Fréttablaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 68
28. maí 2011 LAUGARDAGUR40 timamot@frettabladid.is Merkisatburðir Íþróttafélagið Fylkir var stofnað 28. maí árið 1967 í Árbæjarhverfi. Bar félagið reyndar í upphafi heitið Knattspyrnufélag Seláss og Árbæjar, KSÁ, en það nafn var talið óheppilegt og var því breytt í Fylkir eftir að félagsmenn kusu það fram yfir nafnið Elliði. Framfarafélag Seláss og Árbæjar vann að stofnun Fylkis sem íþróttaerindreki félagsins, Theódór Óskarsson, gerði meðal annars í samvinnu við börn og unglinga í hverfinu. Fyrsta æfing félagsins var haldin undir leiðsögn Þórólfs Beck 11. júlí 1968 á velli fyrir ofan Rofabæ. Sigurjón Ari Sigurjónsson, formaður Framfarafélagsins, sagði í samtali við Þjóðviljann tveimur dögum síðar að þetta væri upphafið að íþróttastarfi í hverfinu. Sigurjón tók fram að í Árbæjar- og Seláshverfið væru fluttir fjögur þúsund íbúar og drengirnir ættu óhægt um vik að stunda æfingar með sínum gömlu félögum. Skipulagt starf félagsins fór hægt af stað. Félagið tefldi í fyrsta sinn fram liði í meistaraflokki árið 1972 og endaði í öðru sæti í þriðju deild. ÞETTA GERÐIST: 28. MAÍ 1967 Íþróttafélagið Fylkir var stofnað Jónas Engilbertsson heldur upp á fjöru- tíu ára starfsafmæli sitt hjá Strætó um þessar mundir. Hann varð strætóbíl- stjóri 1. júní 1971. „Ég byrjaði í sumar- afleysingum á leið tíu í Árbæ. Það er búið að vera sumar hjá mér síðan.“ Þegar Jónas byrjaði hét fyrir tækið SVR og voru vagnarnir að sögn oft smekkfullir. „Neðra Breiðholtið var komið og Árbærinn. Það var rétt byrj- að að keyra upp í Fell, sendur bíll þang- að á klukkutíma fresti,“ segir Jónas en borgin hefur stækkað mikið og vega- lengdirnar orðnar mun lengri. „Þetta voru miklu styttri vegalengdir og jafn- vel var farið heim í mat í hádeginu.“ Jónas hefur keyrt flestar leiðir síðan hann byrjaði. „Í dag eru menn enda- laust að fara á milli leiða og vagna,“ segir Jónas og heldur áfram: „Þetta var mjög stabílt þegar ég byrjaði. Þá voru menn yfirleitt á sömu leiðinni og í sama vagni. Strætóbílstjórar voru eins og hálfgerður þjóðflokkur, kapteinar með sitt kaskeiti og þeir áttu bílana nánast,“ upplýsir Jónas og bætir við að þegar bílarnir fóru á verkstæði hafi bílstjórarnir fylgt með. „Þeir héngu yfir verkstæðismönnunum og fylgdust með. Ég var reyndar aldrei svo slæmur. Ég spurði þá stundum af hverju þeir færu ekki bara með vagn- ana heim.“ En hvert er eftirminnilegasta atvik- ið sem þú hefur upplifað? „Á árunum 1977 og fram yfir 80 var Hallærisplan- ið samkomustaður unglinganna um helgar. Þarna voru einhver hundruð krakka sem tóku yfirleitt síðasta strætó heim. Ég var þá á síðasta strætó upp í Breiðholt sem var leið þrettán. Vagnarnir voru alveg troðnir. Svo fóru þeir að rústa vögnunum, rúður voru brotnar, bjöllurnar voru rifnar niður og sætunum var ýtt fram. Þetta gerð- ist nokkur skipti,“ segir Jónas, sem gat ekkert annað en haldið áfram. „Það þýddi ekkert að bíða eftir lögreglu sem kæmi eftir fimmtán eða tuttugu mín- útur.“ Jónas hefur starfað með mörgum í gegnum tíðina. „Sumir voru í lengri tíma en aðrir bara rétt millilentu. Ég er alltaf að hitta einhverja sem muna eftir mér. Það líður yfir þá þegar ég segi þeim að ég sé þarna enn þá.“ martaf@frettabladid.is JÓNAS ENGILBERTSSON: HEFUR VERIÐ STRÆTÓBÍLSTJÓRI Í 40 ÁR Voru kapteinar með kaskeiti EKIÐ STRÆTÓ Í 40 ÁR Að sögn Jónasar voru strætóbílstjórar eins og hálfgerður þjóðflokkur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KYLIE MINOGUE söngkona er 43 ára „Markmiðið með vinnu minni er að skemmta fólki og láta það líta út fyrir að vera auðvelt, svo ég býst við að það séu þeir þættir sem fólk sér sjaldnast sem gera mig stoltasta.“ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi Hilmar Ágústsson lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar mánudaginn 23. maí. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 3. júní kl. 14.00. Árný Friðgeirsdóttir Ágúst Hilmarsson María Ketilsdóttir Jóhanna Hilmarsdóttir Birkir Már Ólafsson Hrönn Hilmarsdóttir Rafn Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu og studdu okkur á þessum erfiðu tímum við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður, frænda og mágs Eyþórs Stefánssonar Stekkjargötu 3, Neskaupstað. Guð blessi ykkur öll. Hallbjörg Eyþórsdóttir Stefán Pálmason Pálmi Þór Stefánsson Guðrún Björg Víkingsdóttir Ingibjörg Stefánsdóttir Ólafur Sveinbjörnsson og fjölskyldur Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls Ásgeirs okkar. Dr. Erlendur Ásgeir Júlíusson Studiegången 13, Gautaborg, Svíþjóð. Guðrún Stephensen Jökull Ásgeirsson Júlíus Sigurðsson Jóhanna Ellý Sigurðardóttir Hildur Júlíusdóttir Júlíus Þór Júlíusson Íris Guðrún Ragnarsdóttir Davíð Júlíusson Kristín Inga Guðmundsdóttir Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com GRANÍT OG LEGSTEINAR Fallegir legsteinar á einstöku verði Frí áletr un Gjótuhrauni 8, 220 H fnarfirði Sími 571 400 ranit@granit.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Ólöf Ragnhildur Guðmundsdóttir frá Streiti í Breiðdal, síðast til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík, lést að kvöldi föstudagsins 20. maí síðastliðinn. Útför hennar verður frá Árbæjarkirkju mánudaginn 30. maí n.k. og hefst athöfnin kl. 13. Aðstandendur vilja færa starfsfólki deildar A3 á Hrafnistu í Reykjavík þakkir fyrir alúð og góða umönnun. Dagný Stefánsdóttir Magnús Jónsson Unnþór Stefánsson Margrét Guðlaugsdóttir Stefán Stefánsson Gunnar Stefánsson Anna Þorgilsdóttir Ása Björg Stefánsdóttir Þórður Jónsson Jóhanna Ósk Breiðdal Jóhann Sævar Kjartansson og fjölskyldur þeirra Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Lárus Árnason frá Ási, Skagaströnd, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi laugardaginn 21. maí. Útförin fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd mánudaginn 30. maí klukkan 13.00. Sigurlaug Jónsdóttir Kári Sigurbjörn Lárusson Kristín Sigurðardóttir Guðrún Ásdís Lárusdóttir Ingimundur Bernharðsson barnabörn og barnabarnabörn. 640 Severínus verður páfi. 1118 Ísleifur Gissurarson bisk- up deyr í Skálholti. 1357 Pétur fyrsti verður kon- ungur Portúgals. 1871 Parísarkommúnan fell- ur. 1971 Saltvíkurhátíðin hefst en þar komu saman um tíu þúsund unglingar og skemmtu sér um hvíta- sunnuna. 1982 Fimmtán pólskir flótta- menn og átta börn koma til Íslands. Helm- ingur hópsins var farinn ári síðar. 1983 Eldgos hefst í Gríms- vötnum í Vatnajökli en stendur stutt yfir. Nor- ræn dagblöð létu í ljós ótta um að Vatnajökull myndi bráðna og suð- austurhluti Íslands færi í kaf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.