Fréttablaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 80
28. maí 2011 LAUGARDAGUR52
folk@frettabladid.is
Helen Mirren hefur verið valin kynþokkafyllsta konan
yfir fimmtugu. Á listanum eru gamlar kynbombur,
fyrrverandi ofurfyrirsæta og ein söngkona.
Helen Mirren hefur sjaldan eða aldrei verið jafn vinsæl og um
þessar mundir; hún fór á kostum í hlutverki Elísabetar drottning-
ar í The Queen og er nú á toppi lista sem smásölufyrirtækið isme.
com lét taka saman. Á honum eru konur yfir fimmtugu sem þykja
hvað flottastar og halda sér í toppformi þrátt fyrir að aldurinn
séð farinn að færast yfir. Elstar á listanum eru Sophia Loren og
Judi Dench en yngst var Emma Thompson. - fgg
milljón Bandaríkjamanna horfði á Fox-sjónvarpsstöðina þegar Scotty
McCreery var kjörin Idol-stjarna ársins. Þetta er talinn vera mikill sigur fyrir
nýju dómnefndina, þau Jennifer Lopez, Steven Tyler og Randy Jackson.
31
HELEN MIRREN
ÞYKIR FEGURST
Samkvæmt götublaðinu The Sun átti poppsöngkonan
Cheryl Cole ekki von á uppsögn úr bandarísku útgáf-
unni af X Factor. Simon Cowell sagði henni ekki upp
augliti til auglits og gaf enga ástæðu fyrir uppsögn-
inni. Samstarfsfólk Cowells hefur á móti sagt að hann
hafi tjáð henni fyrir nokkrum dögum að hún væri ekki
að virka sem dómari. Hún virtist óörugg í áheyrnar-
prufunum og óttuðust framleiðendur að hún næði ekki
til bandarískra áhorfenda. Cole hafði áður dæmt í
bresku útgáfunni af X Factor ásamt Cowell við góðar
undirtektir.
Brottreksturinn setur strik í reikninginn hjá Cole,
sem hugðist hefja sólóferil í Bandaríkjunum. Ætlaði
hún að syngja dúett með Rihönnu og Usher með aðstoð
umboðsmanns síns Will.i.am. úr Black Eyed Peas.
Talið er að Cole ætli að snúa aftur í breska X Factor-
inn og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið.
Cheryl Cole í uppnámi
X FACTOR Cheryl Cole ásamt fyrrverandi samstarfsmönnum
sínum í X Factor. NORDICPHOTOS/GETTY
1. Helen Mirren þykir
flottasta konan af
þeim sem eru komnar
yfir fimmtugt.
2. Twiggy vermir annað
sætið á listanum yfir
fallegustu konurnar
yfir fimmtugu.
3. .Joanna Lumley
Bond-gellan þykir
enn hafa mikinn
þokka.
FLOTTAR EFTIR
FIMMTUGTLeikkonan Eva Mendes gefur
lítið fyrir hjónaband og segir
það ekki nógu persónulegt fyrir
sinn smekk. Mendes hefur verið
með kvikmyndagerðarmann-
inum George Augusto í áratug
en segir hjónabandið sjálft vera
fremur órómantíska stofnun.
„Hjónaband er eitthvað svo yfir-
drifið og formfast og ég hef
engan áhuga á að taka þátt í
því.“
Ekki fyrir hjónaband
EKKI FYRIR HJÓNABAND Eva Mendes
ætlar ekki að láta festa sig í gömlum
reglum og hefðum.
Smiðsbúð 6 210 Garðabæ
Sími 564 5040
Reiðhjólatöskur!
Holtagörðum Sími 545 1569
Bike Shopper: Kr. 14.900,-
City Biker: Kr. 20.900,-
Back Roller Classic: Kr. 23.900,- Front Roller Classic: Kr. 19.900,-
Back Roller City: Kr. 17.900,-
Ultimate 5 stýristaska: Kr. 15.900,-
5 ára ábyrgð
framleitt í Þýskalandi
24.–26. júní Hvammstanga Húnaþingi vestra
www.landsmotumfi50.is
SIGLINGANÁMSKEIÐ
10 TIL15ÁRA
Skránig er hafin á eftirfarandi námskeið:
30. maí - 3. júní 6. júní – 10. júní
20. júní – 24. júní
27. júní – 1. júlí
4. júlí – 8. júlí
Við kennum í Nauthólsvík á kænur
og á Ingólfsgarði á kjölbáta (við Hörpu)
www.brokey.is
Siglingafélag Reykjavíkur
Einnig:
Kjölbáta-
námskeið
fyrir fullorðna
í allt sumar
brokey.is