Fréttablaðið - 19.05.2011, Síða 58

Fréttablaðið - 19.05.2011, Síða 58
19. maí 2011 FIMMTUDAGUR34 Bækur ★★★★ Blindir fiskar Magnús Sigurðsson Uppheimar Gegnum líflínuna sjálfa Magnús Sigurðsson hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2008 fyrir fyrstu ljóðabók sína Fiðrildi, mynta og spörfuglar Lesbíu og hafði árið á undan gefið út þýðingar sínar á ljóðum eftir Ezra Pound, Söngvarnir frá Písa. Blindir fiskar bera þess glögg merki að hann hefur stúderað Pound og fleiri risa í ljóðlist nákvæmlega og lært af þeim. Kannski má kalla þetta gáfumannaljóð, en fyrst og fremst eru þetta þaulhugsuð og þaulunnin ljóð sem markast af hefðinni án þess að bera nokkurn keim af stælingum. Magnús undirstrikar þessa tengingu við ljóðahefðina með kaflanum Fimm kveðjur + sjálfsmorð, þar sem hann tekur orð þekktra skálda og spinnur í kringum þau, auk þess sem lokaljóðið í kaflanum er myndræn lýsing á sjálfsmorði Virginiu Woolf árið 1941. Bókinni er skipt upp í fjóra kafla sem hver ber sitt sérkenni, fyrsti kaflinn og sá síðasti, sem báðir eru nafnlausir, kallast á og á milli er skotið fyrrnefndum kafla um orð skálda og kaflanum Smáljóð. Undiraldan er nokkuð þung á hófstilltan hátt, hér er ekki gantast með byrði mannlífsins eða nálægð dauðans. Maðurinn er einn í glímunni við eigin hugsanir og jafnvel í fegurðinni miðri skýtur treginn og söknuðurinn upp kollinum: suðurglugginn rósirnar undir skjólveggnum í vari fyrir norðangjósti og gestafiðrildið bakvið blúndugluggatjöldin sem boðar komu allra nema þín Það sem hrífur mann mest við Blinda fiska er beiting tungumálsins og virðingin fyrir því. Ekkert orð er valið af handahófi og ekki bruðlað með þau heldur, stíllinn er meitlaður og knappur, myndirnar beittar og hugsunin skýr. Barátta mannsins við hlekki hversdagslífsins og vitundin um eigin dauðleika eru meginstef, en fegurðin alltaf skammt undan. Blýantarnir sem skrá hinar dapurlegu hugsanir eru þrátt fyrir allt sólgulir og í draumum næturinnar er ljóðmælandinn svo fiðrildaléttur í spori á baðskýlu með sólhlíf og blóðrauðan kokteil Blindir fiskar er hvalreki á fjörur ljóðaunnenda, sönnun þess að ljóðið er við góða heilsu, þrátt fyrir áralangar andlátsspár, og fyllilega þess megnugt að koma til skila hvaða hugsun og tilfinningu sem vera skal. Magnús Sigurðs- son hefur stimplað sig inn sem ljóðskáld sem vert er að hlusta á og fylgjast með í framtíðinni. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Þaulhugsuð og þaulunnin ljóð sem tala bæði til heilans og hjartans og ættu að gleðja alla ljóðaunnendur. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 19. maí 2011 ➜ Tónleikar 20.00 Hljómsveitin Dúndurfréttir heldur sína árlegu vortónleika í Austurbæ í kvöld kl. 20. Lög Led Zeppelin, Deep Purple, Pink Floyd og fleiri verða tekin fyrir. Aðgangseyrir er kr. 2.500. 20.30 Jazzhátíð Garðabæjar stendur frá 19.-22. maí. Opnunartónleikar verða haldnir í kvöld kl. 20.30 í Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Tríó Björns Thoroddsen spilar. Aðgangur ókeypis. 20.30 Vortónleikar Reykjalundarkórs- ins fara fram í Guðríðarkirkju í kvöld kl. 20.30. Fjölbreytt efnisskrá. Miðaverð kr. 1.500 en kr. 1.000 fyrir eldri borgara. Frítt fyrir yngri en 12 ára. Miðar seldir við hurð. 22.00 Hljómsveitin Ensími kemur fram á Faktorý í kvöld. Spiluð lög af öllum plötum Ensími. Húsið opnar kl. 21 og hefjast tónleikarnir kl. 22. Miðaverð kr. 1.500 við hurð. Aldurstakmark 18 ára. ➜ Sýningar 13.00 Myndlista- og handverkssýn- ing eldri borgara í Kópavogi, verður í félagsheimilinu að Gullsmára 13 næst- komandi laugardag. Sýningin hefst kl. 13. Vöfflukaffi á góðu verði. 20.00 Kramhúsið býður til kraftmikillar danssýningar í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20. Boðið verður upp á magadans, bolly- wood, afró, break, hiphop og nútíma- dans. Miðaverð er kr. 1.500. Miðasala fer fram á midi.is og tjarnarbio.is Tíu nemendur útskrifast í fræðum og fram- kvæmd frá Listaháskóla Íslands í vor. Í tilefni af því sýna allir útskriftarnemarnir lokaverk- efni sín frá 21.-27. maí. Þetta er þriðji árgang- urinn sem útskrifast af brautinni frá því að hún var sett á laggirnar haustið 2005. Fræði og framkvæmd er hugsað sem vett- vangur fyrir bæði fræðilegar og listrænar rannsóknir á leiklist. Námið er því jöfnum höndum fræðilegt og verklegt þar sem rýnt er í sögu, eðli, hlutverk og mörk leiklistarinnar og snertifleti við aðrar listgreinar. Nánari upplýsingar um verkin og sýningar- tíma má finna á lhi.is. Útskriftarárgangur sýnir lokaverkefni LOKAVERKEFNI Útskriftarnemar í fræðum og framkvæmd: Anna María Tómasdóttir: „Þér er boðið …“ Aude Busson: Svörður fyrir sálina Ásdís Þórhallsdóttir: Moskva eftir Kristínu Ómarsdóttur Björn Leó Brynjarsson: Þurfum Tom Collins Halldór Halldórsson: Tortímandi Ingibjörg Huld Haraldsdóttir: Spuni, eða Kamelljón fjárhirðisins eftir Eugéne Ionesco Ragnheiður Harpa Leifsdóttir: Dagskrá um eldingar Sigríður Jónsdóttir: L.Í.N. – Lítið, í niðurníðslu. Heimildar(leysis)leikrit Tyrfingur Tyrfingsson: Grande Ugla Egilsdóttir: Auður ÚTSKRIFTARÁRGANGURINN Tíu útskriftarnemar sýna jafn mörg lokaverkefni á næstu dögum. Þetta er í þriðja sinn sem nemendur útskrifast af braut fræða og framkvæmdar við Listaháskóla Íslands. ÓKEYPIS AÐGANGUR já nánar um dagskrá á www.gardabaer.is FIMMTUDAGUR 19. MAÍ KL. 20:30 URÐARBRUNNUR Hátíðarsalur Fjölbrautaskólans í Garðabæ GÍTARVEISLA GARÐABÆJAR Tríó Björns Thoroddsen og japanska gítarhetjan Kazumi Watanabe Opnunaratriði Hilmar Jensson & Ómar Guðjónsson dúó 19. - 22. MAÍ 2011 FÖSTUDAGUR 20. MAÍ KL. 14:00 JÓNSHÚS félags- og þjónustumiðstöð v. Strikið 6 Guitar Islancio KL. 20:30 KIRKJUHVOLL safnaðarheimili Vídalínskirkju ASA tríó Mafía ríkisins LAUGARDAGUR 21. MAÍ KL. 20:30 KIRKJUHVOLL safnaðarheimili Vídalínskirkju Nikolaj Bentzon sóló og kvartett SUNNUDAGUR 22. MAÍ KL. 20:30 KIRKJUHVOLL safnaðarheimili Vídalínskirkju Anna María Björnsdóttir & hljómsveit HILMAR JENSSON & ÓMAR GUÐJÓNSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.