Fréttablaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 85
LAUGARDAGUR 28. maí 2011 57 Söngkonan Amy Winehouse er farin enn eina ferð- ina í meðferð. Á leiðinni á meðferðarstofnunina kom söngkonan þó við í verslun og keypti sér vodkaflösku sem hún drakk á staðnum. Viðskiptavinur verslunarinnar segist hafa orðið hissa að sjá Winehouse kaupa sér sterkt áfengi svo snemma morguns. „Hún leit ekki vel út og var þvoglumælt. Ég var hissa að sjá hana kaupa áfengi svo snemma morguns og varð enn meira hissa þegar ég sá hana staupa sig í versluninni,“ sagði viðskiptavinurinn í samtali við The Sun. Winehouse mun að þessu sinni dvelja á meðferðar heimilinu The Priory, en þangað hafa stjörnur á borð við Lily Allen, Susan Boyle, Pete Doherty, Courtney Love, Kate Moss og Robbie Williams leitað sér aðstoðar. Tónlistarmennirnir KK og Maggi Eiríks halda tónleika á Café Rosenberg í kvöld og stíga þeir á svið kl. 22. Þar spila þeir ýmis lög sem hafa notið vinsælda á löngum ferli þeirra. Í Frétta- blaðinu í gær kom ranglega fram að tónleikarnir hefðu verið í gær- kvöldi og beðist er velvirðingar á því. KK og Maggi eru báðir heiðurs meðlimir Blúsfélags Reykjavíkur og hafa gefið út sex plötur saman, þar á meðal þrjár vinsælar Ferðalaga-plötur. Þeir hafa spilað reglulega á Rosen- berg um árin enda líður þeim ákaflega vel þar. KK og Maggi spila í kvöld KK OG MAGGI Halda tónleika á Café Rosenberg í kvöld kl. 22. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bíó ★★ The Hangover: Part II Leikstjóri: Todd Phillips Leikarar: Bradley Cooper, Ed Helms, Zach Galifianakis, Justin Bartha, Ken Jeong, Jeffrey Tambor, Jamie Chung, Paul Giamatti Reynir of mikið, en samt ekki nóg Kvikmyndin The Hangover kom út árið 2009 og malaði gull. Ég man hrein- lega ekki eftir gamanmynd frá fyrsta áratug aldarinnar sem hlaut meiri athygli og vinsældir en hún. Myndin sagði frá nokkrum félögum sem vökn- uðu timbraðir eftir steggjun eins þeirra og mundu ekki bofs. Einn þeirra var týndur, annar hafði misst tönn og í lokin tókst þeim í sameiningu að púsla saman atburðum kvöldsins áður, sem hafði svo sannarlega verið rosalegt. Nú er komin framhaldsmynd sem ber hið ágæta nafn The Hangover: Part II (smellin Godfather-tilvitnun geri ég ráð fyrir). Söguþráðurinn er sá sami, en nú eru okkar menn staddir í Taílandi. Tilvonandi brúðgumi fyrri myndar- innar er enn á ný að fara að kvænast, strákarnir steggja hann duglega og morguninn eftir vakna þeir í Bangkok og enginn man neitt. Fyrri myndin var ekki jafn sprenghlægileg og margir vildu meina, og þessi er eins, nema að því leyti að hún fer lengra yfir strikið. Húmorinn er groddalegri og persónurnar eru orðnar ýktari. Eins og til dæmis Alan (Zach Gilifianakis), sem er ekki lengur krúttlega furðulegur og spúkí, heldur hall- ærislega heimskur og á köflum bara hreinlega leiðinlegur. Þessi annar hluti Hangover-ævintýrisins bætir engu við fyrri myndina og reynir um of að sjokkera áhorfendur með neðanbeltishúmor. Útkoman virkar því þvinguð og neistaflug milli leikara er af skornum skammti. En aðdáendur seríunnar þurfa þó ekki að örvænta því að það er nokkuð fyrir- séð að The Hangover: Part II mun raka inn seðlum og verða ein vinsælasta mynd ársins. Hvar ætli þeir vakni næst? Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Ósköp rislítið og fyrirsjáanlegt. Aðdáendur Billy Joel fá nokkra óvænta glaðninga. BÆTIR ENGU VIÐ Annar hluti Hangover-ævintýrisins reynir um of að sjokkera áhorfendur. Í MEÐFERÐ Amy Winehouse fékk sér vodka áður en hún hélt af stað í meðferð. NORDICPHOTOS/GETTY Staupaði sig fyrir meðferð Eftirréttir Amaretto súkkulaði Brownie Með vanillu gelato. Lakkríssprengja Blandaður gelato með fullt af lakkrís og svo meiri lakkrís – fyrir þá sem elska lakkrís. Kókossprengja Blandaður gelato með kókósbollu, ferskum jarðarberjum, rjóma og súkkulaðisósu. Forréttir Ravioli Fritti Stökkt ravioli með fjögurra osta fyllingu og bragðmikilli arrabbiata sósu. Hvítlauksbakaðir humarhalar Humarhalar bakaðir í hvítlauk, ítalskri steinselju og parmesan. Prosciutto með truffluolíu Ekta ítölsk Prosciutto með karamelluðum furu- hnetum, baby mozzarella, hægelduðum tómat og truffluolíu. Bruschetta Mozzarella Ótrúlega fersk – tómatar, fersk basilíka og Mozzarella. Carpaccio classico Nautacarpaccio með karamelluðum furuhnetum, klettasalati, parmesanosti og klettasalatspestó. Aðalréttir Humar og risarækju Linguini Linguini pasta með risarækjum, humri, klettasalati og kirsuberjatómötum í kraftmikilli sósu. Túnfisk Rigatoni Rigatoni pasta með tonno all’olio d’oliva, tómötum, chili og ferskri basilíku í arabbiattasósu. Bragðbætt með sítrónu og ólífuolíu. Kjúklinga Tagliolini Tagliolini pasta með steiktum kjúklinga- bitum, sveppum, spínati og pancetta í hvítvínsrjómasósu. Svakalegt kjúklingasalat Stökkur kjúklingur, fersk basilíka, tómatar, mangó, cous-cous, karamellaðar furu- hnetur og UNO dressing. 3ja rétta matseðill aðeins 2.990 kr. UNO | Hafnarstræti 1-3 | 101 Reykjavík | Sími 561 1313 | uno.is Þú velur 1 rétt úr hverjum flokki. Gildir sunnudaga, mánudaga og þriðjudaga út maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.