Fréttablaðið - 30.05.2011, Side 39

Fréttablaðið - 30.05.2011, Side 39
MÁNUDAGUR 30. maí 2011 23 Rokkarinn Lenny Kravitz gefur út níundu hljóðversplötu sína, Black and White America, í ágúst. Fyrsta smáskífulagið nefnist Stand og kemur út 6. júní. Til að fylgja plötunni eftir ætlar Kravitz í tónleikaferð um Evrópu síðar á þessu ári. Kravitz hitaði síðast upp fyrir U2 á 360 gráðu tón- leikaferð hennar, sem er sú tekjuhæsta sem sögur fara af. Þrátt fyrir að vera orðinn 47 ára ætlar hann ekki að hika við að fara úr að ofan á tón- leikum. „Ég fer stundum úr boln- um uppi á sviði eða þegar ég er á Bahama-eyjum. Ég er ekki vanur að vera í miklum fötum,“ sagði hann. Úr að ofan á tónleikum NÝ PLATA Lenny Kravitz gefur út sína níundu hljóðversplötu í ágúst. Breska hljómsveitin Pulp hefur ákveðið að koma aftur saman og spila á tónlistarhátíðum í sumar eftir níu ára hlé. Dauði náins vinar hljómsveitarinnar átti stór- an þátt í endurkomunni. „Ég held að það hafi átt stóran þátt í þessu. Maður áttar sig skyndilega á því að það er ekki hægt að taka neinu sem sjálfsögðum hlut,“ sagði for- sprakkinn Jarvis Cocker. Gítar- leikarinn Mark Webber bætti við: „Ég hélt alltaf að við myndum koma aftur saman en þegar hann dó áttaði ég mig á því að kannski ættum við að nýta tækifærið núna.“ Dauði vinar hafði áhrif SNÚA AFTUR Jarvis Cocker og félagar í Pulp ætla að snúa aftur í sumar. Poppprinsessan Britney Spears þráir ekkert heitar en að giftast kærasta sínum, Jason Trawick, og eignast með honum börn. Hún fær þó ekki ósk sína uppfyllta því föður hennar, Jamie Spears, finnst þessi áform hennar ekki tímabær. Jamie Spears hefur farið með forræði yfir dóttur sinni allt frá því hún dvaldi tímabundið á geð- deild. „Jamie skilur að Britney elski Jason og vilji eignast með honum börn. Honum finnst hún þó enn of tæp á geði til að takast á við þá ábyrgð,“ var haft eftir innanbúðar manni, sem bætti því við að Britney hefði tjáð Jason að hana langaði í þrjú börn. Fær ekki að giftast VILL GIFTAST Britney Spears vill giftast kærasta sínum, Jason Trawick, en fær ekki leyfi til þess. NORDICPHOTOS/GETTY Courtney Love sagði í viðtali við vefmiðilinn The Fix að Lady Gaga væri skrýtin, kynlaus barbídúkka. Love sagðist hafa áhyggjur af Gaga og þá sérstaklega félags- skapnum sem hún er í. Hún sagði að Gaga myndi hafa gott af því að eiga fleiri vinkonur í stað fylgi- liðsins sem hún kallar Haus of Gaga. „Henni gengur kannski vel í dag, en ég hef áhyggjur af framtíð hennar,“ sagði Love. „Hún er mjög ung og mjög hæfileikarík en hún virðist ekki eiga neinar vinkonur. Hún á ekki heldur neina gagnkyn- hneigða vini, ef út í það er farið. Í staðinn hefur hún safnað í kring- um sig samkynhneigðum stílist- um sem hafa breyt henn í þessa skrýtnu, kynlausu barbídúkku.“ Love bætti við að hún hefði reyndar sjálf verið alin upp af homma og að það hefði ekki haft slæm áhrif á sig. „En hún passar sig ekki breytist hún í einmana dragdrottningu. Karlmenn kunna ekki að meta það.“ Love hefur áhyggjur af Lady Gaga ÁHYGGJUFULL Courtney Love segir að Lady Gaga verði að passa sig á samkyn- hneigðum stílistum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.