Fréttablaðið - 19.05.2011, Síða 56

Fréttablaðið - 19.05.2011, Síða 56
19. maí 2011 FIMMTUDAGUR32 32 menning@frettabladid.is Einar Þorstein þarf varla að kynna fyrir Íslendingum, og þó. Hann er þekktur hér á landi fyrir hönnun sína á kúluhúsum og á síðasta ára- tug hefur samstarf hans við Ólaf Elíasson vakið athygli, ekki síst hönnun Einars á einingum þeim sem byggja upp glerhjúp Hörp- unnar. Margir muna án efa eftir þjóðhátíðartjaldi hans við Arnar- hól í Reykjavík árið 1974, en Einar hannaði þó nokkur tjöld af slíkum toga. Nú hefur verið sett upp sýn- ing á verkum Einars Þorsteins í Hafnarborg í Hafnarfirði, RÚV gerði sjónvarpsþátt um Einar og sýningunni fylgir nokkuð vegleg bók. Þar má sjá myndir af marg- víslegum verkum hans, grein um störf hans, æviferillinn er rakinn og skemmtilegt og ítarlegt viðtal Godds við Einar birtir ekki aðeins mynd af verkum hans heldur líka manninum að baki. Sýningin er ekkert sérlega stór í sniðum, en þar kennir þó margra grasa. Hér sjáum við handgerð arkitektúrmódel, pappírsmódel að margs konar fjölflötungum, stærri módel að umfangsmikl- um hugmyndum, myndband, ljós- myndir og fleira. Litla herbergið inn af stóra salnum skapar inni- legt andrúmsloft í anda þess sem má ímynda sér að ríki á vinnustofu Einars. Sýningin gefur til kynna að áhugavert væri að gera mun stærri sýningu um Einar og hug- myndir hans. Starf Einars er fjölbreytt og hugmyndaríkt. Við Íslending- ar höfum misst af miklu að hafa ekki tekið hugmyndir hans upp á arma okkar frá upphafi og veitt þeim brautargengi. Það er synd að hér skuli ekki hafa risið kúlu- húsabyggð, vistvænar íbúðar- einingar, yfirbyggð svæði, allt saman hugmyndir sem virðast ódýrar, hagkvæmar og sniðug- ar. Hugmynd Einars að kúluhúsi innan lokaðs hvolfs er dásamleg. Að ekki sé minnst á hönnun hans á sjálfbærum hverfum sem Danir hafa gert að raunveruleika. Hvað stendur í vegi nema íhaldssemin og steinsteypuástin? Til þess að hugmyndavinna Einars kæmist í sviðsljósið á Íslandi þurfti braut- argengi annars manns á erlendri grund. Undanfarin ár hefur Einar í auknum mæli sýnt verk sín innan myndlistargeirans og ef til vill eiga áhorfendur auðveldara með að meðtaka hugmyndir hans séu þær ekki beintengdar raunveru- leikanum. Auðveldara með að sjá þá fegurð sem felst í fjölflötungum og stærðfræðilegum eiginleikum þeirra, meðtaka frekar hugmyndir Einars í arkitektúr, sem í dag eru þó ekki eins óvenjulegar og fyrir nokkrum áratugum. Allt frá upphafi, frá námsár- um sínum í arkitektúr í Þýska- landi, hefur Einar fylgst vel með straumum og stefnum innan arki- tektúrs og átt í samstarfi við ótal aðila, bæði erlendis og hérlendis, háskóla og fleira. Undanfarin ár hefur hann einbeitt sér að mögu- leikum fimmfalds, symmetrísks rýmis en uppgötvanir hans á því sviði liggja m.a. til grundvallar einingunum í glerhjúp Hörpunnar. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Í Hafnarborg er brugðið upp mynd af fjölbreytilegu starfi Einars Þorsteins á sviði arkitektúrs og hönnunar frá upphafi ferils hans. Hug- myndir Einars um byggingatækni og sjálfbærni eiga brýnt erindi við sam- tímann en sýningin er líka skemmtileg að skoða fyrir unga sem aldna. Heillandi fjölflötungar Myndlist ★★★★ Hugvit Einar Þorsteinsson Hafnarborg Heillandi fjölflötungar Danska skáldið Naja Marie Aidt verður gestur á höf- undakvöldi Norræna húss- ins í kvöld í tilefni þess að verðlaunabók hennar, Baví- ani, er komin út hjá Bjarti. Hún telur bókina eiga sér- stakt erindi við Íslendinga, enda lýsi hún þeim hugsun- arhætti sem ríkti í góðær- inu. „Ég er yfir mig ánægð með að bókin skuli vera komin út á íslensku, þetta er gamall draumur að rætast,“ segir Naja Marie Aidt um smásagna- safnið Bavíana. „Ég hef tvisvar áður komið til Íslands og kann vel við mig hér.“ Naja segir að Bavíani eigi kannski meira erindi við Íslendinga en aðra. „Bókin var skrifuð í góðærinu sem Íslendingar fóru ekki var- hluta af; fjallar um þetta tímabil þegar allir voru uppteknir af því að kaupa hluti, fara í ræktina og líta vel út. Áherslan var á það sem sást utan frá. Ég vona að Íslending- ar geti samsamað sig þeim tilfinn- ingum og þeirri eigingirni sem ein- kenndi þetta tímabil. Það er skrítið að hugsa til þess að þessi tími sé lið- inn og að bók sem út kom 2006 hafi verið skrifuð á tímabili í veraldar- sögunni sem leið undir lok.“ Naja hefur skapað sér nafn sem eitt merkasta skáld Dana og fyrr í vikunni hlaut hún bókmenntaverð- laun Sörens Gyldendal, ein virtustu bókmenntaverðlaunin í Danmörku. „Það kom mér mjög ánægjulega á óvart. Eftir að ég fékk bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir Bavíana 2008 var ég sannfærð um að ég fengi aldrei nein önnur verð- laun. Það var greinilega rangt.“ Naja hefur gefið út átta ljóðabæk- ur og þrjú smásagnasöfn, auk leik- rita og kvikmyndahandrita. Hún kveðst þó fyrst og fremst vera ljóð- skáld. „Ég hef skrifað ljóð síðustu tuttugu árin, sögurnar eru hlið- arverkefni. Nú er ég að vinna að fyrstu skáldsögunni og mér finnst það erfitt. En ég held mér að vinnu og vona að hún verði tilbúin eftir um það bil ár.“ Ljóð Naju hafa verið þýdd á fjöl- mörg tungumál og hún segir að sig minni að nokkur ljóð eftir sig hafi birst á íslensku í ljóðasafni sem gefið var út fyrir „mörgum, mörg- um árum“. Nýjasta ljóðabók henn- ar, Alting blinker, kom út 2009 og hefur hlotið mikið lof. Hún er skrif- uð í New York, þar sem Naja hefur búið undanfarin þrjú ár. Hún segir að flutningurinn þangað hafi breytt sýn hennar á Danmörku. „Meginstef bókarinnar er staðir og tími. Ég er þar að skoða nýlendu- stefnu Dana eins og hún birtist á Grænlandi og í Vestur-Indíum á sínum tíma og fjarlægðin hjálpaði mér að skoða þau mál hlutlægt.“ Naja fæddist á Grænlandi og var alin þar upp til átta ára aldurs. „Ég held það hafi mótað það hvernig ég horfi á samskipti að hafa alist upp í nýlendu. Ég talaði meira að segja grænlensku reiprennandi sem barn, en er því miður búin að tapa henni niður. En Grænland á sérstakan stað í hjarta mér.“ Dagskráin í Norræna húsinu hefst klukkan 20. Þýðandi Bavíana, Ing- unn Ásdísardóttir, ræðir við Naju Marie. fridrikab@frettabladid.is Ætti að höfða til Íslendinga NAJA MARIE AIDT Lítur á sig sem ljóðskáld fyrst og fremst en hlaut þó bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir smásagnasafnið Bavíana. ÚTSKRIFTARTÓNLEIKAR Sigrúnar Harðardóttur fiðluleikara frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands verða í Fríkirkjunni í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Léttara og betra líf Lene Hansson Matur sem yngir og grennir Þorbjörg Hafsteinsdóttir Ég man þig - kilja Yrsa Sigurðardóttir Handbók um íslensku Jóhannes B. Sigtryggsson ritst. 10 árum yngri á 10 vikum Þorbjörg Hafsteinsdóttir Sláttur - kilja Hildur Knútsdóttir METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 11.05.11 - 17.05.11 Engan þarf að öfunda - kilja Barbara Demick Djöflastjarnan - kilja Jo Nesbø Eyjafjallajökull Ari Trausti og Ragnar TH. Konan í búrinu - kilja Jussi Adler Olsen UPPSELD - VÆNTANLEG 25. MAÍ MAÍ Sex íslensk menningarverkefni hlutu styrk upp á ríflega 15 millj- ónir króna úr Norræna menning- arsjóðnum. Sjóðurinn úthlutaði 8,7 millj- ónum danskra króna (DKK) til 75 menningarverkefna, sem unnin verða í norrænu samstarfi. Íslendingar eru þátttakendur í 49 verkefnanna og er Ísland upp- hafsland sex verkefna sem hlutu samtals 695 þúsund danskar krón- ur. Tangófélagið í Reykjavík hlaut 75 þúsund DKK; FLISS (Félag um leiklist í skólastarfi) hlaut 100 þúsund DKK; Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungu- málum fékk 150 þúsund DKK; sömu upphæð hlutu Sögusvunt- an (The Pocket Theatre) og Tón- skáldafélag Íslands en Háskóli Íslands fékk 75 þúsund DKK. Sex verkefni styrkt

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.