Fréttablaðið - 19.05.2011, Page 29
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
Skóhönnuðurinn Giuseppe Zanotti er þekktur fyrir íburðarmikla skóhönn-
un. Nú hefur hann hannað í samvinnu við skartgripaframleiðandann Chopard
glæsilegt og rándýrt skópar. Á því verða gullkeðjur, demantar, rúbínsteinar og
bleikir safírar. Fyrirsætan Anja Rubik átti að klæðast skónum á rauða dregl-
inum í Cannes í gærkvöldi en síðan verða þeir boðnir upp í góðgerðaskyni.
Skórnir á myndinni eru eftir Zanotti en þó ekki umræddir demantsskór.
Georg Kári Hilmarsson er ekki leðurtýpa en kann vel við herramannsstíl á flík sem vinur hans hannaði.
FRÉTTABALÐIÐ/VALLI
Fatnaður fyrir
hljómsveitarstjóra
Þ
etta er stórglæsilegur leðurfatnaður frá honum
Guðmundi Jörundssyni sem er að útskrifast úr
fatahönnun við Listaháskólann,“ segir Georg Kári
Hilmarsson, bassaleikari og tónskáld, um dressið
sem hann klæðist á myndinni. „Vestið er úr leðri og ull,
buxurnar stungnar og þröngar og jakkinn með bambus-
skreytingum. Þetta er reyndar ekki alveg minn stíll, sem
er svona frekar hefðbundinn, en mig langar í vestið og
er búinn að leggja inn pöntun. Það er annar sem ætlar
að kaupa það, en ef hann hættir við hreppi ég hnoss-
ið. Og þrátt fyrir að þetta sé leðurdress er á því viss
svona herramannsstíll sem ég kann vel við.“
Þeir Georg Kári og Guðmundur hafa þekkst síðan
í Menntaskólanum við Hamrahlíð og urðu perluvin-
ir þegar þeir hófu að leika með hinu merka knatt-
spyrnufélagi Mjöðm. Hefur vinátta þeirra haft
áhrif á fatastíl Georgs Kára? „Engin spurning. Ég
á rosafalleg grá jakkaföt sem hann hannaði fyrir
Kormák og Skjöld. Þau föt eru í miklu uppáhaldi
hjá mér og ég mun vonandi ganga í fötum frá
honum um ókomna tíð. Draumurinn er að stjórna
einhvern tíma sinfóníuhljómsveitinni í Hörp-
unni í fötum eftir Guðmund,“ segir Georg Kári
sem er að klára sitt fyrsta ár í tónsmíðum við
Listaháskóla Íslands, auk þess að vera að semja
tónlist við útskriftarverkefni nemanda í Fræði
og framkvæmd og leika á bassa með hljómsveit-
inni Marcus and the Diversion Sessions.
fridrikab@frettabladid.is
30%
AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM
STÍGVÉLUM
Listh
Gerið gæða- og verðsamanburð
12 mánaða vaxtalausar greiðslur
teg. 98880 - mjög mjúkur og þægilegur í BC
skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.990,-
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Vertu vinur
S T Ó R G L Æ S I L E G U R