Fréttablaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 70
28. maí 2011 LAUGARDAGUR42 Hvítasunnukirkjan Fíladelfía heldur upp á 75 ára afmæli sitt um helgina. Af því tilefni verður efnt til fjölskyldu- hátíðar, söngsamkomu, hátíðarsam- komu og gospeltónleika. Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir í afmælið. Farið verður í skrúðgöngu frá Fíla- delfíu, Hátúni 2, klukkan 13 í dag og mun lúðrasveit leiða gönguna. Göngunni lýkur á Klambratúni þar sem verður fjölbreytt dagskrá og boðið upp á tónlist, útileiki, ýmsar þrautir og andlitsmálun fyrir börnin. Ef veður er slæmt flyst dagskráin í Fíladelfíu- kirkjuna. Að lokinni útidagskránni verður boðið upp á súpu í kirkjunni klukkan 17. Klukkan 19 hefst söngsamkoma þar sem lögð verður áhersla á sígilda sálma. Sérstök hátíðarsamkoma verður síðan á morgun í Fíladelfíu. Að lokinni samkomunni verður samkomugestum boðið í afmæliskaffi. Á sunnudagskvöld, klukkan 20.00, verða haldnir vortón- leikar Gospelkórs Fíladelfíu og saga kórsins rifjuð upp í tali og tónum. Fíladelfía fagnar á 75 ára afmæli HÁTÍÐ Í BÆ Hvítasunnukirkjan Fíladelfía við Hátún 2 heldur upp á 75 ára afmæli sitt í dag og á morgun. Ítalska félagið á Íslandi stendur fyrir hönnunar- og listasýningu í Salnum, Kópavogi. Sýningin verður opnuð á morgun, sunnudag klukkan 16 til 19 en hún er liður í hátíðahöldum í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá sameiningu Ítalíu í eitt ríki. Bæði ítalskir og íslenskir listamenn og hönnuðir taka þátt í sýningunni. Þar á meðal húsgagnahönnuðurinn Fabio Del Percio með Hver? Design, fatahönnuðinn Malea Modarte, aðalfatahönnuður B!B!, listmálararnir Hulda Hlín Magnúsdóttir og Carmela Calimera, skartgripahönn- uðurinn Puella og grafíski hönnuðurinn 7vicocrema. Tónleikar Ítalsk/íslenska tríósins Delizie Italiane hefjast klukkan 20 en boðið verður upp á fordrykk fyrir tón- leikana. Klukkan 20.40 verður gert hlé og boðið upp á veitingar frá Calabria í Suður-Ítalíu. Klukkan 21 verður tilkynnt hvaða íslensku stuttmyndir munu taka þátt í alþjóðlegri stuttmyndahátíð í Róm og klukkan 21.15 hefst síðari hluti tón- leikanna. Aðgangur er ókeypis. Ítölsk menningarhátíð í Salnum í Kópavogi ÍTALÍA Ítalska félagið á Íslandi stendur fyrir hönnunar- og listasýningu í Salnum á morgun í tilefni af því að 150 ár eru frá sam- einingu Ítalíu í eitt ríki. Elsku litli strákurinn okkar og bróðir Vilhelm Þór Guðmundsson lést af slysförum 22. maí síðastliðinn. Útför hans fer fram 1. júní kl. 13.30 frá Selfosskirkju. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en við foreldrar hans viljum benda á styrktarreikning Vilhelms Þórs sem ætlaður er til tækjakaupa fyrir björgunar- og skyndihjálparstörf í Árborg. kt. 010581-5089 rkn. 0325-13-701205. Elísa Björk Jónsdóttir Guðmundur Friðmar Birgisson Íris Rán Símonardóttir Sóley Björk Guðmundsdóttir Tómas Valur Bjarkason Aníta Björg Benjamínsdóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og tengdadóttir Ragnheiður Jóna Ármannsdóttir Akraseli 6, lést í faðmi fjölskyldunnar þann 25. maí. Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 3. júní kl. 11.00. Þeir sem vilja minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess. Trond Are Schelander Ármann Schelander Knut Egil Schelander Jan Olav Schelander Katrín Eyjólfsdóttir Ármann Gunnlaugsson Eyjólfur Ármannsson Synnøve Schelander Wang Leif Ole Wang Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Ástríðar H. Andersen Gunnar Þ. Andersen Margrét Kr. Gunnarsdóttir Þóra Andersen Roger Schneider Victoria Ástríður Andersen Tiffany Louise Andersen Eric Ian Andersen Richard Vilhelm Andersen Christopher og Alexander Farrington. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Jóhanna Þórðardóttir Hansen Ægisstíg 1, Sauðárkróki, lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga sunnudaginn 22. maí síðastliðinn. Jóhannes Friðrik Hansen Kolbrún Hansen Guðni Pálmi Oddsson Þórður Hansen Edda Lúðvíksdóttir Elín Jósefína Hansen Ingimundur Tómasson Árni Hansen Sigríður Ragna Hansen Ingimundur Ingvarsson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín og elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jónasína Jónsdóttir Hjúkrunarheimilinu Sóltúni, Reykjavík, áður Dvergabakka 32, Reykjavík, lést mánudaginn 23. maí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. júní kl. 11. Geir Þórðarson Þór Geirsson Dagbjört Berglind Hermannsdóttir Örn Geirsson Vilborg Helga Júlíusdóttir Ásgeir Geirsson Ólöf Örvarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Konráð Páll Ólafsson Asparási 2, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. maí. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 3. júní kl. 15.00. Ingigerður St. Óskarsdóttir Guðjón Árni Konráðsson Teresita Ragmat Jóna Ósk Konráðsdóttir August Håkansson Guðmundur Kr. Konráðsson Krittiya Huadchai Konráðsson barnabörn og langafabörn Fjórða Norræna Brjóstagjafarráð- stefnan verður haldin á Grand Hóteli í Reykjavík dagana 31. maí og 1. júní. Hún er haldin annað hvert ár á Norðurlönd- unum og er þetta í fyrsta skipti sem hún er haldin á Íslandi. Félag brjóstagjaf- arráðgjafa á Íslandi hefur umsjón með ráðstefnunni í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landlæknis- embættið og Háskóla Íslands. Ráðstefnan er ætluð heilbrigðis- starfsfólki sem starfar við og hefur áhuga á brjóstagjöf. Aðalfyrirlesarar eru Catherine W. Genna frá Bandaríkj- unum, höfundur bókanna Supporting Sucking Skills in Breastfeeding Infants (2008) og Selecting and Using Breast- feeding Tools (2009) og Inga Þórsdóttir Dr. Med. Sci., prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Auk þess munu fyrirlesarar koma víðs vegar að og halda erindi. Kynntar verða nýjustu rannsóknir á sviði brjóstagjaf- ar og fjallað um stöðu brjóstagjafar á Norðurlöndunum. Einnig verða kynnt- ar nýjustu tölur um tíðni brjóstagjafar á Íslandi. Brjóstagjöf í öndvegi Leikfélag Vestmannaeyja hefur sýnt söngleikinn Mamma mía - Séns á skrens síðustu tvo mánuði við góðar undirtektir og hefur þegar slegið ára- tuga aðsóknarmet. Í tilefni hundrað ára afmælis félags- ins mun íbúum höfuðborgarsvæðisins gefast kostur á að sækja sýninguna en hún verður sýnd í Gaflaraleikhúsinu um næstu helgi. Söngleikurinn bygg- ir á samnefndri kvikmynd sem naut gríðar legra vinsælda fyrir nokkrum árum en verkinu hefur verið breytt og það staðfært til samræmis við íslensk- an raunveruleika. Þegar er uppselt á sýninguna 27. maí en aukasýning verð- ur 28. maí klukkan 15. Mamma mía í Gaflaraleikhúsið SÍVINSÆL Sýning Leikfélags Vestmannaeyja byggir á bíómyndinni Mamma Mia þar sem lög ABBA-flokksins eru liggja til grundvallar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.