áberandi í framúrstefnuhreyfingunni sem þá brestur á. Þar heldur þessi samblöndun á greinum áfram og konur eru til dæmis áberandi í leikmyndagerð, á þeim mikla uppgangstíma rúss- nesks leikhúss sem þá stendur yfir, hanna bækur og bóka- kápur og svo mætti lengi telja. Þetta fléttast allt svo dásam- lega saman að það er eiginlega engin leið að hætta þegar maður byrjar að tala um þetta tímabil.“ Fyrirlesturinn er eins og áður sagði í rússneska sendi- ráðinu við Garðastræti og hefst hann klukkan 17. fridrikab@frettabladid.is ELÍSA BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR: TALAR UM RÚSSNESKAR MYNDLISTARKONUR Kvenremban blossaði upp RÚSSNESKAR STÓLPAKONUR Elísa Björg Þorsteinsdóttir, listfræð- ingur og þýðandi, talar um konur í rússneskri myndlist í rússneska sendiráðinu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Merkisatburðir 1875 Fyrsta sláttuvélin kemur til Íslands frá Noregi. 1917 Eimskipafélag Íslands fær sitt þriðja skip og er það nefnt Lagarfoss. 1983 Geimskutlan Enterprise hefur viðkomu á Keflavíkurflug- velli, borin af Boeing 747 þotu. 80 ára afmæli Sveinn Ásgeir Árnason Sveinn Ásgeir Árnason hárskera- meistari á Hárbæ Laugavegi 168 varð áttræður sunnudaginn 15. maí síðastliðinn. Af því tilefni verður hann með opið hús og býður vinum, ætting jum og viðskiptavinum að gleðj- ast með sér á heimili sínu að Arnar- tanga 16, Mosfellsbæ laugardaginn 21. maí frá kl. 17.00 og fram eftir kvöldi. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Ingibjörg Benediktsdóttir Stóragerði 10, Reykjavík, lést fimmtudaginn 12. maí. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 20. maí kl. 13.00. Benedikt Guðjón Kristþórsson Unnur Björg Kristþórsdóttir Guðlaugur Ásgeir Kristþórsson tengdadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MOSAIK Ástkær eiginkona mín Alda Gísladóttir Skúlagötu 40, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 17. maí. Brynleifur Sigurjónsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Erling Edwald lyfjafræðingur, lést að morgni föstudagsins 13. maí. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 20. maí kl. 13.00. Jóhanna Edwald Tryggvi Edwald Erla Erlingsdóttir Sigrún Edwald Sigurður Egill Guttormsson Ari Edwald Þórunn Pálsdóttir Þórdís Edwald Ármann Þorvaldsson og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og tengdafaðir Jens Jóhannesson húsasmiður, Löngulínu 7 í Garðabæ, andaðist á líknardeild Landspítalans aðfaranótt 16. maí. Guðrún María Harðardóttir Jóhannes, Viktoría og Jenni barnabörn og tengdabörn. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra Ívars Péturs Hannessonar fyrrum aðstoðaryfirlögregluþjóns, Dalbraut 14, Reykjavík. Bestu þakkir til allra sem hlúðu að honum í veikindum hans. Sérstakar þakkir færum við félögum hans í lögreglukórnum. Jóna Guðbjörg Gísladóttir Árdís Ívarsdóttir Guðmundur Ingi Kristjánsson Hannes Eðvarð Ívarsson Íris Kolbrún Bragadóttir Gísli Bergsveinn Ívarsson Klara Lísa Hervaldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ólöf og Svanhvít Hannesdætur og aðrir aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Hólmfríður Björnsdóttir Furugrund 32, Kópavogi, lést mánudaginn 16. maí. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 25. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarsjóð L5 Landakoti, sími 543-9890. Elsa Jóhanna Ólafsdóttir Rúnar Jónsson Droplaug Ólafsdóttir Þorsteinn Ólafsson Jóna Fanney Kristjánsdóttir ömmu- og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi Magnús Jónsson frá Patreksfirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, 14. maí. Útför hans fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 21. maí kl. 13.30. Jarðsett verður í Kotstrandarkirkjugarði. Þórdís Magnúsdóttir Eyvindur Bjarnason Ármann Ægir Magnússon Rakel Móna Bjarnadóttir Hafberg Magnússon Freydís Harðardóttir Fríða Elíasdóttir Jóhannes Þór Jóhannesson Helga B. Óskarsdóttir Hrafnhildur Þór Jóhannesdóttir Snæbjörn Árnason barnabörn og barnabarnabörn Einlægar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, afa og langafa, Gísla Vilbergs Sigurbjörnssonar Laugarásvegi 33, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Sóltúns fyrir einstaka umönnun, alúð og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Þórhildur M. Sandholt Sigrún Gísladóttir Hörður Rögnvaldsson Ásgeir Gíslason Júlía Amporn Friðrik Gíslason Guðríður Svavarsdóttir Guðbjörg Sandholt Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.