Fréttablaðið - 30.05.2011, Side 46
30. maí 2011 MÁNU-30
BESTI BITINN Í BÆNUM
„Besti bitinn er á Núðluskálinni
á Skólavörðustíg. Núðluréttur
númer E er í sérstöku upp-
áhaldi.“
Snorri Ásmundsson, listamaður.
„Já, ég keypti húsið fyrir
skömmu,“ segir hinn svissneski
Thomas Martin Seiz.
Seiz er nýr eigandi Hrafna-
bjarga, sem voru áður í eigu
Jóhannesar Jónssonar, kennds við
Bónus, og eru eitt af glæsilegustu
einbýlishúsum landsins. Seiz seg-
ist í samtali við Fréttablaðið ætla
að flytja inn í húsið á næsta ári
ásamt fjölskyldu sinni. „Við erum
að laga innréttingar og breyta
einu og öðru,“ segir hann.
Thomas Seiz rekur tvö tölvu-
fyrirtæki í heimalandi sínu ásamt
því að reka ferðaþjónustu á Nolli
í Eyjafirði. Í frétt DV í apríl kom
fram að svissneskur auðkýfingur
hafi keypt hús Jóhannesar, en Seiz
segir þá fullyrðingu ekki stan-
dast. „Ég er ekki að safna húsum
og ég er ekki auðkýfingur eins og
sagt var í DV,“ segir hann. Seiz
leigir út tvö sumarhús á sveita-
bænum Nolli í Eyjafirði. Þá á
hann tvö íbúðarhús í Grenivík,
annað er leigt út en hitt verður
mögulega rifið til að koma fyrir
nýju húsi.
Salan á Hrafnabjörgum vakti
mikla athygli í apríl, en sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins borgaði Seiz hátt í 200 millj-
ónir fyrir húsið. Skilanefnd
Landsbanka Íslands leysti húsið
til sín í desember í fyrra, en það
var áður í eigu Gaums, eignar-
haldsfélags feðganna Jóhann-
esar Jónssonar og Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar.
Arkitektinn Fanney Hauks-
dóttir teiknaði Hrafnabjörg. Hún
sagði í samtali við Fréttablaðið í
apríl húsið vera einstakt að mörgu
leyti. „Það var mikið lagt í húsið.
Mikill metnaður,“ sagði hún.
Ekkert var til sparað við bygg-
ingu hússins og samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins var
kostnaður inn hátt í 400 milljónir.
Húsið er á tveimur hæðum og á
efri hæðinni mynda stofan, borð-
stofan og eldhúsið eitt stórt og opið
rými. Gólfsíðir útsýnisgluggar
eru í stofunni ásamt arni. Á neðri
hæðinni má meðal annars finna
tæknirými, líkamsræktaraðstöðu
og tvö baðherbergi. Fyrir utan er
40 fermetra sundlaug og stór heit-
ur pottur. atlifannar@frettabladid.is
THOMAS MARTIN SEIZ: ÉG ER EKKI AUÐKÝFINGUR
Flytur með fjölskyldu sína
í Hrafnabjörg á næsta ári
GLÆSIHÝSI Hrafnabjörg við Eyjafjörð eru eitt glæsilegasta hús landsins. Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, lét byggja húsið á
sínum tíma og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var kostnaðurinn hátt í 400 milljónir. Svisslendingurinn Thomas Martin Seiz
keypti húsið í apríl.
Smið ju veg i 76 Kópavog i S ími 414 1000 w w w.t eng i . i s
Ba ldur snes i 6 Akur ey r i S ími 414 1050 t eng i@ t eng i . i s
MORA Í 25 ÁR Á ÍSLANDI
42.900,-
kr.
Eiður Smári Guðjohnsen fær mis-
jafna dóma fyrir frammistöðu sína
sem álitsgjafi í útsendingu Sky-
sjónvarpsstöðvarinnar frá úrslita-
leik meistaradeildarinnar í knatt-
spyrnu.
Twitter þykir orðið ansi góður
mælikvarði á það hvernig fólk
stendur sig á opinberum vett-
vangi. Og miðað við tístin á laug-
ardagskvöld voru ansi margir
límdir fyrir framan sjónvarps-
tækin á laugardagskvöld þegar
Eiður, Gary Neville og Jamie
Redknapp ræddu málin fyrir og
eftir úrslitaleik Manchester Uni-
ted og Barcelona. „Álitsgjafarnir
á Sky eru snilld, sérstaklega Gary
Neville og Eiður, þeir eru ekki með
þetta venjulega kjaftæði,“ tístar
Kev McGee. Aðrir eru ekki jafn
hrifnir. „Er Eiður að sinna álits-
gjafahlutverkinu meira en knatt-
spyrnunni?“ Og Dan McCartney
spyr: „Er Eiður vélmenni?“ Slík-
ar vangaveltur sjást á nokkrum
öðrum tístum. „Eiður hefur verið
eilítið þybbinn allt tímabilið en
honum tekst að vera grannur og
flottur fyrir sjónvarpið,“ skrifar
einn.
Tístari að nafni Dan Trenkel er
ekki sáttur við Eið: „Eidur Gudjo-
hnsen – frábær leikmaður – ömur-
legur í sjónvarpi.“ Og Luke Hol-
land tístir. „Var ég sá eini sem
bjóst ekki við því að röddin í Eið
Gudjohnsen hljómaði svona.“
Og umræðan heldur áfram; ein-
hver segist hafa verið klipptur
nákvæmlega eins og Eiður, hann
viti hins vegar ekki hvort það sé
gott eða slæmt, og þá halda að
minnsta kosti tveir því fram að
Eiður tali bestu enskuna af öllum
í ensku úrvalsdeildinni. - fgg
ÁGÆTIS KVÖLD Eiður Smári virðist hafa
átt ágætis kvöld á Sky þótt sumum hafi
fundist hann stirðbusalegur. Hann tali
þó lýtalausa ensku.
Sarah Obama, föðuramma Baracks Obama Banda-
ríkjaforseta, var stödd hér á landi fyrir stuttu á
vegum hjálparsamtakanna Tears children and
youth aid.
Obama kom til landsins í boði Rosemary og Paul
Ramses, sem reka hjálparsamtökin, og var markmið
heimsóknarinnar að safna fé fyrir byggingu barna-
skóla í heimalandinu Kenía. Obama nýtti heim-
sóknina vel og var meðal annars gestur Kastljóss,
heimsótti nemendur Hlíðaskóla og snæddi að auki
kvöldverð á veitingastaðnum Fiskmarkaðnum.
Obama pantaði sér regnbogasilung í teriyaki með
volgu kartöflusalati og spergilkáli og að sögn starfs-
manns veitingastaðarins naut hún matarins.
Obama er ekki fyrsti þekkti einstaklingurinn sem
borðað hefur á Fiskmarkaðnum því leikstjórinn Rid-
ley Scott kom þar við í Íslandsheimsókn sinni. Aðrir
sem hafa notið eldamennsku Hrefnu Rósu eru leik-
ararnir Penn Badgley og Shawn Pyfrom sem dvöldu
hér á landi í nóvember. - sm
Obama naut silungsins
AMMA OBAMA Sarah Obama snæddi meðal annars silung á
Fiskmarkaðinum. Hér er hún ásamt Valtý Bergmann hjá Fisk-
markaðnum.
Eiður Smári fær misjafna dóma