Fréttablaðið - 30.05.2011, Qupperneq 10
30. maí 2011 MÁNUDAGUR10
DÓMSMÁL Erlendur karlmaður
hefur verið dæmdur í tveggja
mánaða fangelsi fyrir að reyna
að smygla til landsins nær 500
grömmum af hassi.
Maðurinn, sem er rúmlega þrí-
tugur, kom með flugi frá Kaup-
mannahöfn 25. maí síðastliðinn.
Hassið hafði hann falið í fimm
pakkningum. Hann hafði eina
pakkningu í hvorum sokk og
þrjár pakkningar um mitti sér.
Maðurinn játaði brot sitt fyrir
dómi. Frá fangelsisrefsingu hans
dregst sá tími sem hann hefur
setið í gæsluvarðhaldi. - jss
Hasssmyglari dæmdur:
Kom með hass-
ið í sokkunum
MENNTUN Óvenju fjölbreytt starf-
semi verður í Háskóla unga fólks-
ins, sem verður haldinn 6. til 10.
júní næstkomandi, vegna 100 ára
afmælis Háskóla Íslands. Búið er
að opna fyrir umsóknir.
Háskóli unga fólksins stendur
börnum í sjötta til tíunda bekk til
boða og nemendurnir raða sjálfir
saman stundatöflu og ákveða
hvaða námskeið þeir vilja sækja.
Framhaldsnemar og kennarar við
HÍ hafa umsjón með námskeið-
unum.
Í tilefni af aldarafmæli HÍ var
ákveðið að fara með Háskóla
unga fólksins víðar um landið en
áður. Skólinn hefur því slegist
í för með Háskólalestinni og
heldur námskeið á níu stöðum um
landið í sumar. Um helgina var
skólinn til að mynda á Húsavík.
- þeb
Verður um allt land í sumar:
Háskóli unga
fólksins af stað
HÁSKÓLI UNGA FÓLKSINS Námsfram-
boðið er mjög fjölbreytt og hægt að
læra margar mismunandi greinar.
DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur
maður hefur verið ákærður af
ríkissaksóknara fyrir sérstak-
lega hættulega líkamsárás.
Maðurinn er sakaður um að
hafa slegið annan í höfuðið með
glerglasi, sem brotnaði með þeim
afleiðingum að fórnarlambið
hlaut þrjá skurði á höfði og and-
liti, sem sauma þurfti.
Atvikið átti sér stað aðfaranótt
miðvikudagsins 12. janúar 2011 á
skemmtistaðnum Ránni í Reykja-
nesbæ. Maðurinn sem fyrir árás-
inni varð krefst rúmlega 200 þús-
unda króna í skaðabætur. - jss
Ákærður fyrir líkamsárás:
Sló með glasi
og skar á höfði
KJARAMÁL Félagsmenn stéttar-
félagsins Framsýnar hafa sam-
þykkt kjarasamning við Samtök
atvinnulífsins með 87 prósentum
atkvæða. Alls voru 830 á kjör-
skrá en 146 kusu, eða tæplega
átján prósent félagsmanna.
Kjarasamningurinn hefur því
tekið gildi, en hann gildir fyrir
almennan vinnumarkað. Sam-
kvæmt honum munu taxtar
hækka um tólf þúsund krónur og
launafólk fær 50 þúsund króna
eingreiðslu um næstu mánaða-
mót. - þeb
87 prósent sögðu já:
Framsýn sam-
þykkti samning
BÍTIÐ
MEÐ HEIMI OG KOLLU
ALLA VIRKA DAGA KL. 6.50
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákært Davíð Smára Helenarson
fyrir hrottafengna líkamsárás á
skemmtistaðnum Nasa við Austur-
völl.
Davíð Smári, sem tvívegis áður
hefur hlotið dóm fyrir samtals
fjórar líkamsárásir, er í ákæru
sagður hafa ráðist á manninn í
apríl í fyrra ásamt hópi manna.
Þeir hafi slegið hann hnefahögg í
höfuð og líkama en Davíð hafi þar
að auki ítrekað sparkað í höfuð
hans og líkama og slegið hann í
höfuðið með glerflösku.
Annar maður er ákærður fyrir
árásina ásamt Davíð, en hinir úr
hópnum eru óþekktir. Ákæran var
þingfest í Héraðsdómi Reykjavík-
ur í síðustu viku en báðir ákærðu
neituðu sök.
Þolandi árásarinnar marðist og
skarst illa og brotnaði auk þess í
andliti. Hann krefst tæplega 830
þúsund króna í skaða- og miska-
bætur.
Hefur tvívegis verið dæmdur fyrir líkamsárásir á stuttu tímabili:
Davíð Smári ákærður fyrir árás
Davíð Smári komst í fréttir sumarið 2007 þegar hann hafði ráðist á dómara
í utandeildarleik í fótbolta og tuskað skemmtikraftinn Sveppa til í miðbæn-
um. Þá bað hann dómarann afsökunar í sjónvarpsviðtali og sagðist þurfa að
gera eitthvað í sínum málum. Síðar gerðist hann sekur um fleiri líkamsárásir.
Hann hlaut sjö mánaða fangelsisdóm í desember 2008 fyrir tvær árásir og
annan hálfs árs dóm í mars í fyrra fyrir tvær árásir til viðbótar.
Lofaði bót og betrun í sjónvarpsviðtali
Vilja funda um bankaskýrslu
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjár-
laganefnd Alþingis hafa óskað eftir
fundi í nefndinni til að ræða skýrslu
fjármálaráðherra um endurreisn
bankakerfisins frá því í mars. Þá óska
þeir eftir því að formaður nefndar-
innar hlutist til um að fjármála-
ráðherra mæti á fundinn.
ALÞINGI
EVRÓPUMÁL Aðild Íslands að
Evrópu sambandinu myndi veita
Íslandi þátttökurétt í hinni svo-
kölluðu TEN-E áætlun, að því er
fram kemur í greinargerð vegna
rýnifundar um samgöngunet í
aðildarviðræðum Íslands og ESB.
Þátttaka að TEN-E býður upp á
að tenging íslenska raforkukerfis-
ins við raforkumarkað ESB verði
fjármögnuð að hluta í gegnum
TEN-E, en hugsanlega einnig verk-
efni innanlands.
TEN-E stendur fyrir Trans-
European Energy Networks og er
samevrópskt orkunetkerfi. TEN-E
og stefnumótun um slík kerfi hafa
hvorki verið tekin upp í EES né
innleidd á Íslandi.
Í greinargerðinni er reifað
að þetta samgöngunet miði að
uppbyggingu og þróun samevr-
ópskra kerfa til að efla efnahags-
lega, félagslega og svæðisbundna
samheldni og virkni innri mark-
aðarins. Sérstök áhersla er lögð á
að tengja eyjar, landlukt svæði og
jaðarsvæði ESB.
Alls eru til ráðstöfunar 22 millj-
ónir á ári í TEN-E, sem fara að
mestu í hagkvæmnisathuganir.
Fjárhagslegur stuðningur
TEN-E getur aldrei orðið meira en
brotabrot af heildarkostnaði. Fjár-
festingarbanki Evrópu lánar hins
vegar fyrir allt að helmingi kostn-
aðar við TEN-E verkefni og Fjár-
festingarsjóður Evrópu veitir að
auki lánaábyrgðir, segir í greinar-
gerðinni, sem nálgast má á vef
utanríkisráðuneytisins. - kóþ
Greinargerð vegna rýnifunda Íslands og Evrópusambandsins um samgöngunet:
Aðild gæti auðveldað fjármögnun
RAFNET Ekki verður séð að aðild að
ESB hefði önnur áhrif á það sem varðar
samningskaflann um evrópsk sam-
göngunet en að Ísland gæti tekið þátt í
TEN-E. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SERBÍA, AP Ratko Mladic, fyrrver-
andi yfirmaður herliðs Bosníu-
Serba, segist vera saklaus af
ákæru um fjöldamorð á átta
þúsund mönnum og drengjum í
bænum Srebrenica í Bosníustríð-
inu árin 1992 til 1995. Þessu hélt
sonur hans, Darko Mladic, fram
í gær. Þjóðarmorðin í Srebrenica
eru þau verstu í Evrópu síðan í
seinni heimsstyrjöldinni.
„Hvað sem gert var í Srebre-
nica þá kom hann hvergi nærri
því,“ sagði Darko Mladic um föður
sinn. „Hann bjargaði mjög mörg-
um konum, börnum og hermönn-
um. Hann fyrirskipaði að farið
yrði með þá særðu í burtu, kon-
urnar og börnin líka og síðan her-
mennina. Ef eitthvað var gert án
hans vitneskju kom hann hvergi
nálægt því.“
Auk fjöldamorðanna var fjölda
kvenna sem ekki voru frá Serbíu
nauðgað. Líkum hundraða fórnar-
lamba var kastað ofan í ána Drina
á meðan öðrum líkum var komið
fyrir í fjöldagröfum í kringum
Srebrenica.
Mladic hafði verið á flótta í sext-
án ár, eða síðan hann var ákærður
af stríðsglæpadómstólnum í Haag
fyrir þjóðarmorð árið 1995. Hann
er nú í fangelsi í Serbíu eftir að
hann var handtekinn á fimmtudag
í bænum Lazareva við hefðbundna
leit lögreglunnar í fjórum íbúðar-
húsum.
Að sögn Darko Mladic og fjöl-
skyldu hans er faðir hans, sem
er 69 ára, heilsuveill og á frekar
heima á sjúkrahúsi en í fangelsi.
Engu að síður er talið líklegt að
hann verði framseldur til stríðs-
glæpadómstólsins í dag. Hægri-
öfgamenn hvöttu stuðningsmenn
sína til að mótmæla handtökunni
í borginni Belgrad í Serbíu í gær,
enda er Mladic álitinn hetja af
sumu fólki í Serbíu.
Enn á eftir að finna einn ákærð-
an stríðsglæpamann sem hefur
verið á flótta síðan Bosníustríðinu
lauk, en það er Goran Hadzic, fyrr-
verandi uppreisnarleiðtogi Króa-
tíu-Serba. Fyrrverandi saksókn-
ari Sameinuðu þjóðanna, Carla Del
Ponte, telur að hann sé búsettur í
Serbíu og að mikil áhersla verði
nú lögð á að finna hann eftir að
Mladic var handsamaður.
freyr@frettabladid.is
Mladic neitar aðild að
ódæðinu í Srebrenica
Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmaður herliðs Bosníu-Serba, segist vera saklaus af
ákæru um fjöldamorð í bænum Srebrenica. Hann verður líklega framseldur til
stríðsglæpadómstólsins í Haag í dag. Einn stríðsglæpamaður er enn ófundinn.
MÓTMÆLI Hægriöfgamenn í Serbíu mótmæla handtöku Ratko Mladic, fyrrverandi
yfirmanns herliðs Bosníu-Serba. MYND/AP
RATKO MLADIC Myndin var tekin 15.
febrúar 1994. Ári síðar var Mladic
ákærður fyrir þjóðarmorð. Hann var á
flótta í sextán ár. NORDICPHOTOS/AFP
Braust inn og stal bíl
Ungur próflaus ökumaður braust inn
á verkstæði á Sauðárkróki á laugar-
dagsmorgun og stal lyklum að jeppa.
Hann ók suður Sauðárkróksbrautina
en missti stjórn á bílnum, sem fór
út af við Geitagerði. Ökumaðurinn
var fluttur til Akureyrar en var ekki
alvarlega slasaður. Jeppinn er ónýtur.
LÖGREGLUFRÉTTIR
GEGN KJARNORKU Liðsmenn Green-
peace hafa sett mótmælaborða gegn
kjarnorkuverum á Brandenborgar-
hliðið í Berlín. NORDICPHOTOS/AFP