Fréttablaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 34
28. maí 2011 LAUGARDAGUR34
STÆKKUN EVRÓPUSAMBANDSINS
S
íðan kalda stríðinu lauk
hafa flest ríki Evr-
ópu orðið að samherj-
um innan Evrópusam-
bandsins. ESB hefur
umbreytt flestum fyrr-
verandi alræðisríkjum Austur-
Evrópu í vestræn lýðræðisríki
og engum dettur í hug að styrjöld
brjótist út meðal þessara fyrrum
fjenda.
Árin á undan höfðu skipst á skin
og skúrir í Evrópusamrunanum.
Fyrir viku var greint frá því hér
í blaðinu hvernig Frakkar kældu
ferlið um miðjan sjöunda áratug-
inn, hvort sem litið er á útvíkkun
þess sem í dag heitir Evrópusam-
bandið eða dýpkun þess. Þeir komu
í veg fyrir útvíkkun þess með því
að meina Bretum að ganga í það
og þeir hindruðu það sem kallað
er dýpkun Evrópusamvinnunnar
(nánari yfirþjóðleg ákvarðana-
taka) með því að koma því í gegn
1965 að hver þjóð gæti beitt neit-
unarvaldi við ákvarðanir með því
að vísa til óskilgreindra „grund-
vallarhagsmuna“ sinna.
ESB þótti ekki lífvænlegt á átt-
unda áratugnum. Tollabandalagið
var frágengið og tilraun til mynt-
samstarfs hafði mistekist. Óvíst
var um framtíðarhlutverk þess-
arar fordæmalausu tilraunar
til alþjóðasamstarfs. Á þessum
árum var samruninn helst keyrður
áfram af ákvörðunum Evrópudóm-
stólsins, sem dæmdi aðildarríkin
til að fara eftir því sem dómstóll-
inn túlkaði sem anda sáttmálanna.
Aftur af stað á níunda áratugnum
Um miðjan níunda áratuginn kom
byr í seglin þegar evrópskt við-
skiptalíf og stjórnvöld vildu koma
á stórum evrópskum markaði sem
gæti verið mótvægi við Ameríku-
og Asíumarkaði. Þetta var við-
bragð við alþjóðavæðingunni en
um leið passaði þetta við tísku
stjórnmálanna, nýfrjálshyggjuna.
Einn helsti talsmaður frekari
markaðssamruna Evrópu þessara
ára var Margaret Thatcher, for-
sætisráðherra Breta, sem annars
tortryggði Evrópusamvinnu. Efa-
semdarmenn um ESB vildu þá,
eins og nú, að viðkvæm mál svo
sem skattar, heilbrigðismál og
varnarmál yrðu alfarið á hendi
aðildarríkjanna sjálfra. Enda
hafa ríkin enn í dag lítið viljað
deila þessum málaflokkum með
Brussel. Þetta má kalla kjarna
Evrópudeilunnar: Hvort ESB eigi
að vera markaður eða eitthvað
meira.
En þegar hinn franski for-
seti framkvæmdastjórnar ESB,
Jacques Delors kom í gegn ein-
ingarlögunum 1986 var innbyggð
í þau ákveðin þróunaraðstoð til að
hindra að sameiginlegur markað-
ur færi illa með fátækari svæðin,
sérstaklega Grikkland, Portúgal
og Spán. Stuðla skyldi að sam-
leitni lífskjara milli svæða banda-
lagsins með því að styrkja fátæk-
ari ríkin. Hægrimenn eins og
Thatcher kyngdu þessari stefnu
í þágu stóra markaðarins. Delors
sannfærði ráðherra ríkjanna einn-
ig um að hætta að notast við neit-
unarvald í ákvörðunum sem lytu
að markaðsmálum, til að auðvelda
ákvarðanatöku. Evrópuþingið var
styrkt um leið til að gera ákvarð-
anatöku lýðræðislegri.
Múrinn fellur 1989
Það kom ESB á óvart þegar Aust-
ur-Evrópa og Sovétríkin gáfust
upp gegn Nató og vestrinu. Ein af
helstu forsendum varnarsamstarfs
í vestri var brostin og ESB var
ekki lengur jafn mikilvægt Banda-
ríkjunum. Hætta var á að stríðs-
átök brytust út í Austur-Evrópu, að
þar næðu óæskilegir hópar völd-
um og að flóð flóttamanna skylli
á ESB.
Þegar sameinað Þýskaland varð
til 1990 hvatti það litlu ríkin til að
styrkja stöðu sína innan ESB. Stór
ríki eins og Bretar og Frakkar
höfðu áhyggjur af nýja Þýskalandi.
Frakkar, sem áður voru hikandi
Evrópusinnar, urðu sérstaklega
áhugasamir um að tryggja veru
Þýskalands í ESB.
Nú var barist í Júgóslavíu og
fálmkennd viðbrögð ESB sýndu
hve vanbúið það var (og er enn) til
að fara með utanríkis- og öryggis-
mál sameiginlega.
Maastricht-sáttmálinn 1992
Sáttmáli um Evrópusamband, rót-
tæk endurskipulagning Evrópu-
samstarfsins, var undirritaður
1992 í Maastricht í Hollandi. Til að
sameiginlegi markaðurinn borgaði
sig betur skyldi búa til sameigin-
lega mynt, þrátt fyrir andstöðu
Breta. Koma átti á takmörkuðu
samstarfi við vísindarannsóknir
og í umhverfis- og félagsmálum.
Einnig í utanríkismálum og inn-
anríkis-öryggismálum. Tveimur
árum eftir Maastricht-sáttmál-
ann lýstu öll ríki nema Bretland
því yfir að treysta skyldi réttindi
launafólks með vinnuvernd, rétt-
indum á vinnumarkaði og jafnrétti
kynja. ESB var að verða meira en
markaður. Um leið voru ríki farin
í auknum mæli að velja og hafna
eftir hentugleika hvaða verkefnum
þau tóku þátt í.
Í Maastricht-sáttmálanum voru
ákvæði um nálægðar- eða dreif-
ræðisreglu, sem þýðir að ákvarð-
anir skyldu teknar eins nálægt
þeim sem hún hefur áhrif á og
hægt er, til að mynda frekar í sveit-
arstjórn en á Evrópuþingi. Einnig
varð til hugtakið um evrópskan
ríkisborgararétt og Evrópuþingið
fékk neitunarvald á ýmsum svið-
um. En Maastricht-sáttmálinn var
felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu af
Dönum, sem sömdu síðan um und-
anþágur frá honum.
Tilraunir 1995-2004
Í kjölfar höfnunar Dana, sem þótti
til marks um áhyggjur evrópsks
almennings af samrunahraðan-
um, hægði aftur á samrunaferl-
inu. Reyndar var á þessum árum
Schengen-samningurinn tekinn inn
í ESB.
Árið 1999 sagði framkvæmda-
stjórnin af sér eftir að Evrópuþing-
ið hótaði að reka hana vegna spill-
ingarmáls. Þetta skaddaði ímynd
ESB og Brussel um langan tíma en
sýndi hve mikil völd þingsins voru
orðin. Í lok sama árs, minnug vand-
ræðagangs sambandsins í Balk-
anskagastríðunum, samþykktu
AUSTUR-ÞÝSKIR LANDAMÆRAVERÐIR BRJÓTAST Í GEGN Í nóvember 1989 urðu tímamót í sögu Evrópu þegar Berlínarmúrinn var
loks rifinn niður. Ríki Austur-Evrópu tóku upp samstarf við ESB, undirbjuggu aðild og tíu þeirra hafa síðan gengið í sambandið.
Stjórnvöld nær allra Evrópuríkja hafa sýnt inngöngu í ESB áhuga. NORDICPHOTOS/AFP
Aðildarríkjum ESB fjölgaði aðeins úr sex í tólf milli 1951 og 1986, enda komu
Frakkar í veg fyrir inngöngu Breta og þar með fleiri EFTA-þjóða.
Endalok kalda stríðsins þýddu að þýsku ríkin sameinuðust 1990 og hlutlausu
ríkin Austurríki, Finnland og Svíþjóð gengu í ESB 1995. Norðmenn sóttu um
aðild, í annað sinn í sögunni, en felldu aðildarsamning (aftur) í þjóðaratkvæða-
greiðslu 1994. Sviss sótti um ESB-aðild en hætti við þegar EES-samningurinn
var felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Eistland, Kýpur, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékk-
land og Ungverjaland komust í sambandið 2004. Búlgaría og Rúmenía 2007.
Sem stendur eru Íslendingar, Króatar, Makedóníumenn, Svartfellingar og
Tyrkir í hópi umsóknarríkja. ESB hefur heitið löndunum Albaníu, Bosníu,
Kósóvó og Serbíu að þau komi til greina sem aðildarríki þegar þau verða
tilbúin til þess. Stjórnvöld annarra ríkja Evrópu, svo sem í Moldóvu og Úkraínu,
hafa sýnt ESB-aðild áhuga en eiga langt í land með að komast inn. Stjórnvöld í
Hvíta-Rússlandi eru hlynntari samstarfi við Rússa.
Ísland
Noregur
Svíþjóð
Finnland
Bretland
Írland
Portúgal Spánn
Frakkland
Ítalía
Þýskaland
Austur-
Þýskaland
Pólland
Litháen
Lettland
Eistland
Tékkland
Austuríki
Slóvenía
Slóvakía
Ungverjaland
Rúmenía
Búlgaría
TyrklandGrikkland
KýpurMalta
Króatía
Svartfjallaland
Makedónía
Danmörk
Holland
Belgía
Lúxemborg
Sviss
ESB 1986
A-Þýskaland
EFTA-stækkun
Sóttu um, hættu við
Austurstækkun
Eru í umsóknarferli
Eitt helsta afrek Evrópusambandsins er hvernig
það tók á móti stórum hluta Austur-Evrópu og
gerði vestrænan. ESB hefur þróast úr friðar-
tollabandalagi yfir í stofnun þar sem aðildarríkin
hafa nánast ótakmarkaða möguleika á samstarfi.
Almenningur hefur um leið orðið tortryggnari
gagnvart samrunanum. Klemens Þrastarson skrifar.
aðildarríkin að setja á fót litla við-
bragðssveit, að mestu til friðar-
gæslu. Ríkin geta valið um hvort
þau taka þátt í verkefnum hennar.
Í Nice árið 2000 var lokið við
sáttmála þar sem birtist réttinda-
skrá Evrópuborgara. Sáttmálanum
var hafnað af Írum, sem sömdu um
hann að nýju. Evran birtist í fimm-
tán ríkjum 2002, sem var skýrt
dæmi um sameininguna í Evrópu.
Austurstækkunin 2004 & 2007
Upphafsmenn Evrópusamvinnunn-
ar höfðu í lok seinni heimsstyrj-
aldar gert ráð fyrir því að Austur-
Evrópuríkin slægjust í hópinn með
tíð og tíma. Þegar kalda stríðinu
lauk átti að leiðrétta klofning til
áratuga. Fljótlega voru viðskipta-
og samstarfssamningar gerðir, og
svo sóttu mörg ríkin um fulla aðild.
Í Kaupmannahöfn 1993 var
ákveðið hvaða skilyrði nýju
aðildar ríkin ættu að uppfylla: Þau
áttu að státa af stöðugum stofnun-
um sem tryggðu lýðræði í löndun-
um. Þetta þurftu að vera réttarríki
sem héldu mannréttindi og réttindi
minnihlutahópa í heiðri. Einnig
þurfti að vera þar virkt markaðs-
hagkerfi sem gat þolað samkeppni
innri markaðarins. Ríkin þurftu að
geta tekið upp lög ESB.
Eftir inngöngu tólf nýrra landa
2004 og 2007 var ESB ekki lengur
lítill klúbbur ríkra ríkja heldur má
líta á austurstækkunina sem risa-
vaxna tilraun í þróunaraðstoð, sem
enn stendur yfir.
Illa séðir stjórnarskrártilburðir
Í aðdraganda þess að Austur-Evr-
ópuríkin slógust í hópinn var blás-
ið til ráðstefnu um framtíð Evrópu.
Ráðstefnan hafði umboð til að betr-
umbæta stofnanir og stjórnsýslu
ESB, en ekki til stefnubreyting-
ar. Hún samdi hins vegar drög að
stjórnarskrársáttmála.
Aðildarríkin urðu ósammála um
þennan sáttmála 2003 og útvötnuð
útgáfa hans var felld af Frökkum
og Hollendingum 2005. Dregið var
í land með Lissabon-sáttmálanum,
sem var samþykktur 2007, nema
hvað Írar felldu hann í þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Eftir að búið var að heita Írum
ýmsu, meðal annars að ekki yrði
fækkað í framkvæmdastjórn ESB,
samþykktu þeir samninginn, sem
gekk í gildi í desember 2009.
Í ljósi þess hve borgarar Evrópu
eru gjarnir á að fella hugmyndir
um frekari sameiningu er ólíklegt
að stjórnvöld Evrópuríkja geri
miklar samrunatilraunir næstu
ár. Þó hafa yfirstandandi efnahags-
vandræði þrýst á um samræmdari
stefnu í efnahagsmálum.
Evrópa nær öll í sama liði
Rússland
Hvíta-Rússland
Úkraína