Fréttablaðið - 19.05.2011, Side 37
G
uðrún Kristjáns-
dóttir er ein af þess-
um kjarnakonum.
Hún var ritstjóri á
svokölluðum götu-
strákablöðum (Helg-
arpóstinum) og framkvæmdastjóri
Hafnarfjarðaleikhússins, kynningar-
stjóri Listahátíðar, stjórnmálafræð-
ingur frá HÍ, blaðamaður og nú situr
hún eitt og eitt námskeið í sálgæslu-
fræðum (hluti af meistaranámi við
guðfræðideildina). Og hún hætti að
drekka fyrir tólf árum. Geri aðrir bet-
ur :) Broskall og allt það.
„Jú, jú,” segir hún og brosir yfir því
hvað ég er alltaf hrifinn af henni. „Ég
er búin að vera edrú frá því í blálok
síðustu aldar.”
Manstu þegar þú keyptir pistlana
af mér þegar ég var rétt skriðinn yfir
tvítugt? spyr ég því auðvitað er ég bara
manneskja og hef stundum alltof
mikinn áhuga á sjálfum mér. En Guð-
rún kinkar bara kolli og glottir án þess
að segja neitt. Það höfnuðu mér allir
nema hún. Hún ber ábyrgð á því að ég
varð blaðamaður. Þar til ég hitti hana
hafði enginn haft trú á mér nema ég
sjálfur. Og hún er enn sami töffarinn
í dag og hún var fyrir fimmtán árum
þegar hún reykti og drakk, götublaða-
ritstjórinn sjálfur.
Að hætta að drekka
Af hverju hættir einhver að drekka?
Stundum er sagt að enginn vilji hætta
að drekka nema hann eigi vandræð-
um með það. Ég veit ekkert um það
en Guðrún, eða Gunna eins og hún
er oft kölluð, segist hafa hætt af því
áfengi virkaði ekki lengur fyrir hana.
„Mér leið orðið illa þegar ég drakk,
sérstaklega eftir á, í þynnkunni, þeg-
ar tilgangsleysið varð algert. Tómið
innra með mér fór bara stækkandi,”
segir hún og útskýrir fyrir mér að und-
ir það síðasta hafi áfengi verið orðið
einhverskonar vanvirkt þunglyndis-
meðal sem gerði bara illt verra.
Guðrún átti líka dóttur sem var
tíu ára um það leiti sem hún ákvað
að leita sér hjálpar. „Ég man að ég
hugsaði með mér að ég gæti ekki gert
henni það að þurfa að sitja uppi með
mömmu sem væri í sífelldu stríði við
eigið þunglyndi. Ég er frekar skap-
góð (en þó skapmikil) í grunninn og
því átti hin eilífa þynnka ekki vel við
mig.”
Svo Gunna hætti að drekka. Eins og
gengur og gerist. Henni þótti allavega
í lagi að prófa það og sjá til hvort það
myndi ganga upp. Óþarfi að gera eitt-
hvað meira úr því á þeim tíma. En
ákvörðunin var svo frelsandi að eftir
sex mánuði var ekki aftur snúið.
Ekki nóg að hætta
„En eins og allir vita sem hætta að
drekka þá er það ekki nóg. Þegar þú
ert loksins edrú þá fyrst byrjar glím-
an við sjálfan sig. Ég vildi verða betri
manneskja og taka á göllum mínum
sem voru mýmargir en um leið halda
í margt það góða sem ég hafði fengið í
vöggugjöf og rækta það. Það er eilífð-
arvinna en áformin eru góð.”
Gunna er djúpkafari í eðli sínu.
Sko, lífið er ekkert einfalt, myndi
hún segja þér, því það er margslung-
ið og flókið og í raun ekki hægt að
skilja sjálfa sig nema gefa sér tíma til
að kafa djúpt og leita. Sem er meðal
annars ástæðan fyrir því að Guðrún
sækir námskeiðin í sálgæslufræðum
og undanfarið hefur hún haft brenn-
andi áhuga á heilsufræðum og alls-
kyns efnafræði því tengdu.
Skömm kvenna
Sko, ég hef oft velt því fyrir mér hvort
það sé erfiðara fyrir konu að viður-
kenna vanmátt sinn gagnvart áfengi?
Það er næstum bara partur af menn-
ingu karla og segja grobbnar fyllirís-
sögur en maður heyrir konur sjald-
an grobba sig af því að hafa drukkið
ótæpilega.
„Eftir því sem ég hef skoðað málin
betur er tvennt sem kemur í veg fyrir
að konur monti sig af sínum sögum
og sinni fortíð. Annars vegar skömm-
in og svo kannski hégóminn. Auðvit-
að er þetta tvennt samofið á marga
lund og skömmin er eitthvað sem erf-
itt er að henda reiður á. Sumir fræði-
menn segja skömmina svo djúpstæða
að fólk taki ekki eftir henni. Hún er
svo mikill partur af lífi þeirra, einkum
kvenna, að þær taka ekki eftir he
frekar en veggfóðrinu heima hjá sér.
Af því að skömmin hefur alltaf verið
þarna, jafnvel kynslóð fram af kyn-
slóð. Og hún verður til í því samfélagi
sem við búum í hverju sinni og hún
mótar okkur. Þannig að þótt margt
hafi gerst í jafnréttismálum situr enn
margt eftir í vefjakerfi samfélagsins og
við eigum langt í land með að hreinsa
út djúpstæða skömm kvenna.”
Hvað gerði ég rangt?
Gunna útskýrir fyrir mér að hún sé
ekki þar með að segja að karlmenn
geti ekki verið uppfullir af skömm.
Hún er bara öðruvísi og þeir verja sig
ekki í hljóði kannski eins og konur. Ég
get staðfest það. Ég hef verið veiði-
húsi með tuttugu blindfullum körl-
um þar sem helmingurinn réttir upp
hönd og segist hafa farið á Vog. Þeir
eru aftur fullir en virðast ekki skamm-
ast sín neitt. Við Gunna hlæjum af því
en hún segir mér að skömm kvenna
geti verið erfiðari viðureignar og því
séu þær ekki eins og opnar varðandi
drykkjuvandamál.
„Tökum klassískt dæmi um skömm
konu sem er nauðgað. Hún situr þá
oft uppi með djúpstæða skömm.
Hvað gerði ég rangt? Hvað hefði ég
átt að gera öðruvísi? Án þess að gera
sér grein fyrir því getur hún upplif-
að sig sem seka. Og ef ekki er unnið
með áfallið breytist það í djúpstæða
skömm sem verður oft að hinum óút-
skýrða sársauka sem litar allt hennar
líf,” segir Guðrún og bætir við að það
sé erfitt fyrir konur að stíga fram og
segja opinberlega frá nauðgun því þá
fær konan gjarnan á sig þann stimpil
að vera „konan sem var nauðgað.”
Hégóminn og Bakkus
„Og svo er það vitleysan með að kon-
ur eigi að fyrirgefa ofbeldismönnun-
um. Að fyrirgefa þeim þarf ekkert að
vera hið rétta. Ég hef rætt þetta við
ir verið með mér í sálgæslunáminu
– og þeir segja að það standi hvergi
í fræðunum að minnimáttar eigi að
fyrirgefa meirimáttar. Það sé af og frá.
Fórnarlamb nauðgunar þarf fyrst og
fremst að leggja áherslu á sig sjálfa.
Púnktur. Í þessu samhengi minnti
einn samnemandi minn, presturinn,
mig á hvert Kristur hefði beint orð-
um sínum á krossinum Faðir fyrirgef
þeim því að þeir vita ekki, hvað þeir
gjöra, að hann hafi ekki hrópað þessi
orð fyrirgefningarinnar til andstæð-
inga sinna sem hvorki gátu né vildu
taka við þeim.”
En hvað áttirðu við fyrr með að það
væri ekki bara skömm kvenna heldur
hégóminn líka sem héldi aftur af þeim
varðandi að viðurkenna vanmátt sinn
gagnvart eigin áfengisneyslu?
„Það er bara staðreynd að konur
eru oft mjög hræddar við álit annarra
út af ástæðunum sem ég hef nefnt.
Við getum lokast inni í þessari veröld
hégómans og óttans og finnum okk-
ur ekki leið út. Þess vegna eiga konur
stundum erfitt með að viðurkenna að
hafa tapað í glímunni við Bakkus.”
Að lina þjáningar
En af hverju drakkst þú svona illa?
„Ókei,” segir Gunna og glottir
því það er auðvitað gott og gilt trix í
blaðamennsku að spyrja bláeygður,
eins og barnið, en hún lætur það eft-
ir mér: „Alkóhólismi á sér margar og
flóknar rætur en þó er eitt sem ég hef
rekið mig á hvað eftir annað og það
er að margir sem eiga erfitt með að
vera edrú hafa oftar en ekki lent í ein-
hverju áföllum sem þeim hefur ekki
tekist að vinna sig út úr. Þetta getur
jafnvel tengst einhverskonar áfalla-
streituröskun. Það er mjög algengt að
fólk sem á að baki mikla erfileika noti
áfengi og vímuefni til að lina þjáning-
ar sínar.”
Sjálf varð Guðrún fyrir miklu áfalli
tíma var heldur gert minna úr því
áfalli en meira. En samt vita konur að
sá sársauki sem hún gekk í gegnum
þá verður vart færður í orð.
Sorgin og áfallið
„Ég fæddi andvana barn,” segir Guð-
rún af því æðruleysi sem einkennir
þá sem unnið hafa vel og rækilega í
sálarlífi sínu. Hún var fullgengin með
barnið og hafði verið á leið á fæðing-
arheimilið full vonar og eftirvænting-
ar, unga mamman. Fljótlega kom í
ljós að drengurinn var dáinn.
„Ég man að það fyrsta sem ég
hugsaði var: Guð ef þú ert til þá ertu
ekki fyrir mig. Og þannig afgreiddi ég
hann. Ég var ekkert sérstaklega trúuð
eða í því að iðka trú á þessum árum
en það var þarna samt einhver neisti
sem slokknaði.”
Guðrún gekk í gegnum þetta bara
eins og gert var á þeim tíma. Fjöl-
skylda hennar og barnsfaðirinn, og
fjölskylda hans, studdu auðvitað við
bakið á henni en hún vann ekki úr
sársaukanum. Það var ekkert verið
að bjóða henni faglega aðstoð og hún
var heldur ekki að leita eftir henni.
„Ég fór til Svíþjóðar og eyddi þar
sumrinu í félagsskap Nord-djobbara.
Þar man ég hvað við áfengi smullum
einstaklega vel saman. Mér fannst
frábært að deyfa mínar erfiðu og sárs-
aukafullu tilfinningar með brenni-
víni. Þarna hófst það ástarsamband
og ég man það svo ótrúlega vel.”
Aftengjast Guði og sjálfri sér
Guðrún útskýrir fyrir mér að auðvitað
er lífið ekki það einfalt að hún hefði
ekki orðið alkóhólisti ef hún ekki orð-
ið fyrir þessu áfalli. Lífið er auðvitað
aldrei án áfalla en þarna hóf hún að
þróa sinn alkóhólisma fyrir alvöru.
„Ég losaði mig líka við almættið og
fór að gera bara það sem ég vildi. Að
aftengja sig Guði, sjálfri sér og jafnvel
Áratug síðar var Gunna komin út
í horn með sína drykkju. Hún leitaði
sér aðstoðar og varð fyrir andlegri
vakningu. Fór að rækta sína trú og tók
því mjög alvarlega. Hún lagði samt
ekki í að snerta á þessu máli. Fannst
svo langt um liðið og svo var þetta
of sárt til að fara að rifja upp óljós-
ar minningar. Henni hafði líka tekist
að aftengja sig svoldið frá sársauk-
anum og minningunum. Það er ekki
óalgengt að okkur takist að þurrka út
sársaukafulla reynslu. Þannig erum
við manneskjurnar bara.
Ekkert að óttast
„Ég hélt samt áfram að vinna úr mínu,
fyrirgefa og bæta fyrir eigin mistök,”
segir Gunna sem lagaði til í sínu lífi
eftir að hún varð edrú. En hún geymdi
þennan sársauka, djúpt inni í sér, og
áttaði sig ekki á því fyrr en hún var aft-
ur kominn út í horn.
„Ég var blessunarlega laus við að
vilja drekka aftur en ég þurfti að gera
þetta upp. Það sköpuðust aðstæður í
mínu lífi sem ýttu undir þá vinnu. Ég
raðaði þessu í réttar hillur og hætti að
snúa þessu á hvolf og finnast ég vera
sek. Ég hafði ekki gert neitt rangt. En
með því að vinna ekki úr þessu óx
sársaukinn innra með mér og varð að
skömm, ómeðvitað.”
Og það eru þessi djúpu sár sem oft
viðhalda sjúkdóminum og gera það
að verkum að sumir falli krónískt. Séu
alltaf detta í það. En Guðrún lítur á sig
sem lánsama og hún hefur nýtt öll sín
tækifæri til að vinna úr sínum mál-
um. Og það er hin raunverulega bata-
saga. Töffarar eins og Gunna Kristjáns
horfa alltaf í augun á þér og víkja sér
ekki undan vandamálum. Hún veit
að það er ekkert að óttast. Hún er enn
jafn svöl og þegar hún keypti af mér
fyrsta pistilinn fyrir fimmtán árum. Ef
ekki miklu svalari.
Mikael Torfason
05maí 2011
nni marga presta – en þeir hafa nokkr- 22ja ára. Í karllægu samfélagi þess öðru fólki dró úr sársaukanum.”
TÓMIÐ
innra með mér fór
STÆKKANDI
GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR
hætti að drekka fyrir næstum
tólf árum. Þremur árum eftir
að hún keypti fyrstu pistlana af
Mikael Torfasyni. Hann hefur alltaf
dreymt um að taka viðtal við sinn
gamla ritstjóra á Helgarpóstinum.
Þau settust niður og ræddu um
konur og brennivín og af hverju
þær monta sig ekki af syndum
sínum eins og karlarnir.
GUÐRÚN
KRISTJÁNSDÓTTIR
Töffarinn sem hætti að
drekka fyrir næstum
tólf árum.