Fréttablaðið - 19.05.2011, Qupperneq 54
19. maí 2011 FIMMTUDAGUR30
BAKÞANKAR
Sigríðar
Víðis
Jónsdóttur
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Nei, nei nei!
Hann fórnar
peðinu á C8.
Nú er Gagorin
í vondum
málum!
Ívar Þór,
þetta
gengur ekki
Nei, ég veit!
Hann er að opna
vörnina upp á
gátt hjá sér og
drottningin er
algjörlega óvarin.
Við göngum
ekki. Við
komumst
hvorki lönd
né strönd!
Hvað ertu að tala
um?
Við erum að fara
til Prag á EM í
skák í næstu viku.
Já...
en.
Ég hef vonandi
ekki keypt hesta
og riddarabún-
inga bara upp á
grínið?
Nei, við
verðum að sjá
hvernig það
kemur út.
Hahahah!
Ég veit. Já!
Ég líka.
Nei.
Svikinn
héra.
Í
alvöru!
Palli, þegar við
héldum að þú
vildir borða með
Söru þá …
Bíddu, það
er einhver
frekja að
trufla mig.
Dómsdagsspá
lesblindra
Engir farsímar?
Ekkert fjölvarp?
Ekkert DVD?
Engar fartölvur?
Engir tölvuleikir?
Ef þú vilt vita hversu gömul
mamma og pabba eru þá
skaltu bara spyrja þau um
æsku þeirra.
Vá! Þetta er
eins og að
uppgötva risa-
eðlu í stofunnu
hjá sér!
Hey!
LÁRÉTT
2. sjávardýr, 6. hljóm, 8. innanfita
í dýrum, 9. endir, 11. aðgæta, 12.
mokuðu, 14. digurmæli, 16. í röð,
17. kyrra, 18. annríki, 20. mun, 21.
faðmlag.
LÓÐRÉTT
1. fita, 3. 999, 4. skáldsaga, 5. bar, 7.
árdegi, 10. sönghús, 13. drulla, 15.
erta, 16. höld, 19. nudd.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. fisk, 6. óm, 8. mör, 9. lok,
11. gá, 12. grófu, 14. grobb, 16. tu, 17.
róa, 18. önn, 20. ku, 21. knús.
LÓÐRÉTT: 1. tólg, 3. im, 4. sögubók,
5. krá, 7. morgunn, 10. kór, 13. for,
15. baun, 16. tök, 19. nú.
Endinn
á mér
er nú
Hálfsársuppgjör heimilisins liggur fyrir. Með því að eiga ekki bíl hef ég
sparað 639.000 krónur frá því í fyrrahaust.
Hvert ætti ég að fara í sumar fyrir pen-
ingana?
ÉG ER búin að spara svo mikið á því að
kveikja ekki í laununum mínum við bensín-
dæluna að ég gæti auðveldlega leigt mér bíl
til að aka hringinn í júlí, skutlast nokkra
hringi ef því er að skipta. Leigt jeppa, tjald-
vagn, fellihýsi, húsbíl – það má ýmis-
legt gera fyrir upphæðina. Síðan er líka
hægt að nota skemmtilegt fyrirbæri
sem er 20 milljóna króna vagn með
launuðum bílstjóra og heitir rúta.
Í SUMAR ætla ég að fara til lands
sem mörg hundruð þúsund manns
heimsækja á ári hverju. Flestir
flykkjast þangað út af náttúrunni –
sem er alveg geggjuð. Ótrúlegar
andstæður þarna, mjög sérstök
kvöldbirta og fullt af ósnortnu
landi þar sem ekki er netsam-
band og allt þetta rugl sem gerir
mann svo víraðan allan vetur-
inn. Magnaðar perlur þarna: Á
Íslandi.
Í HREINSKILNI sagt eru
íslensku vetrarkvöldin alltof
dimm og drungaleg til að ég
vilji fara til útlanda í lengri tíma
á sumrin. Eftir margra mánaða myrkur
tími ég einfaldlega ekki missa af björtu
sumarnóttunum. Halló? Glætan. Flestir
Íslendinga vinna auk þess innivinnu og
sjálf tilheyri ég þeim morkna og loftlausa
hópi. Eins og gefur að skilja eyði ég vetr-
unum því að mestu leyti … inni við. Þess
vegna er frábært að vera úti við á sumr-
in. Og þá má alveg rigna mín vegna. Ég
nenni ekki heldur að æsa mig yfir roki og
hagléli og hvað þetta allt heitir sem auð-
veldlega getur komið í hausinn á fólki um
hásumar hér á landi – bara að maður fái
nógu mikið súrefni eftir allt inniloftið um
veturinn.
ÍSLENDINGAR eru duglegir við að
hreykja sér af náttúrunni sinni og selja
hugmyndina um hana til erlendra ferða-
manna. Um daginn var ég spurð af einum
slíkum hversu duglegir Íslendingar væru
við að njóta náttúrunnar sem aðrir ættu
að verða svona „inspired by“. Fara sem sé
í styttri og lengri göngur, hjóla um landið,
skoða það, hlusta á þögnina uppi á hálend-
inu, taka inn ferska loftið? Ég ranghvolfdi
í mér augunum og sagði að íslenska þjóðin
væri sko mjög dugleg við það.
ÞEGAR hann var farinn áttaði ég mig á að
ég hafði ekki græna glóru um þetta. Hvort
Íslendingar væru eitthvað sérlega dugleg-
ir við að nýta sér það sem landið hefði upp
á að bjóða og njóta náttúrunnar.
Inspired by 639.000 kr.