Fréttablaðið - 19.05.2011, Síða 40
08 maí 2011
„Ég fór í mína fyrstu með-
ferð á Vogi 2007,“ seg-
ir Marteinn Þórsson leik-
stjóri þegar hann er beðinn
að segja sögu sína af bless-
uðu brennivíninu. Hann
borgaði fyrir meðferðina úr eig-
in vasa því hann bjó í Torontó þar
sem hann hafði gengið í kvikmynda-
skóla og unnið flest sín fullorðins ár.
Hann hafði verið giftur og gert bíó-
mynd (sem fór í aðalkeppni Sund-
ance kvikmyndahátíðarinnar) og
unnið við kvikmyndagerð í Kanada
og Bandaríkjunum.
„Ég var alveg búinn á því,“ held-
ur Marteinn áfram og segir að Vogur
hafi verið einhverskonar endastöð
fyrir sig á þeim tíma. Hjónabandið
farið í vaskinn og svo framvegis.
Vogur frábær
„Ég man að mér fannst æðislegt á
Vogi, alveg dásamlegt. Það var eins
og ég væri kominn heim. Þetta var
furðulegt heimili en ég fann frið frá
umheiminum og frið í sálinni. Frið
frá Bakkus. Vogur er dásamlegasta
stofnun sem hægt er að hugsa sér,
þar ríkir svo mikill kærleikur og um-
hyggja. Og þar er besta kæfa í heimi.
Ég fór að sjá að það var möguleiki að
lifa lífinu án áfengis, en það hafði ég
talið algjört rugl áður. Ekki séns. Ég
vildi ekki að nokkur maður tæki frá
mér Bakkus, hann var vinur minn,
eini vinur minn. En þarna kom glæta.
Eftir Vog fór ég í M-hópinn en kláraði
ekki, því það voru sumarfrí,“ útskýrir
Marteinn en hann tengdi sig heldur
ekki inn í edrúsamfélagið og því varð
stutt í fallið.
Næstum tveimur árum síðar fór
Marteinn aftur á Vog og fann á ný
friðinn sem fylgir því að vera edrú.
Pabbi hans, Þór Rúnar Baker, hafði
látist úr alkóhólisma nokkrum mán-
uðum fyrr og það hafði haft djúp-
stæð áhrif á Marteinn sem ólst upp
hjá móður sinni, Guðrúnu Sigur-
steinsdóttur og fósturpabba sínum,
Birni Hauk Pálssyni, í Mosfellsbæ,
elstur fjögurra bræðra (einn bræðra
Marteins lést í bílslysi).
„Þegar ég fór aftur á Vog vildi ég
auðvitað líka vera edrú með kon-
unni sem ég elska,“ segir Marteinn
og á þar við sambýliskonu sína Guð-
rúnu Evu Mínervudóttur rithöfund.
„Í þetta sinn kláraði ég M-hópinn og
tengdist edrúsamfélaginu. Fann mig
í sporunum, með yndislegu fólki.
Ég var auðvitað skíthræddur við
þetta samfélag, og reyndar allt edrú
fólk, og ég ætlaði ALDREI að ganga
í þeirra hóp. En það er eitthvað með
þennan blessaða æðri mátt. Maður
ræður þessu bara ekki,“ segir Mar-
teinn í fullkomnu æðruleysi.
Að vera listamaður
Marteinn hafði verið lengi erlendis
árið 2005 þegar hann kom heim til
að gera sjónvarp fyrir sjónvarpsstöð-
ina Sirkuss, sem var þá óskabarn 365
fjölmiðlasamsteypunnar.
„Ég hafði ekki komið til Íslands
lengi og fékk sjokk,“ segir Marteinn
um hvernig það var að koma heim í
bullandi góðæri. „Ég fékk vel borgað
fyrir að vera með í þessu rugli og um
tíma var ég með annan fótinn á Ís-
landi og hinn í Kanada.“
Það var á þessum tíma sem hann
las Rokland Hallgríms Helgason-
ar og sá fyrir sér kvikmynd. Snorri
Þórisson, eigandi Pegasus, var hrif-
inn af sýn Marteins og keypti fyrir
hann réttinn. Nú er búið að frum-
sýna myndina, við góðar viðtökur, en
á tímabilinu sem um ræðir fór Mar-
teinn fyrst að íhuga fyrir alvöru að
flytja heim aftur.
Og þú yfirgefur fínasta karríer í
Kanada?
„Já, þannig. Ég vann sem klipp-
ari og treilergerðamaður, fékk mörg
verðlaun fyrir þá vinnu en mig lang-
aði að gera kvikmyndir. Var alltof
lengi að „play it safe“ í stað þess að
sleppa bara takinu og leyfa sjálfum
mér að vera listamaður. Ég sé ekki
eftir því.“
Sundance kvikmyndahátíðin
Í janúar 2004 höfðu Marteinn og vin-
ur hans, Jeff Renfroe, klárað bíómynd
sem keppti í aðalkeppni Sundance
kvikmyndahátíðarinnar. Myndin
heitir One Point O og þeir Marteinn
og Jeff enduðu á lista Variety yfir
heitustu leikstjóranna það árið. Þeir
gerðu samning við umboðsskrifstofu
í Hollywood en Marteinn var ekki
með atvinnuleyfi og endaði því fljót-
lega aftur í Kandada og samvinna
þeirra Jeff gekk ekki til lengdar þótt
þeir séu enn mjög góðir vinir.
Marteinn er kanadískur ríkis-
borgari í dag og enn með verkefni í
þróun ásamt félögum sínum vestra.
One Point O ferðaðist á fjöldann all-
an af kvikmyndahátíðum og gekk
vel í sölu. Enda „genre-mind-fuck-
mynd“ eins og Marteinn orðar það.
„„Hollywood is just a state of
mind,“ sagði David Cronenberg mér
eitt sinn. Maður vinnur bara þar sem
manni líður vel og maður telur sig
hafa eitthvað að segja sem listamað-
ur,“ útskýrir Marteinn, ánægður með
að vera á Íslandi að gera það sem
hann langaði alltaf til að gera: Bíó.
Playstation og píanó
Við það að hætta að drekka hefur
lífsstíllinn líka breyst gríðarlega:
„Ég afkasta miklu meira. Ég er
með nokkur verkefni í gangi, mörg
handrit. Ég er mikið heima hjá mér
með konunni minni og kettinum,“
segir Marteinn sem hefur öðlast nýtt
líf við að losna við blessað brenni-
vínið. „Mér finnst gaman að vakna
snemma á morgnana og fara í rækt-
ina og sund. Við förum mikið út á
land og skrifum í bústað sem við höf-
um fengið lánaðan. Við förum í leik-
hús og bíó, lesum mikið af bókum og
förum stundum á tónleika.“
Svo viðurkennir Marteinn bros-
andi aðra fíkn, svokallaða Playsta-
tion fíkn, sem hann er að vinna í að
losna við. Hann er líka mikill kokk-
MARTEINN ÞÓRSSON leikstjóri er
bráðum búinn að vera edrú í tvö ár. Fyrir
nokkrum árum flutti hann aftur heim frá
Kanada. Sína fyrstu kvikmynd gerði hann í
Bandaríkjunum og Rúmeníu, og í upphafi árs
frumsýndi hann kvikmyndina Rokland við
frábærar viðtökur. Hann ræddi listina
og brennivínið við Mikael Torfason.
>> MARTEINN ÞÓRSSON Í UPPHAFI ÁRS FRUMSÝNDI MARTEINN KVIKMYN
Í DAG FINNST
MÉR GAMAN
AÐ VERA
ALKÓHÓLISTI
MYND: GUNNAR GUNNARSSON
HAMINGJAN
Í GRÍMSEY
Sambýliskona
Marteins er Guðrún
Eva Mínervudóttir
rithöfundur.
MARTEINN OG PABBI Þór Rúnar, pabbi
Marteins, lést úr alkóhólisma fyrir rúmum
tveimur árum. Hann náði aldrei bata.
FÓSTURPABBI OG BRÆÐUR Marteinn
ólst upp ásamt þrem bræðrum, mömmu sinni
og fósturpabba, honum Birni Hauki Pálssyni.
TÖKUDAGAR
Hér er Marteinn við
tökur á Roklandi,
sinni nýjustu
kvikmynd.
AF HVERJU
KAUPIR ÞÚ
ÁLFINN?
Ég kaupi
SÁÁ álfinn
vegna þess
að ég vil
leggja mitt
af mörkum
til að
starfsemin
geti gengið
sem best
áfram. Hjá
SÁÁ, sem eru frjáls félagasam-
tök, er unnið mjög gott starf til
hjálpar fólki á öllum aldri sem
virkilega þarf á hjálp að halda til
að ná aftur fótfestu í lífinu. Um
leið vil ég hvetja alla til að gera
slíkt hið sama.
Drífa Hjartardóttir bóndi
Ég kaupi álfinn til að stuðla að
bættum heimi. Bæði er álfurinn
fagur og í mínum huga tákn um
viðleitni manna til að hjálpa
öðrum. Ef hægt er að borga
fyrir slíkt, þá geri ég það.
Eiríkur Guðmundsson
rithöfundur
Hvers vegna
vilja menn
selja mér
SÁÁ álfinn?
Hversvegna
kaupi ég
SÁÁ álfinn?
Svarið við
báðum
spurning-
unum er
að ég vil
leggja mitt af mörkum til að
hjálpa fólki í baráttu þess við
ávanabindandi áhrif eiturlyfja í
allri mynd. Ég hef oft upplifað
þá gleði að sjá fólk sem hafði
gjörsamlega sokkið eins langt
og hægt er í neyslu fá tækifæri
og aðstoð við að takast á við
vanda sinn og ná sér fyllilega á
strik. Geti ég hjálpað til að slíkt
eigi sér stað með því að kaupa
SÁÁ álf þá geri ég slíkt með
gleði í hjarta. Og oft kaupi ég
fleiri en einn.
Hörður Torfason
tónlistarmaður
Ég kaupi álf-
inn til þess
að SÁÁ geti
hjálpað þeim
sem vegna
ofneyslu
hafa ekki
getað horfst
í augu við
raunverulegt
líf, en vilja
breyta því.
Álfurinn opnar dyrnar að heimi
án blekkinga - og þótt hann
sé lítill þá varðar hann veginn
að frelsi svo ótal, ótal margra.
Hann er nefnilega knár þótt
hann sé smár og það búa í
honum ómældir töfrar!
Vigdís Grímsdóttir
rithöfundur