Fréttablaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 78
28. maí 2011 LAUGARDAGUR50
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 28. maí 2011
➜ Tónleikar
16.00 Drengjakór Reykjavíkur heldur
vortónleika sína í dag kl. 16. Fjölbreytt
efnisskrá. Aðgangseyrir er kr. 2.000. Frítt
fyrir 12 ára og yngri.
16.00 Söngsveitin Fílharmónía held-
ur tónleika í Skálholti í dag kl. 16. Aðrir
tónleikar sveitarinnar fara fram í Áskirkju
þriðjudaginn 31. maí kl. 20. Frítt er á
tónleikana í Skálholti en aðgangseyrir
kr. 1500 í Áskirkju.
22.00 Þungarokkssveitirnar Skálmöld,
Atrium og Darknote spila á Sódóma í
kvöld kl. 22. Aðgangseyrir er kr. 1.500.
22.00 Margrét Guðrúnardóttir og
Bandið hans pabba halda tónleika
á Ob-La-Dí-Ob-La-Da í kvöld kl. 22.
Aðgangseyrir er kr. 1.500.
➜ Opnanir
14.00 Sýningarnar „Samruni” og
„Leikur með línu” opna í Kaolin gallerý
í dag kl. 14. Báðar standa þær til 14.
júní. Opið er mánudaga til föstudaga frá
kl. 11-18 og frá kl. 10-15 á laugardögum.
14.00 Í tilefni áttræðisafmælis
Braga Ásgeirssonar, listmálara, opnar
Gallerí Fold sýningu með verkum lista-
mannsins. Sýningin opnar kl. 14 í dag.
Sýningin stendur til 12. júní.
17.00 Claus Carstensen opnar sýningu
sína í Kling & Bang gallerí í dag kl. 17.
Sýningin er á dagskrá Listahátíðar Reykja-
víkur. Sýningarstjóri er Úlfur Grönvold.
➜ Myndlist
14.00 Sýningin „Never Ending
Skaga” opnar í Mjólkurbúðinni og Boxi,
sal Myndlistarfélagsins í dag kl. 14.
Sýningin verður aðeins opin þessa einu
helgi. Opið verður á milli kl. 14-17.
➜ Markaðir
11.30 Kór Kristskirkju í Landakoti heldur
flóamarkað að Hávallagötu 16 í dag.
Markaðurinn hefst kl. 11.30 og stendur
til kl. 17, bæði laugardag og sunnudag.
Allur ágóði rennur til starfsemi kórsins.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Sunnudagur 29. maí
➜ Tónleikar
14.00 Kammerklúbburinn heldur tón-
leika í Gerðubergi í dag kl. 14. Kammer-
klúbbinn skipa 20 ungir tónlistarmenn.
Aðgangur er ókeypis.
16.00 Kvennakórinn Embla heldur
tón leika í Fella- og Hólakirkju í dag kl.
16. Fjölbreytt efnisskrá.
20.00 Kvennakórinn Vox feminae
heldur tónleika í Dómkirkjunni mánu-
dagskvöldið 30. maí. Aðgangseyrir á
tónleikana er kr. 2.000.
➜ Opnanir
16.00 Ítalska félagið á Íslandi stend-
ur fyrir hönnunar- og listasýningu í
Saln um í Kópavogi. Sýningin opnar í
dag kl. 16. Aðgangur ókeypis.
➜ Dansleikir
20.00 Dansleikur Félags eldri borg-
ara í Reykjavík og nágrenni verður í
kvöld frá kl. 20-23. Dansleikurinn verður
að Stangarhyl 4. Danshljómsveitin
Klassík leikur danslög við allra hæfi.
➜ Uppistand
20.00 Listahátíð Reykjavíkur býður
til uppistands í Tjarnarbíó í kvöld kl.
20. Uppistandið verður í kringum Ís-
lendingasögurnar. Fulltrúar Íslands eru
Bergur Ebbi, Halldór Halldórsson og Ugla
Egilsdóttir. Aðgangseyrir er kr. 1.500.
➜ Tónlist
16.00 Stórsveit Reykjavíkur heldur
tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl.
16. Gestur verður bandaríski trompet-
leikarinn, stjórnandinn, tónskálið og
útsetjarinn Daniel Barry. Aðgangur
ókeypis.
➜ Leiðsögn
15.00 Í tilefni aldarafmælis Barböru
Árnason, opnaði yfirlitssýning með
verkum hennar í apríl. Guðbjörg
Kristjánsdóttir verður með leiðsögn um
sýninguna í dag kl. 15.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Bækur ★★★
Kafbátakórinn
Steinunn G. Helgadóttir
Uppheimar
Steinunn G. Helgadóttir hlaut
ljóðstaf Jóns úr Vör 2011 fyrir
ljóðið Kaf, en hafði fram til þess
verið þekkt fyrir myndlist. Kaf-
bátakórinn er hennar fyrsta ljóða-
bók og það leynir sér ekki að hér
fer skáld með myndræna sýn á
veruleikann. Hér er málað með
orðum, dregnar upp smámyndir
af innri og ytri veruleika, augna-
blikum og áratugum:
Sjónhverfing
Heitt myrkrið
ilmar eins og
appelsína.
Indigóbláar
vatnslitaæðar
teikna götur
og útlínur
veggja, sem
leysast upp
og hverfa.
Eins og títt er um fyrstu ljóða-
bækur höfunda sem komnir eru
af unglingsárum ber bókin þess
nokkur merki að ljóðin eru ort á
löngu tímabili og nokkurs ósam-
ræmis gætir í gæðum þeirra.
Þeim virðist þó ekki raðað í tíma-
röð, sem kannski hefði verið betra
upp á að lesandinn greindi betur
þróun skáldsins og hvernig hún
öðlast styrkari tök á forminu.
Engum blöðum er þó um það að
fletta að Steinunn er skáld sem
á fullt erindi við lesendur. Hér
er ort af næmni og tilfinningu
um ástir, einmanaleika, sam-
skiptaleysi og dauða, en einnig
um fegurð, friðsæld og drauma,
sem blómgast á meðan „hárið er
þungt af sól“. (bls. 37) Kafbátar
eru aftur og aftur notaðir sem
myndlíkingar fyrir þær tilfinn-
ingar sem undir liggja og grunn-
tónn bókarinnar sá að yfirborð
og undirdjúp mannshugans eigi
harla fátt sameiginlegt. Tónlist
er annað gegnumgangandi þema,
litir sömuleiðis, og svo er vitnað
í „þjóðskáldin“ á dálítið meinleg-
an hátt:
Íslands þúsund ár
Eilíbbð Eilíbbð
Declare independence!
Eilíbbð Eilíbbð
Ljóðin í Kafbátakórnum túlka
jöfnum höndum horfinn heim úr
þorpum liðinnar aldar og dægur-
menningu nútímans. Vísanir í
snyrtivörumerki, dægurlög, mann-
réttindaforkólfa og skáld stað-
setja ljóðin í tíma um leið og þær
gefa þeim víðari skírskotun og
vitna um það áreiti sem á mann-
eskjunni skellur úr öllum áttum.
Einmanaleikinn, sem gjarnan er
tengdur skáldlegri vitund, vomir
hér yfir og allt um kring en skapar
ekki það myrkur sem oft vill taka
völdin í slíkum ljóðum. Vonin er
hér, þrátt fyrir allt, fegurð nátt-
úru og mannlífs vegur upp sam-
skiptaleysið og „Fjallkonan elsk-
ar mig enn“. (bls. 25) Steinunn G.
Helgadóttir á sterka innkomu á
ljóðasviðið og það er tilhlökkun-
arefni að eiga von á fleiri ljóðum
frá henni.
Friðrika Benónýsdóttir
Niðurstaða: Vel ort og myndræn ljóð
sem draga upp sterkar myndir, en eru
óþægilega misjöfn að gæðum.
Tönnum læst í drauma
Kvennakórinn Vox feminae hitar upp fyrir söngferð til Ítalíu um
miðjan júní með tónleikum í Dómkirkjunni á mánudag. Stjórnandi
er Margrét J. Pálmadóttir og undirleikari Antonía Hevesi.
„Yl og trú andar þú“ er yfirskrift tónleikanna og á efnisskrá er
úrval trúarlegra verk eftir jafnt íslenska sem erlenda höfunda.
Kórar Margrétar hafa ferðast víða um Evrópu og oftar en ekki
hefur leiðin legið til Ítalíu, þar sem hún var við söngnám. Árið 2000
vann Vox feminae til silfurverðlauna í alþjóðlegri kórakeppni sem
haldin er á vegum Vatíkansins og tileinkuð tónskáldinu Palestrina.
Verkin sem nú verða flutt í Dómkirkjunni eru þau sem hljóma
munu í kirkjum og tónleikasölum Verona, Piacenza og Feneyja. Vox
feminae mun syngja við messu í Markúsarkirkjunni og koma fram
á tónleikum og fjölda annarra tilefna.
Tónleikarnir á mánudag hefjast kl. 20, miðasala er við inngang-
inn og miðaverð er 2.000 krónur.
Vox feminae til Ítalíu
SUMARTILBOÐ
TVEIR FYRIR EINN 1. JÚNÍ – 25. ÁGÚST
Mánud. og miðvikud. kl 7.00 - 8.15
þriðjud. og fimmtud. kl 17.45 - 19.00
Útijóga, miðvikud. kl. 17.30 - 18.30
Ertu “enn á leiðinni” í jóga?
Vantar þig orku, einbeitingu, gleði og ró?
KUNDALINI JÓGA
ÚTI OG INNI
Orkugefandi - Markvisst - Umbreytandi
Skráning og nánari upplýsingar:
www.jogasetrid.is
Auður Bjarna 846 1970
L ó t u s J ó g a s e t u r - B o r g a r t ú n i 2 0 , 4 . h æ ð
ÞÓRA EINARSDÓTTIR
FINNUR BJARNASON
GARÐAR THÓR CORTES
ÁGÚST ÓLAFSSON
JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON
SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR
HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR
AUÐUR GUNNARSDÓTTIR
SIGRÍÐUR ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR
SNORRI WIUM
VALGERÐUR GUÐNADÓTTIR
KOLBEINN JÓN KETILSSON
VIÐAR GUNNARSSON
HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON
LEIKSTJÓRI: ÁGÚSTA SKÚLADÓTTIR
FRUMSÝNING 22. OKTÓBER 2011
W. A. MOZART
MIÐASALA HEFST
Á MÁNUDAG KL. 12
Í HÖRPU,
Á WWW.HARPA.IS
OG Í SÍMA 528 5050